Fleiri fréttir Fiat íhugar lágverðsmerki Margir bílaframleiðendur horfa með öfundaraugum til Dacia-merkis Nissan. Dacia bílar eru framleiddir í Rúmeníu og eru mjög ódýrir bílar sem minna er lagt í en Nissan bíla, en seljast nú eins og heitar lummur. Það á ekki bara við í austurhluta Evrópu heldur er salan einnig góð í Frakklandi og Þýskalandi og víðar í vesturhluta álfunnar. Toyota á merkið Daihatsu og ætlar að nota það til að markaðssetja ódýrari gerðir bíla. Volkswagen er einnig að íhuga að setja á legg ódýrara bílamerki sem selja myndi bíla á verðinu fimm til tíu þúsund Evrur og verður ákvörðun tekin um það á þessu ári. Nú hefur Fiat bæst í þennan hóp bílaframleiðenda og yrðu þeir bílar hvorki framleiddir né markaðssettir í Evrópu, heldur á nýmarkaðssvæðum eins og Indlandi og Kína. Fiat horfir til merkis sem það keypti árið 1990, Innocenti. Innocenti setti á markað ódýra bílinn Innocenti Mini árið 1974 sem hannaður var af Bertone og byggður á Morris Mini bílnum. Nýtt og ódýrt bílamerki Fiat væri í anda þess bíls. 4.2.2013 17:30 Hús Hannesar Hafstein opnað almenningi Hús Hannesar Hafstein ráðherra hefur verið gert upp og verður opnað almenningi. Ragnheiður Jónsdóttir segir frá Hannesarholti. 4.2.2013 17:30 Ræða síldardauðann í Kolgrafafirði Síldardauðinn í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi verður á dagskrá fundar ríkisstjórnar á morgun. Lagt er til að veitt verði fjármagn til vöktunar ástands fjarðarins og að metin verði þörf og möguleikar á mótvægisaðgerðum vegna atburðarins. 4.2.2013 17:23 Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu "Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. 4.2.2013 16:27 Dómari tók sér frest til morguns Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra tók sér frest til morguns til að úrskurða um gæsluvarðhald yfir tveimur piltum sem eru grunaðir um að hafa brotist inn til karlmanns á áttræðisaldri og ráðist á hann, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. 4.2.2013 16:23 Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4.2.2013 15:29 Það er svindlað á þér - enginn staður með löggilta sjússmæla Neytendastofa gerði nýlega könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort að löggiltir sjússmælar og vínskammtarar væru í notkun. Þá var einnig athugað hvort að vínglös og bjórglös hefðu viðeigandi merkingar. Á vefsíðu Neytendastofu segir að tilgangurinn hafi verið að kanna hvort að reglum um vínmál, sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu, væri fylgt eftir. 4.2.2013 15:05 Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4.2.2013 14:57 Bara tveir kostir í stöðunni Mönnum er líklegast að verða ljósara að valkostirnir varðandi framtíðargjaldmiðil Íslendinga eru varla aðrir en áframhaldandi fyrirkomulag með krónu eða innganga í Evrópusambandið og myntbandalagið, segir Jón Þór Sturluson, dósent í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoðarmaður Björgvins Sigurðssonar þáverandi viðskiptaráðherra. Þannig skýrir Jón Þór niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um viðhorf fólks til krónunnar. 4.2.2013 14:32 Flóttamaður handtekinn - grunaður um íkveikju Lögreglan hefur handtekið einn hælisleitanda sem er grunaður um að hafa kveikt í herbergi á Fit hostel skömmu fyrir hádegi í dag. 4.2.2013 13:44 Farið fram á vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru grunaðir um að hafa veitt karlmanni á áttræðisaldri alvarlega áverka um helgina. 4.2.2013 13:22 Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4.2.2013 13:11 Grunur leikur á íkveikju í húsnæði hælisleitenda Grunur leikur á íkveikju þegar eldur kom upp í herbergi á FIT hostel í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag. 4.2.2013 13:07 Kvótinn minnkar vegna síldardauðans Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir einboðið að aflaráðgjöf stofnunarinnar í síld verði töluvert lægri vegna síldardauðans í Kolgrafarfirði. Sérfræðingar frá Hafró mæla nú umfang síldardauðans í firðinum með sérstökum neðansjávarmyndavélum. 4.2.2013 12:05 Dólgar stöðvaðir í Leifsstöð fyrir flug Tveir karlmenn voru stöðvaðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna óláta við vopnaleit áður en þeir hugðust fara í flug. 4.2.2013 11:46 Bjargar Geely London Taxi? Breska fyrirtækið sem framleiðir leigubíla Lundúnaborgar, Manganese Broze Holdings, var komið að fótum fram og allt stefndi í gjaldþrot þess. Svo virðist þó að dagar þess séu ekki alveg taldir því kínverska bílafyrirtækið Geely hefur keypt öll hlutabréf þess á 11 milljónir punda , eða ríflega 2,2 milljarða króna. Geely er líklega þekktast fyrir það að eiga sænska bílaframleiðandann Volvo, en nú hefur semsagt eitt bílafyrirtæki bæst í hópinn. Núverandi London Taxi hefur verið í framleiðslu frá árinu 1958, en nýjasta gerð bílsins er frá 2007. Þessir kubbslaga og gamaldags leigubílar hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna eyðslu bílanna og að þeir séu ekki nógu notadrjúgir. Margir hafa viljað skipta honum út fyrir Nissan NV2000 bílinn, sem verður einmitt næsti leigubíll New York borgar. Það yrði sannarlega sjónarsviptir af þeim sérstöku leigubílum sem einkenna Lundúnaborg nú. Geely hefur lítinn áhuga á því að skipta honum út og ætlar að kynna nýja útgáfu London Taxi, sem kominn er strax á teikniborðið. Kannski verður hann með 5 strokka eyðslugrannri Volvo vél, en með sama gamla nostalgíuútlitinu? 4.2.2013 11:44 Leicester: Staðfest að beinagrindin er af Ríkharði III Forráðamenn háskólans í Leicester staðfestu nú fyrir stundu að beinagrindin sem fannst í bænum síðasta haust er af Ríkharði III, síðasta konungi Plantagenet ættarinnar í Englandi. 4.2.2013 10:54 Kvartað yfir vinsælum sjónvarpsþætti vegna vændisumfjöllunar Sjónvarpsþátturinn Borgen upphefur vændi, segir Lars Aslan Rasmussen, talsmaður sósíaldemókrata í velferðarmálum í borgarstjórn Kaupmannahafnar. Hann segir að í nýjum þætti í hinni vinsælu sjónvarpsþáttaseríu sé vændi lýst í allt of björtu ljósi. Umræddur þáttur var sendur út á DR 1 í gær. 4.2.2013 10:51 Vill að vændiskonur hafi sömu réttindi og aðrir launþegar í Danmörku Íhaldsflokkurinn í Danmörku vill að vændiskonum verði gert kleyft að skrá sig í verkalýðsfélög og njóta sömu réttinda og aðrir launþegar. 4.2.2013 10:30 Blóðugur innbrotsþjófur stal engu en skemmdi mikið Hann var óheppinn innbrotsþjófurinn sem braust inn í Keiluhöllina að Ásbrú í gærmorgun. Þjófurinn komst inn með því að kasta grjóti í gegnum glugga. 4.2.2013 10:29 Lamdi mann með hafnaboltakylfu og hótaði lögreglu lífláti Karlmaður var handtekinn fyrir utan veitingahús á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Ástæðan var sú að maðurinn áttu í útistöðum við gest á staðnum og beitti þar hafnarboltakylfu í þeim erjum eins og fram kemur í tilkynningu lögreglu. 4.2.2013 10:17 Rafmagnstruflanir á Vesturlandi Rafmagnstruflanir hafa verðið á Staðarsveitalínu í morgun og leysti lína út rétt eftir klukkan níu. Vinnuflokkur Rarik frá Ólafsvík er lagður af stað til bilanaleitar. Snjókoma er á svæðinu og líklegt að það sé ísing sem er ástæða bilunarinnar á línunni. 4.2.2013 09:46 Chevrolet Steve McQueen til sölu Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 4.2.2013 09:45 Lögreglan skammaði eldavélaþjóf á fimmtugsaldri Íbúi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum kom á lögreglustöðina og tilkynnti að eldavél, sem hann hafði tekið úr íbúð sinni vegna breytinga innan stokks, hefði verið stolið af lóðinni. 4.2.2013 09:44 Hæstiréttur skrúbbaður að utan í mótmælaskyni Hópur fólks er nú að skrúbba hús Hæstaréttar að utan. Tilgangurinn er að mótmæla nýlegum dómi sem kveðinn var upp í Hæstarétti. 4.2.2013 08:32 Bæjarstjóri Grundarfjarðar vill aðgerðir vegna síldardauðans Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar héldu frá Grundarfirði á áttunda tímanum í morgun áleiðis í Kolgrafarfjörð, þar sem þeir ætla að freista þess að mæla umfang síldardauðans núna. 4.2.2013 08:11 Rúmlega helmingur vill halda í krónuna Meirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum. 4.2.2013 07:00 Þrjú norsk skip enn á loðnumiðunum Þrjú norsk loðnuskip eru nú á miðunum fyrir austan land og hafa þar frjálsar hendur því ekkert íslenskt skip er nú þar. 4.2.2013 06:53 Ölvaður ökumaður ók á hús í Hafnarfirði Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Hafnarfirði um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með þeim afleiðinugm að bíllinn fór í gegnum grindverk um húsagarð, og hafnaði á húsinu. 4.2.2013 06:51 Lögreglumaður á slysadeild eftir að ráðist var á hann Lögreglumaður meiddist og þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild, eftir að ráðist var á hann í Hafnarfirði upp úr miðnætti. 4.2.2013 06:49 Tveir ungir menn enn í haldi á Akureyri eftir fólskulega líkamsárás Tveir ungir karlmenn sitja enn í haldi lögreglunnar á Akureyri eftir að þeir voru handteknir á Skagaströnd um hádegisbil í gær, grunaðir um að hafa undir morgun ráðist inn á heimili karlmanns á áttræðisaldri á Skagaströnd og veitt honum alvarlega höfuðáverka. 4.2.2013 06:48 Ofurölvi ökumaður stoppaður í Grímsnesinu Lögreglan í Árnessýslu tók ofurölvi ökumann úr umferð í Grímsnesinu í gærkvöldi. 4.2.2013 06:45 Konan sem hrapaði í Esjunni er látin Kona , sem hrapaði í hlíðum Esjunnar um miðjan dag í gær, var úrskurðuð látin þegar björgunarmenn komust með hana niður á láglendi í gærkvöldi eftir fjölmennan og hættulegan leiðangur. 4.2.2013 06:43 Tugir fanga flúðu í gegnum holræsakerfið í brasilísku fangelsi Nærri 30 föngum tókst að flýja úr fangelsi í Rio de Janeiro í Brasilíu í gegnum holræsakerfi fangelsins. 4.2.2013 06:41 Scotland Yard notaði nöfn látinna barna í fölsk skilríki Breska lögreglan Scotland Yard stundaði það áratugum saman að nota nöfn látinna barna í Bretlandi til að búa til fölsk skilríki fyrir þá lögreglumenn sem þurftu að villa á sér heimildir í leynilegum verkefnum fyrir Scotland Yard. 4.2.2013 06:37 Forsetaframbjóðandi fórst í þyrluslysi í Paragvæ Lino Oviedo einn af frambjóðendunum í forsetakosningunum í Paragvæ fórst í þyrluslysi í gærdag ásamt flugmanni þyrlunnar og lífverði sínum. 4.2.2013 06:33 Fidel Castro kaus í þingkosningunum á Kúbu Það vakti athygli að Fidel Castro fyrrum leiðtogi Kúbu mætti á kjörstað í gærdag þegar þingkosningar fóru fram á eyjunni. 4.2.2013 06:27 Svíþjóð: Fleiri nýbúar þýða færri félagsleg vandamál Ný rannsókn í Svíþjóð sýnir að þau sveitar- og bæjarfélög sem hafa hæst hlutfall innflytjenda eða nýbúa innan sinna marka glíma jafnframt við minnstu félagslegu vandamálin. 4.2.2013 06:24 Þungt haldinn á gjörgæslu eftir árás dóttursonar síns Nítján ára piltur braust við annan mann inn til afa síns á Skagaströnd og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur frændum hans. Piltarnir voru enn í haldi í gærkvöldi. 4.2.2013 06:00 Margar erfðabreyttar matvörur ómerktar Neytendasamtökin krefjast þess að reglugerð um merkingar á matvælum verði hert og eftirfylgni bætt. Ítrekaðar kvartanir hafa borist samtökunum og þá sérstaklega vegna vanmerkinga á genabreyttum matvælum. Talsvert hefur einnig verið kvartað yfir viðbættu vatni í kjöti og fiski. 4.2.2013 06:00 Fjallgöngukona fórst eftir fall í Esjuhlíðum Kona lést er hún hrapaði í hlíðum Esjunnar í gær. Konan var á ferð við Hátind ásamt um þrjátíu manna gönguhópi er hún féll og rann yfir tvö hundruð metra. 4.2.2013 06:00 Smókpásur útlægar í Árósum Starfsfólk Árósaborgar munu um næstu mánaðamót þurfa að sætta sig við að mega ekki reykja á vinnutíma. Árósar eru fyrsta sveitarfélagið í Danmörku sem stígur þetta skref til fulls. 4.2.2013 06:00 Alvarleg líkamsárás á Skagaströnd Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaðir um alvarlega líkamsárás á heimili á Skagaströnd snemma í morgun. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við Vísi. 3.2.2013 22:53 Björgunarmenn komnir niður með konuna Búið er að flytja göngukonuna sem slasaðist í Esju fyrr í dag í sjúkrabíl, en fjallamenn björgunarsveitanna komu niður að vegi rétt í þessu. 3.2.2013 20:55 Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár "Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey. 3.2.2013 19:58 Sjá næstu 50 fréttir
Fiat íhugar lágverðsmerki Margir bílaframleiðendur horfa með öfundaraugum til Dacia-merkis Nissan. Dacia bílar eru framleiddir í Rúmeníu og eru mjög ódýrir bílar sem minna er lagt í en Nissan bíla, en seljast nú eins og heitar lummur. Það á ekki bara við í austurhluta Evrópu heldur er salan einnig góð í Frakklandi og Þýskalandi og víðar í vesturhluta álfunnar. Toyota á merkið Daihatsu og ætlar að nota það til að markaðssetja ódýrari gerðir bíla. Volkswagen er einnig að íhuga að setja á legg ódýrara bílamerki sem selja myndi bíla á verðinu fimm til tíu þúsund Evrur og verður ákvörðun tekin um það á þessu ári. Nú hefur Fiat bæst í þennan hóp bílaframleiðenda og yrðu þeir bílar hvorki framleiddir né markaðssettir í Evrópu, heldur á nýmarkaðssvæðum eins og Indlandi og Kína. Fiat horfir til merkis sem það keypti árið 1990, Innocenti. Innocenti setti á markað ódýra bílinn Innocenti Mini árið 1974 sem hannaður var af Bertone og byggður á Morris Mini bílnum. Nýtt og ódýrt bílamerki Fiat væri í anda þess bíls. 4.2.2013 17:30
Hús Hannesar Hafstein opnað almenningi Hús Hannesar Hafstein ráðherra hefur verið gert upp og verður opnað almenningi. Ragnheiður Jónsdóttir segir frá Hannesarholti. 4.2.2013 17:30
Ræða síldardauðann í Kolgrafafirði Síldardauðinn í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi verður á dagskrá fundar ríkisstjórnar á morgun. Lagt er til að veitt verði fjármagn til vöktunar ástands fjarðarins og að metin verði þörf og möguleikar á mótvægisaðgerðum vegna atburðarins. 4.2.2013 17:23
Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu "Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. 4.2.2013 16:27
Dómari tók sér frest til morguns Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra tók sér frest til morguns til að úrskurða um gæsluvarðhald yfir tveimur piltum sem eru grunaðir um að hafa brotist inn til karlmanns á áttræðisaldri og ráðist á hann, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. 4.2.2013 16:23
Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4.2.2013 15:29
Það er svindlað á þér - enginn staður með löggilta sjússmæla Neytendastofa gerði nýlega könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort að löggiltir sjússmælar og vínskammtarar væru í notkun. Þá var einnig athugað hvort að vínglös og bjórglös hefðu viðeigandi merkingar. Á vefsíðu Neytendastofu segir að tilgangurinn hafi verið að kanna hvort að reglum um vínmál, sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu, væri fylgt eftir. 4.2.2013 15:05
Fulltrúar WikiLeaks grunaðir um að áforma brot gegn íslenska ríkinu Ástæða þess að bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom til Íslands sumarið 2011 var sú að FBI og íslenska lögreglan rannsökuðu saman mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðsins. Þetta kemur í samantekt lögreglunnar sem birt var í dag. 4.2.2013 14:57
Bara tveir kostir í stöðunni Mönnum er líklegast að verða ljósara að valkostirnir varðandi framtíðargjaldmiðil Íslendinga eru varla aðrir en áframhaldandi fyrirkomulag með krónu eða innganga í Evrópusambandið og myntbandalagið, segir Jón Þór Sturluson, dósent í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoðarmaður Björgvins Sigurðssonar þáverandi viðskiptaráðherra. Þannig skýrir Jón Þór niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um viðhorf fólks til krónunnar. 4.2.2013 14:32
Flóttamaður handtekinn - grunaður um íkveikju Lögreglan hefur handtekið einn hælisleitanda sem er grunaður um að hafa kveikt í herbergi á Fit hostel skömmu fyrir hádegi í dag. 4.2.2013 13:44
Farið fram á vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru grunaðir um að hafa veitt karlmanni á áttræðisaldri alvarlega áverka um helgina. 4.2.2013 13:22
Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4.2.2013 13:11
Grunur leikur á íkveikju í húsnæði hælisleitenda Grunur leikur á íkveikju þegar eldur kom upp í herbergi á FIT hostel í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag. 4.2.2013 13:07
Kvótinn minnkar vegna síldardauðans Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir einboðið að aflaráðgjöf stofnunarinnar í síld verði töluvert lægri vegna síldardauðans í Kolgrafarfirði. Sérfræðingar frá Hafró mæla nú umfang síldardauðans í firðinum með sérstökum neðansjávarmyndavélum. 4.2.2013 12:05
Dólgar stöðvaðir í Leifsstöð fyrir flug Tveir karlmenn voru stöðvaðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna óláta við vopnaleit áður en þeir hugðust fara í flug. 4.2.2013 11:46
Bjargar Geely London Taxi? Breska fyrirtækið sem framleiðir leigubíla Lundúnaborgar, Manganese Broze Holdings, var komið að fótum fram og allt stefndi í gjaldþrot þess. Svo virðist þó að dagar þess séu ekki alveg taldir því kínverska bílafyrirtækið Geely hefur keypt öll hlutabréf þess á 11 milljónir punda , eða ríflega 2,2 milljarða króna. Geely er líklega þekktast fyrir það að eiga sænska bílaframleiðandann Volvo, en nú hefur semsagt eitt bílafyrirtæki bæst í hópinn. Núverandi London Taxi hefur verið í framleiðslu frá árinu 1958, en nýjasta gerð bílsins er frá 2007. Þessir kubbslaga og gamaldags leigubílar hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna eyðslu bílanna og að þeir séu ekki nógu notadrjúgir. Margir hafa viljað skipta honum út fyrir Nissan NV2000 bílinn, sem verður einmitt næsti leigubíll New York borgar. Það yrði sannarlega sjónarsviptir af þeim sérstöku leigubílum sem einkenna Lundúnaborg nú. Geely hefur lítinn áhuga á því að skipta honum út og ætlar að kynna nýja útgáfu London Taxi, sem kominn er strax á teikniborðið. Kannski verður hann með 5 strokka eyðslugrannri Volvo vél, en með sama gamla nostalgíuútlitinu? 4.2.2013 11:44
Leicester: Staðfest að beinagrindin er af Ríkharði III Forráðamenn háskólans í Leicester staðfestu nú fyrir stundu að beinagrindin sem fannst í bænum síðasta haust er af Ríkharði III, síðasta konungi Plantagenet ættarinnar í Englandi. 4.2.2013 10:54
Kvartað yfir vinsælum sjónvarpsþætti vegna vændisumfjöllunar Sjónvarpsþátturinn Borgen upphefur vændi, segir Lars Aslan Rasmussen, talsmaður sósíaldemókrata í velferðarmálum í borgarstjórn Kaupmannahafnar. Hann segir að í nýjum þætti í hinni vinsælu sjónvarpsþáttaseríu sé vændi lýst í allt of björtu ljósi. Umræddur þáttur var sendur út á DR 1 í gær. 4.2.2013 10:51
Vill að vændiskonur hafi sömu réttindi og aðrir launþegar í Danmörku Íhaldsflokkurinn í Danmörku vill að vændiskonum verði gert kleyft að skrá sig í verkalýðsfélög og njóta sömu réttinda og aðrir launþegar. 4.2.2013 10:30
Blóðugur innbrotsþjófur stal engu en skemmdi mikið Hann var óheppinn innbrotsþjófurinn sem braust inn í Keiluhöllina að Ásbrú í gærmorgun. Þjófurinn komst inn með því að kasta grjóti í gegnum glugga. 4.2.2013 10:29
Lamdi mann með hafnaboltakylfu og hótaði lögreglu lífláti Karlmaður var handtekinn fyrir utan veitingahús á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Ástæðan var sú að maðurinn áttu í útistöðum við gest á staðnum og beitti þar hafnarboltakylfu í þeim erjum eins og fram kemur í tilkynningu lögreglu. 4.2.2013 10:17
Rafmagnstruflanir á Vesturlandi Rafmagnstruflanir hafa verðið á Staðarsveitalínu í morgun og leysti lína út rétt eftir klukkan níu. Vinnuflokkur Rarik frá Ólafsvík er lagður af stað til bilanaleitar. Snjókoma er á svæðinu og líklegt að það sé ísing sem er ástæða bilunarinnar á línunni. 4.2.2013 09:46
Chevrolet Steve McQueen til sölu Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 4.2.2013 09:45
Lögreglan skammaði eldavélaþjóf á fimmtugsaldri Íbúi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum kom á lögreglustöðina og tilkynnti að eldavél, sem hann hafði tekið úr íbúð sinni vegna breytinga innan stokks, hefði verið stolið af lóðinni. 4.2.2013 09:44
Hæstiréttur skrúbbaður að utan í mótmælaskyni Hópur fólks er nú að skrúbba hús Hæstaréttar að utan. Tilgangurinn er að mótmæla nýlegum dómi sem kveðinn var upp í Hæstarétti. 4.2.2013 08:32
Bæjarstjóri Grundarfjarðar vill aðgerðir vegna síldardauðans Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar héldu frá Grundarfirði á áttunda tímanum í morgun áleiðis í Kolgrafarfjörð, þar sem þeir ætla að freista þess að mæla umfang síldardauðans núna. 4.2.2013 08:11
Rúmlega helmingur vill halda í krónuna Meirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum. 4.2.2013 07:00
Þrjú norsk skip enn á loðnumiðunum Þrjú norsk loðnuskip eru nú á miðunum fyrir austan land og hafa þar frjálsar hendur því ekkert íslenskt skip er nú þar. 4.2.2013 06:53
Ölvaður ökumaður ók á hús í Hafnarfirði Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Hafnarfirði um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með þeim afleiðinugm að bíllinn fór í gegnum grindverk um húsagarð, og hafnaði á húsinu. 4.2.2013 06:51
Lögreglumaður á slysadeild eftir að ráðist var á hann Lögreglumaður meiddist og þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild, eftir að ráðist var á hann í Hafnarfirði upp úr miðnætti. 4.2.2013 06:49
Tveir ungir menn enn í haldi á Akureyri eftir fólskulega líkamsárás Tveir ungir karlmenn sitja enn í haldi lögreglunnar á Akureyri eftir að þeir voru handteknir á Skagaströnd um hádegisbil í gær, grunaðir um að hafa undir morgun ráðist inn á heimili karlmanns á áttræðisaldri á Skagaströnd og veitt honum alvarlega höfuðáverka. 4.2.2013 06:48
Ofurölvi ökumaður stoppaður í Grímsnesinu Lögreglan í Árnessýslu tók ofurölvi ökumann úr umferð í Grímsnesinu í gærkvöldi. 4.2.2013 06:45
Konan sem hrapaði í Esjunni er látin Kona , sem hrapaði í hlíðum Esjunnar um miðjan dag í gær, var úrskurðuð látin þegar björgunarmenn komust með hana niður á láglendi í gærkvöldi eftir fjölmennan og hættulegan leiðangur. 4.2.2013 06:43
Tugir fanga flúðu í gegnum holræsakerfið í brasilísku fangelsi Nærri 30 föngum tókst að flýja úr fangelsi í Rio de Janeiro í Brasilíu í gegnum holræsakerfi fangelsins. 4.2.2013 06:41
Scotland Yard notaði nöfn látinna barna í fölsk skilríki Breska lögreglan Scotland Yard stundaði það áratugum saman að nota nöfn látinna barna í Bretlandi til að búa til fölsk skilríki fyrir þá lögreglumenn sem þurftu að villa á sér heimildir í leynilegum verkefnum fyrir Scotland Yard. 4.2.2013 06:37
Forsetaframbjóðandi fórst í þyrluslysi í Paragvæ Lino Oviedo einn af frambjóðendunum í forsetakosningunum í Paragvæ fórst í þyrluslysi í gærdag ásamt flugmanni þyrlunnar og lífverði sínum. 4.2.2013 06:33
Fidel Castro kaus í þingkosningunum á Kúbu Það vakti athygli að Fidel Castro fyrrum leiðtogi Kúbu mætti á kjörstað í gærdag þegar þingkosningar fóru fram á eyjunni. 4.2.2013 06:27
Svíþjóð: Fleiri nýbúar þýða færri félagsleg vandamál Ný rannsókn í Svíþjóð sýnir að þau sveitar- og bæjarfélög sem hafa hæst hlutfall innflytjenda eða nýbúa innan sinna marka glíma jafnframt við minnstu félagslegu vandamálin. 4.2.2013 06:24
Þungt haldinn á gjörgæslu eftir árás dóttursonar síns Nítján ára piltur braust við annan mann inn til afa síns á Skagaströnd og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur frændum hans. Piltarnir voru enn í haldi í gærkvöldi. 4.2.2013 06:00
Margar erfðabreyttar matvörur ómerktar Neytendasamtökin krefjast þess að reglugerð um merkingar á matvælum verði hert og eftirfylgni bætt. Ítrekaðar kvartanir hafa borist samtökunum og þá sérstaklega vegna vanmerkinga á genabreyttum matvælum. Talsvert hefur einnig verið kvartað yfir viðbættu vatni í kjöti og fiski. 4.2.2013 06:00
Fjallgöngukona fórst eftir fall í Esjuhlíðum Kona lést er hún hrapaði í hlíðum Esjunnar í gær. Konan var á ferð við Hátind ásamt um þrjátíu manna gönguhópi er hún féll og rann yfir tvö hundruð metra. 4.2.2013 06:00
Smókpásur útlægar í Árósum Starfsfólk Árósaborgar munu um næstu mánaðamót þurfa að sætta sig við að mega ekki reykja á vinnutíma. Árósar eru fyrsta sveitarfélagið í Danmörku sem stígur þetta skref til fulls. 4.2.2013 06:00
Alvarleg líkamsárás á Skagaströnd Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaðir um alvarlega líkamsárás á heimili á Skagaströnd snemma í morgun. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við Vísi. 3.2.2013 22:53
Björgunarmenn komnir niður með konuna Búið er að flytja göngukonuna sem slasaðist í Esju fyrr í dag í sjúkrabíl, en fjallamenn björgunarsveitanna komu niður að vegi rétt í þessu. 3.2.2013 20:55
Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár "Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey. 3.2.2013 19:58
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent