Þrjár framsóknarkonur orðaðar við nýjan ráðherrastól Karen Kjartansdóttir skrifar 1. september 2013 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent