Fleiri fréttir

Verkfalli á Kastrup lokið - hundrað farþegar Icelandair misstu af flugi

Skyndiverkfalli öryggisvarða á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn er lokið. Verkfallið hófst klukkan sex á dönskum tíma og stóð í fjórar klukkustundir með þeim afleiðingum að gríðarlega langar raðir mynduðust og nokkrar vélar þurftu að fara tómar eða hálftómar í loftið. Talsmenn flugvallarins segja að þrátt fyrir að verkallinu sé lokið megi búast við töfum fram eftir degi.

Ístak í eigu Landsbankans

Landsbankinn eignaðist í gær 99,9 prósent hlutafés í verktakafyrirtækinu Ístaki, sem áður var dótturfélag danska verktakafyrirtækisins E. Phil&Søn A/S.

Séra Þorgrímur gekk á 30 tinda í sumar

Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, hefur lokið göngu sinni á þrjátíu tinda og stóðst þar með þá áskorun að ljúka því verki áður en ágústmánuður væri liðinn. Þetta gerði hann til að vekja athygli á Landspítalasöfnun þjóðkirkjunnar.

Sögufrægt hús komið í gagnið

Þann 13. ágúst opnaði veitingastaður í Hellubíói, húsi sem hefur lengi mátt muna sinn fífil fegurri. Það fór illa í jarðskjálftanum árið 2000 og kom þá til tals að rífa það.

Vélar flúga tómar frá Kastrup-flugvelli

Skyndiverkfall öryggisvarða lama Kastrup-flugvöll. Öryggishlið eru lokuð, flugáhafnir komast í flugvélarnar en farþegar ekki. Til að halda áætlun fljúga flugvélar tómar frá flugvellinum.

Mótmæli lokun flugvallarins

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs segir fyrirhugaða lokun Reykjavíkurflugvallar á komandi árum vekja furðu og hvetur íbúa Fljótsdalshéraðs til að láta skoðun sína á málinu í ljós og bendir meðal annars á undirskriftasöfnun þá sem nú er í gangi vegna framtíðar Reykjavíkurflugvallar

Færri sjö ára geta lesið sér til gagns

Aðeins 63 prósent sjö ára barna í Reykjavík lesa sér til gagns samkvæmt lesskimun sem gerð var síðasta vor. Mikill munur getur verið á milli skóla í höfuðborginni.

Gögn úr geimnum bæta veðurspár

Ísland hefur nú fulla aðild að Evrópsku veðurtunglastofnuninni. Nú fæst óheftur aðgangur að mikilvægum gögnum er varða fjölmarga þætti náttúrufars. Greið leið opnast að rannsóknaverkefnum og Ísland mun koma að stefnumörkun.

Íslensk grásleppa í sérflokk

Vignir hf. á Akranesi er í svokölluðu fiskveiðimati hjá vottunarfyrirtæki með það fyrir augum að fá gæðavottun frá Marine Stewardship Council (MSC) á grásleppu. Fari sú úttekt eins og til er ætlast verður það í fyrsta sinn sem grásleppa hlýtur slíka vottun.

Tryggi kaup á orku fyrirfram

Fyrirtækið Thorsil ehf. sem fyrirhugar að reisa og reka kísilverksmiðju í landi Bakka við Húsavík þarf að tryggja sér raforku fyrir starfsemina til að geta verið í samstarfi við Norðurþing, segir bæjarráð sveitarfélagsins.

Segir sælgæti hafa eyðilagt golfferð

Lögmaður í Stokkhólmi meiddi sig í gómnum þegar hann beit í Mars-súkkulaði sem hann keypti í golfferð í Englandi síðastliðið vor. Hann missti af hringnum og krefst skaðabóta.

Útséð með aðgerðir gegn stjórn Bashars al-Assad í bili

Eftir að Barack Obama ákvað að vísa ákvörðun um hernaðaríhlutun í Sýrlandi til þingsins, er víst að nokkur bið verður á aðgerðum vesturveldanna. Bandaríkjamenn segjast hafa sannanir um að saríni hafi verið beitt.

Fyrrverandi innanríkisráðherra segir Háskóla Íslands fremja mannréttindabrot

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, hvetur Háskóla Íslands til að endurskoða ákvörðun sína um að afturkalla beiðni um að Jón Baldvin Hannibalsson verði þar gestakennari í haust. Segir Ögmundur, í pistli á vefsíðunni ogmundur.is, að með ákvörðun sinni hafi Háskóli Íslands gerst sekur um brot á mannréttindum. Almenningur hljóti að krefjast þess að hann endurskoði ákvörðunina.

Nýr ráðherra Framsóknarflokksins tekur við fljótlega

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra.

David Frost látinn

Hlaut heimsfrægð þegar hann tók viðtal við Richard Nixon. Lést úr hjartaáfalli 74 ára að aldri.

Þreföldun í sölu Maserati

Seldu aðeins 6.300 bíla í fyrra en 17.000 pantanir hafa borist í ár og margir nýir bílar eru á leiðinni frá Maserati.

Sjá næstu 50 fréttir