Fleiri fréttir

Makrílgöngur út af Reykjanesi

Flest uppsjávarveiðiskipin, sem eru á makrílveiðum, eru nú stödd suðvestur af Reykjanesi, en þar varð vart við markíl göngu í gær.

Hrappar undir fölsku flaggi Microsoft

Microsoft á Íslandi varar enn við erlendum svikahröppum og þá sérstaklega við þeim, sem segjast vinna hjá Microsoft og segjast vera að hjálpa fólki til að losna við óværu úr tölvum þess.

Danskt naut í SS pylsunum

Vegna mikils skorts á íslensku nautakjöti hefur Sláturfélag Suðurlands gripið til þess ráðs að nota danskt nautakjöt.

Mynd um afrekið í Vöðlavík

Þórarinn Hávarðsson kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð heimildarmyndar um björgunarafrekið í Vöðlavík fyrir 20 árum. Í janúar 1994 björguðu áhafnir tveggja þyrlna björgunarsveita varnarliðsins sex skipverjum af brúarþaki björgunarskipsins Goðans, sem var strandað og hálfsokkið. Einn maður fórst í slysinu.

Eiga að skila 10 milljóna afgangi

Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (LbhÍ) hefur borist staðfesting frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að skila eigi inn uppfærðri rekstraráætlun skólan sem geri ráð fyrir tíu milljóna króna rekstrarafgangi á þessu ári.

Kerry og Moon funda vegna Gasa

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, funda nú í Kæró vegna ástandsins á Gasa-svæðinu.

Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum

Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn.

Fullorðnir mega tjalda í fylgd með fullorðnum

Allir þeir sem ekki eru orðnir 21 árs mega ekki tjalda á Mærudögum á Húsavík nema í fylgd með forráðamönnum. Skipuleggjandi segir málið meðal snúast um umgengni og unglingadrykkju.

Minnkandi kjörsókn viðvörun fyrir Ísland

Franskur þingmaður telur að almenningur í Frakklandi og víðar í Evrópu hafi misst trúna á stjórnmálaflokkum og kjósi því í auknum mæli þjóðernisflokka og öfga hægriflokka. Minnkandi kjörsókn sé varúðarmerki fyrir Íslendinga.

Gífurleg blóðtaka fyrir HIV-samfélagið

Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni á fimmtudag.

Líkamsleifar geymdar í kældum lestarvögnum

Fyrstu hollensku rannsóknaraðilarnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Brak og líkamsleifar hafa verið færð úr stað sem getur spillt rannsókninni.

140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna

Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni.

Hjálparstarfsmenn á Gaza örmagna

Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði í fréttum stöðvar tvo hjálparstarfið mjög laskað. Um sextíu hjálparsveitarmannanna eru særðir og vinna á nokkurrar verndar. Khalil segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir og hjálpargögn núna af skornum skammti.

„Verst að missa pabba“

Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur marga fjöruna sopið. Á síðustu þremur árum hefur hún gifst og skilið tvívegis, gengið í gegnum erfitt fósturlát og misst föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson.

Sprengjum enn varpað á sjúkrahús

Fjórir hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir að sprengjum Ísraelshers var varpað á al-Aqsa Martys sjúkrahúsið í Deir al-Balah á Gaza í dag.

Gott veður víða um land á morgun

Hlýjast verður á Egilsstöðum, 21 stigs hiti heiðskýrt og fimm metrar á sekúndur. Veðrið fyrir norðan verður einnig gott. Á Akureyri verður til að mynda sautján stiga hiti og logn. Á höfuðborgarsvæðinu verður léttskýjað og fimmtán stiga hiti.

Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali

Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines.

Enn skolar Legó á land í Cornwall

Lególeikföngum skolar enn á land á ströndum Cornwall í suðvesturhluta Englands í stórum stíl, um sautján árum eftir að gámur fullur af legói fór í sjóinn árið 1997.

Sjá næstu 50 fréttir