Fleiri fréttir

Fellibylurinn Kalmaegi fór yfir Hong Kong

Aflýsa þurfti rúmlega fimmhundruð flugferðum á flugvellinum í Hong Kong í nótt þegar fellibylurinn Kalmaegi fór þar um. Hlutabréfamarkaðnum í Hong Kong var einnig lokað í morgun vegna veðursins og skólar og fjölmennir vinnustaðir voru einnig tómir.

Gerðu loftárásir á vígamenn í Írak

Bandaríkjamenn hafa síðustu tvo daga gert harðar loftárásir á bækistöðvar Hins íslamska ríkis í Írak nálægt Sinjar fjalli suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Þetta eru fyrstu árásirnar sem gerðar eru eftir að Obama forseti lýsti því yfir að gefa þyrfti í í baráttunni við vígamennina sem nú ráða stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi.

Vestlægur vindur og líkur á mengun frá gosinu á Mývatni

Vindur verður vestlægur með morgninum og telur Veðurstofan líklegt að styrkur brennisteinstvíildis geti orðið mikill norðaustur af gosstöðvunum í Holuhrauni í dag og markist svæðið af Mývatnssveit í vestri og Vopnafirði í austri.

Öskjuhrun í Bárðarbungu er möguleiki

Mikið sig í öskju Bárðarbungu, sem líkt er við hrun, er einn möguleiki framhalds jarðhræringa í og við Vatnajökul. Þó eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er það ekki til vitnis um minni virkni á svæðinu. Annars eldgoss er að vænta lokist sprungan.

Plastpokinn gott sem útlægur í Hólminum

Vel á þriðja tug verslunar- og þjónustufyrirtækja í Stykkishólmi hafa hætt notkun plastburðarpoka. Vonir standa til þess að nýta verkefnið til að ná sama árangri í fleiri sveitarfélögum. Viðbrögð bæjarbúa hafa heilt yfir verið mjög jákvæð.

Miklir viðskiptahagsmunir eru í húfi

Heilasýni úr íslenskum nautgripum hafa skilað sér illa til rannsókna og svo gæti farið að Ísland missi stöðu sína sem kúariðulaust land ef ekki verður gerð bragarbót á því.

Erfitt að ráða niðurlögum eldanna

Sex slökkviliðsmenn hafa meiðst lítillega við að reyna að ráða niðurlögum eldsins, flestir í tengslum við örmögnun vegna ofhitnunar.

Hundar réðust að lömbum og átu þau lifandi

Fimm lömb á bænum Ósabakka á Skeiðum voru étin lifandi af tveimur aðkomuhundum í síðustu viku. Tvö lambanna voru enn lifandi þegar að var komið þótt étin væru inn að beini. Hundunum hefur nú verið lógað.

Bæjarstjóri lætur lagfæra kindahólf

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir að til standi að láta yfirfara hólf fyrir kindur til að tryggja að öryggismál séu í lagi á Reykjanesbrautinni.

Hrefnukvótanum ekki breytt

Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að ekki hafi komið til tals að breyta hrefnukvótanum á Íslandi.

Útlendingahræðslan virkar

Leiðtogar Svíþjóðardemókrata ala á útlendingahræðslu þrátt fyrir að hafa á seinni árum reynt að skapa flokknum jákvæða ímynd.

Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr

Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar.

Óskar svara um Auðkenni

Ögmundur Jónasson sagði á Alþingi í dag að útlit væri fyrir að þvinga ætti landsmenn í viðskipti við fyrirtækið Auðkenni.

Árásarmaðurinn á Frakkastíg áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir karlmanni á fertugsaldri sem gefið er að sök að hafa stungið annan mann fjórum sinnum í brjósthol á Frakkastíg í ágúst síðastliðnum hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 10. október næstkomandi.

Köttur hámar í sig kanínuhræið

Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á staðnum um klukkan 14:00 í dag var þar mættur köttur og var hann að gæða sér á hræinu

Alþjóðleg mótmæli vegna hvalveiða Íslendinga

Öll tuttugu og átta ríki Evrópusambandsins auk Bandaríkjanna, Ástralíu, Brasilíu, Ísrael, Mexíkó og Nýja Sjálands mótmæla hvalveiðum Íslendinga harðlega og afhentu ríkisstjórn Íslands undirritað erindi þessa efnis í dag.

Sjá næstu 50 fréttir