Innlent

Tryggi kaup á orku fyrirfram

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bakki Thorsil hyggur á gerð kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík.
Bakki Thorsil hyggur á gerð kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík.
Fyrirtækið Thorsil ehf. sem fyrirhugar að reisa og reka kísilverksmiðju í landi Bakka við Húsavík þarf að tryggja sér raforku fyrir starfsemina til að geta verið í samstarfi við Norðurþing, segir bæjarráð sveitarfélagsins.

Þetta kemur fram í umsögn sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskaði eftir vegna umsóknar Thorsil um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Gert er ráð fyrir ársframleiðslu allt að eitt hundrað þúsund tonnum af kísilmálmi. Þá gerir Norðurþing kröfu um reynslu, skýra áætlun, faglega nálgun og fjárhagslegan styrk auk góðs samstarfs við heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×