Innlent

Hagur allra í landinu ráði legu flugvallar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar
Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar
?"Byggðaráð treystir því að frekari ákvarðanir um flugvöllinn í Vatnsmýrinni verði teknar með hagsmuni íbúa alls landsins að leiðarljósi",? segir byggðaráð Dalvíkurbyggðar sem lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna tillagna sem uppi séu um lokun flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

?Byggðaráð bendir á mikilvægi flugvallarins fyrir sjúkraflug. Einnig fyrir aðgengi landsmanna að stjórnsýslu og stofnunum ríkisins. Byggðaráð telur greiðar samgöngur við höfuðborgina vera mjög mikilvægar í sambúð höfuðborgar og landsbyggðar og að það séu hagsmunir beggja að gagnvegir séu sem greiðastir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×