Fleiri fréttir

„Ég ætla ekki að grilla neinn"

Mín skoðun fer í loftið næsta sunnudag á Stöð 2 í opinni dagskrá, en Mikael Torfason, aðalristjóri 365, mun ekki liggja á skoðunum sínum í þættinum.

QuizUp með tvenn verðlaun

Nikitaclothing.com var valinn besti vefurinn á íslensku vefverðlaununum, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói í dag.

Pyntaður mótmælandi eftirlýstur

Mótmælandinn Dmytro Bulatov sem fannst illa útleikinn í útjaðri Kænugarðs í gær og segist hafa verið haldið í átta daga og pyntaður, er kominn á lista eftirlýstra í Úkraínu.

Ný uppfinning á að bjarga grasinu

Friðrik Tryggvason hjá Almennu umhverfisþjónustunni hefur fundið upp einfaldan búnað til að koma í veg fyrir kalskemmdir á golf- og knattspyrnuvöllum.

Gjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak verða lækkuð

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp fjármálaráðherra um lækkun nokkurra opinberra gjalda um 460 milljónir. Rennir stoðum undir gerð kaupmáttarsaminga á vinnumarkaði, segir fjármálaráðherra.

Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt"

80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi.

Selur listaverk til að komast í jarðarför ömmu sinnar

Dýrfinna Benita Garðarsdóttir hefur staðið fyrir söfnun á fésbókarsíðu sinni síðustu daga en markmiðið er að safna fyrir ferð svo að hún og fjölskyldan hennar geti verið viðstödd jarðarför ömmu hennar á Flippseyjum.

Lygilegar jógastöður

„Þetta er eins og jóga í þyngdarleysi,“ segir Margrét Arna Arnardóttir um Aerial Yoga sem er nýjung á Íslandi.

Mammon og Þríhnúkaverkefnið

Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi geldur varhug við ferðamannastraumi í Þríhnúka: "Nú er bara verið að græða á virkum dögum og grilla um helgar.“

Fengu mygluð jólakort tveimur árum of seint

Nokkrir Álftnesingar fengu jólakort frá árinu 2011 afhend í gær. Pósturinn harmar þetta og hefur rakið þetta til fyrrum starfsmanns sem sinnti ekki starfsskyldum sínum. Einhverjir voru strikaðir útaf jólakortalistum vegna málsins.

Ekkert samkomulag í Makríldeilunni

Engin niðurstaða náðist í samningaviðræðum strandríkja í makríldeilunni í Björgvin í Noregi í dag. Fundi var slitið skömmu fyrir hádegi.

Lögreglan með óskilamuni á Pinterest

Nú getur fólk skoðað óskilamuni heiman frá sér í þess þess að mæta á lögreglustöðina og stendur von lögreglunnar til þess að síðan eigi eftir að nýtast fólki vel.

Eiturefnasúpa án innihaldslýsingar

Norskir vísindamenn telja að hvergi finnist fleiri eiturefni í mönnum en þar í landi. Íslenskur sérfræðingur telur stöðuna áþekka hér á landi. Kokteill eiturefna er alls staðar í kringum okkur. Efnin eru talin trufla hormónakerfið, ónæmiskerfið og þroska fóstra í móðurkvið

Forsetahjónin verða viðstödd í Sotsjí

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hafa þegið boð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Alþjóðaólympíunefndarinnar um að vera viðstödd upphaf Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí.

Hlánar og hvessir á landinu í dag

Blotnar ofan í ís og klaka sem víða er á vegum um vestan- og norðanvert landið. Við það getur hæglega orðið staðbundið flughált.

Náttúrufræðistofnun vill útrýma friðuðum kanínum

Fulltrúar umhverfissviða á höfuðborgarsvæðinu vara við miklu og útbreiddu tjóni vegna fjölgunar villtra kanína. Ráðast þurfi í umtalsverðar fækkunaraðgerðir. Kanínur séu friðaðar en Náttúrufræðiðstofnun Íslands vilji að þeim sér útrýmt.

Sjá næstu 50 fréttir