Fleiri fréttir Honda smíðar bestu vélarnar Bílar eru misjafnir að gæðum og það á einnig við um vélar þeirra. Breska tryggingafélagið Warranty Direct heldur utan um líkur þess að vélar frá hverjum bílaframleiðenda bili og miðar verð trygginga sinna meðal annars við það. Niðurstöður Warranty Direct eru þær að líkurnar eru minnstar á því að velar í Honda bílum, eða í 0,29% tilfella. Næstminnstar eru þær í bílum Toyota, en samt helmingi meiri en í Honda bílum, eða 0,58% tilfella. Listinn hér að neðan sínir 10 efstu bílamerkin og einnig þau 10 neðstu. Þar sést að ekki er endilega víst að kaup á dýrum bíl tryggi lága bilanatíðni vélar hans. Bestu vélarnar 1. Honda 0,29 % 2. Toyota 0,58 % 3. Mercedes Benz 0,84 % 4. Volvo 0,90 % 5. Jaguar 0,98 % 6. Lexus 0,99 % 7. Fiat 1,17 % 8. Ford 1,25 % 9. Nissan 1,32 % 10. Land Rover 1,38 % Verstu vélarnar 1. MG Rover 7,88 % 2. Audi 3,71 % 3. Mini 2,51 % 4. Saab 2,49 % 5. Vauxhall (Opel) 2,46 % 6. Peugeot 2,26 % 7. BMW 2,20 % 8. Renault 2,13 % 9. Volkswagen 1,91 % 10. Mitsubishi 1,70 % 3.2.2013 14:30 Er framlag Íslands í Eurovision stolið? "Lag sem samið er í hefðbundnum þjóðlagastíl, svo ég tali nú ekki um þegar það er í stíl sem er jafn margreyndur og hinn keltneski, og lagið heldur fast í hönd hins hefðbundna, þá er náttúrulega voðinn vís,“ segir hljómlistarmaðurinn Magnús Kjartansson í kjölfar umræðu um að framlag Íslendinga til Eurovision-keppninnar sé stolið lag. 3.2.2013 13:26 Af hverju seljast ekki dísilbílar í Bandaríkjunum? Bandaríkin ættu að vera heimavígi díselolíunnar. Dísilvélar ættu einmitt að henta Bandaríkjamönnum best, því þar aka bíleigendur langar vegalengdir eftir beinum og breiðum hraðbrautum og við slíkar aðstæður eru dísilvélar á heimavelli, á lágum snúningi og eyða litlu. En af hverju keyra svo til allir íbúar Bandaríkjanna á bensínbílum? Skýringin er sú að fáar eldsneytisstöðvar hafa gegnum tíðina boðið dísilolíu og fyrir vikið hefur engin verðsamkeppni myndast á dísilolíu og það hefur leitt til frjálslegrar og hressilegrar álagningar á henni. Nokkuð fáránleg skýring, en sönn engu að síður. Þessa skýringu mátti finna í mörgum löndum Evrópu fyrir um 30 árum síðan og því má segja að Bandaríkjamenn séu þremur áratugum á eftir tímanum hvað þetta varðar. Framboð á dísilolíu hefur aukist þar undanfarið eftir að þeir gerðu sér grein fyrir kostum dísilvéla í fólksbílum en mjög langt er í land að þeir jafni það hlutfall sem er í Evrópu milli dísilbíla og bensínbíla. 3.2.2013 12:30 Tómas Lemarquis í spennutrylli McG Íslenski leikarinn Tómas Lemarquis er meðal leikara í kvikmyndinni Three Days to Kill sem er væntanleg á árinu. 3.2.2013 12:02 Líklegt þykir að Norður-Kórea sprengi kjarnasprengju Norður-Kóreumenn hótuðu í síðasta mánuði að efla tilraunir sínar með kjarnorkuvopn og tilkynntu að slíkum aðgerðum yrði stefnt til höfuðs Bandaríkjamönnum. 3.2.2013 10:22 Opið í Skálafelli og Bláfjöllum Í dag er fyrsti opnunardagur í Skálafelli þennan veturinn en þar, og í Bláfjöllum, opnaði núna klukkan tíu og verður opið til fimm í dag. 3.2.2013 09:48 Barack í byssó Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mundar haglabyssu á ljósmynd sem birt var á vef Hvíta hússins í gær. 3.2.2013 09:39 Eyþór Ingi vann - Fer til Malmö í maí Eyþór Ingi mun flytja lagið Ég á líf fyrir Íslands hönd í Eurovision í maí. Hann er jafnframt sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, en úrslitin voru gerð kunn í kvöld. Lag og texti, Ég á líf, er eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. 2.2.2013 22:17 Ég á líf og Ég syng keppa til úrslita Tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, keppa um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Þetta varð ljóst þegar fyrri atkvæðagreiðslu lauk í kvöld. Það lag sem vinnur verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Sigurvegarinn verður kjörinn í síðari atkvæðagreiðslu í kvöld. 2.2.2013 21:59 Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn Frægasta múrmeldýr heims, Punxsutawney Phil, sá ekki skuggann sinn þegar hann skreið úr holu sinni við hátíðlega athöfn í Pennsylvaníufylki Bandaríkjanna í gær. Samkvæmt gamalli þjóðtrú á þeim slóðum þýðir það að vorið komi snemma í ár. 2.2.2013 19:09 Skotárás á Eyrarbakka tengist frásögn af misnotkun Frásögn stúlku inni á umdeildri Facebook-síðu tengist skotárás á Eyrarbakka í morgun. 2.2.2013 18:25 Mannfall í áhlaupi Talibana á eftirlitsstöð Tuttugu og þrír hið minnsta fórust í áhlaupi Talibana á eftirlitsstöð í norðvesturhluta Pakistan í nótt. Tíu manna fjölskylda var drepin í árásinni, þar af þrjú börn. 2.2.2013 17:57 Samið um gerð Vaðlaheiðarganga Skrifað var undir samninga í gær um gerð Vaðlaheiðarganga á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. 2.2.2013 17:46 Trúir ekki á hástemmdan loforðaflaum Árni Páll Árnason þakkaði Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi formanni Samfylkingarinnar, þegar hann tók við formennsku í flokknum í dag. 2.2.2013 17:24 Katrín Júlíusdóttir nýr varaformaður Katrín Júlíusdóttir er nýr varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hafði betur en Oddný G. Harðardóttirí kosningu sem fór fram á fundinum í dag. 2.2.2013 16:29 Meintur fíkniefnasmyglari laus úr fangelsi Einn fimmmenninganna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli, er laus úr haldi. Manninum, sem er á þrítugsaldri og var handtekinn í byrjun vikunnar, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöld. 2.2.2013 16:24 Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. 2.2.2013 16:23 Grunaðir nauðgarar neita sök Mennirnir fimm, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu á Indlandi og veita henni áverka sem leiddu hana til dauða, neituðu allir sök fyrir dómi. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir verjanda eins þeirra. 2.2.2013 15:53 Brotist inn á aðgang 250 þúsund Twitter notenda Brotist var inn á síður 250 þúsund Twitternotenda í umsvifamiklu netsvindli. Bob Lord, talsmaður öryggismála hjá Twitter, segir að notendanöfnum hafi verið stolið, sem og lykilorðum og öðrum gögnum. 2.2.2013 15:40 Skotið á hús á Eyrarbakka Fjórir dvelja fangageymslur og mesta mildi þykir að ekki fór verr. 2.2.2013 13:26 Nýjum formanni fagnað Árni Páll Árnason er nýr formaður Samfylkingarinnar og það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar úrslitum var lýst í formannskjöri rétt fyrir hádegi í dag. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum til að fanga augnablikið. 2.2.2013 12:57 „Ég trúi ekki á hástemmdan loforðaflaum“ Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn geta orðið "málefnalega ósigrandi“. 2.2.2013 12:09 Árni Páll kjörinn formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, var rétt í þessu kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hlíðarenda. 2.2.2013 11:34 Nóg að gera hjá lögreglu Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að vaktin hafi verið mjög erilsöm. Tilkynnt var um fimm líkamsárásir í miðbænum. 2.2.2013 11:07 Dúndrandi bílasala í Bandaríkjunum Sala bíla í janúar í Bandaríkjunum bendir til þess að heildarsala ársins stigi úr 14,5 í fyrra í 15,5 milljónir bíla í ár. Flestir af stærstu bílaframleiðendunum hafa tilkynnt um tveggja stafa prósentuaukningu í sölu janúarmánaðar frá fyrra ári. Hjá Chrysler jókst salan um 37%, hjá Toyota um 27%, Ford um 22% og General Motors um 16%. Hjá Volkswagen var vöxturinn ekki eins mikill, eða 7% en 32% hjá undirfyrirtækinu Porsche. Sumir bílaframleiðendur eru ekki búnir að gefa upp sölu sína, eins og Honda, en búist er við jafn jákvæðum tölum þar. Allt stefnir í söluaukningu bíla í Bandaríkjunum í fjórða árið í röð. Fellibylurinn Sandy hafði jákvæð áhrif á söluna í janúar, en ennþá eru tryggingafélög að bæta tjónaþolum bíla sína eftir storminn og margir nýir bílar komið á götuna þess vegna. 2.2.2013 11:00 Hollande fundar í Malí Francois Hollande, Frakklandsforseti, er kominn til Malí. Hann mun funda með bráðabirgða forseta landsins, Dioncounda Traore, í dag ásamt því að heimsækja stórborgina Timbúktú. 2.2.2013 10:43 Formaður kynntur í dag Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kynntur á landsfundi Samfylkingarinnar á Hlíðarenda í dag, en er úrslitin verða kunngjörð klukkan háltólf fyrir hádegi. 2.2.2013 09:59 Nýr Toyota RAV4 í mars Toyota RAV4 er einn mest seldi jepplingur á Íslandi og eflaust margir kátir eigendur þess bíls sem bíða spenntir eftir nýrri fjórðu kynslóð bílsins sem kemur til landsins í mars. Oft hefur RAV4 bíll Toyota verið talinn talinn sá bíll er ruddi brautina fyrir jepplinga, en sá flokkur bíla er sá er hraðast vex í heiminum nú. Bíllinn verður í boði hér á landi með 2,0 lítra fjögurra strokka bensínvél og 2,2 lítra dísilvél. Hingað til hefur RAV4 helst selst með bensínvélinni hérlendis, en breyting gæti orðið á því með komu góðrar dísilvélar nú. Bíllinn verður lægri til þaksins og allur sportlegri og með minni veghæð að uauki. Ein mest afgerandi breytingin á bílnum er að varadekkið á afturhleranum hverfur og hlerinn mun ekki opnast til hliðar heldur upp. Mikil breyting er á innanrými bílsins og fullyrða má að hann er mun fagurri en forverinn. Sex tommu upplýsingaskjár með innbyggðri bakkmyndavél verður staðalbúnaður í bílnum. Bíllinn þykir einstaklega hljóðlátur í akstri og mikið hefur verið lagt í hljóðeinangrun hans. 2.2.2013 09:00 Stúlkubarnið fannst í Íslendingahverfi „Barnið var víst þarna frá því snemma um morguninn þannig að við höfum alveg örugglega hjólað tvisvar framhjá því um morguninn, þegar við skutluðum stelpunum okkar í leikskóla, án þess að taka eftir því,“ segir María Ósk Bender, sem býr með fjölskyldu sinni við Rektorparken Valby-hverfi í Kaupmannahöfn þar sem nýfætt stúlkubarn fannst vafið inn í handklæði í tösku milli tveggja kyrrstæðra bíla á fimmtudagsmorgun. 2.2.2013 09:00 Ekki kynferðisbrot ef tilgangur var að meiða Fjórir dómarar við Hæstarétt komust að þeirri niðurstöðu að sú háttsemi að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm konu væri ekki kynferðisbrot. Ástæðan er sú að ásetningur hafi aðeins verið að meiða fórnarlambið. Það teljist því líkamsárás. 2.2.2013 08:00 Stærsta dópmálið á Íslandi í langan tíma Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. 2.2.2013 06:00 Fylgi Framsóknarflokks rýkur upp Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. 2.2.2013 06:00 Sterkt kvótaþing helsta breytingin Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem aflaheimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er. 2.2.2013 06:00 Hjúkrunarfræðingur ól óvænt barn Þrítug kona í Arizona í Bandaríkjunum kom af fjöllum þegar læknar tjáðu henni að hún væri þunguð. Andartaki síðar ól hún barnið. 1.2.2013 22:12 Nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að miðla framtíðarsýn sinni "Ég tel að þetta sé skýrt ákall til Samfylkingarinnar um að horfa til framtíðar,"segir Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar. 1.2.2013 21:09 Icesave skýrir fylgismun milli kannana Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. 1.2.2013 20:17 Bensínfóturinn þungur á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært átta ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 1.2.2013 19:22 Harpan tilnefnd til virtra arkitektaverðlauna Harpa hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe arkitektaverðlaunanna -European Union Prize for Contemporary Architecture-Mies van der Rohe Award 2013 samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Hörpu. 1.2.2013 18:54 Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. 1.2.2013 18:30 Björt framtíð tekur risastökk samkvæmt Gallup Verulegar breytingar eru á fylgi flokkanna frá síðasta mánuði samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Þar kemur fram að tæplega 19% segjast myndu kjósa Bjarta framtíð færu kosningar til Alþingis fram í dag og er þetta aukning um sjö prósentustig milli mánaða. Flokkurinn fengi þannig næstmest fylgi yrðu þetta úrslit kosninga. 1.2.2013 18:14 Garnaveiki í Mývatnssveit í fyrsta skiptið í áratugi Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á Félagsbúinu Gautlöndum í Mývatnssveit samkvæmt tilkynningu á vef Matvælastofnunnar. Sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar nokkrar kindur veiktust með torkennileg sjúkdómseinkenni. 1.2.2013 17:39 Ölvaður maður keyrði á aðra bifreið í morgun Tilkynnt var um að bifreið hefði verið ekið aftan á aðra á Ártúnshöfða skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Ökumaðurinn, sem ók bifreið sinni aftan á hina, slasaðist lítillega og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Fossvogi. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn. 1.2.2013 17:35 Umboðsmanni skuldara var óheimilt miðla upplýsingum skuldara Starfsmanni Umboðsmanns skuldara var óheimilt að miðla persónuupplýsingum skjólstæðings síns til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði í júní á síðasta ári, samkvæmt úrskurði Persónuverndar sem birtist á vef stofnunarinnar í dag. 1.2.2013 17:12 Engar uppsagnir yfirvofandi hjá Glitni og LBI Engar uppsagnir eru yfirvofandi hjá slitastjórnum Glitnis og LBI (gamla Landsbankanum). Þetta fékkst staðfest hjá fulltrúum beggja slitastjórna í dag. 1.2.2013 16:54 Jóhanna talaði 11 sinnum um Sjálfstæðisflokkinn Jóhanna Sigurðardóttir minntist á Sjálfstæðisflokkinn ellefu sinnum í setningarræðu sinni á Landsfundinum í dag. Á síðasta landsfundi minntist hún á flokkinn tuttugu sinnum í ræðu sinni. Það eru því tæplega helmingi færri tilvitnanir í Sjálfstæðisflokkinn á milli ára. 1.2.2013 16:40 Sjá næstu 50 fréttir
Honda smíðar bestu vélarnar Bílar eru misjafnir að gæðum og það á einnig við um vélar þeirra. Breska tryggingafélagið Warranty Direct heldur utan um líkur þess að vélar frá hverjum bílaframleiðenda bili og miðar verð trygginga sinna meðal annars við það. Niðurstöður Warranty Direct eru þær að líkurnar eru minnstar á því að velar í Honda bílum, eða í 0,29% tilfella. Næstminnstar eru þær í bílum Toyota, en samt helmingi meiri en í Honda bílum, eða 0,58% tilfella. Listinn hér að neðan sínir 10 efstu bílamerkin og einnig þau 10 neðstu. Þar sést að ekki er endilega víst að kaup á dýrum bíl tryggi lága bilanatíðni vélar hans. Bestu vélarnar 1. Honda 0,29 % 2. Toyota 0,58 % 3. Mercedes Benz 0,84 % 4. Volvo 0,90 % 5. Jaguar 0,98 % 6. Lexus 0,99 % 7. Fiat 1,17 % 8. Ford 1,25 % 9. Nissan 1,32 % 10. Land Rover 1,38 % Verstu vélarnar 1. MG Rover 7,88 % 2. Audi 3,71 % 3. Mini 2,51 % 4. Saab 2,49 % 5. Vauxhall (Opel) 2,46 % 6. Peugeot 2,26 % 7. BMW 2,20 % 8. Renault 2,13 % 9. Volkswagen 1,91 % 10. Mitsubishi 1,70 % 3.2.2013 14:30
Er framlag Íslands í Eurovision stolið? "Lag sem samið er í hefðbundnum þjóðlagastíl, svo ég tali nú ekki um þegar það er í stíl sem er jafn margreyndur og hinn keltneski, og lagið heldur fast í hönd hins hefðbundna, þá er náttúrulega voðinn vís,“ segir hljómlistarmaðurinn Magnús Kjartansson í kjölfar umræðu um að framlag Íslendinga til Eurovision-keppninnar sé stolið lag. 3.2.2013 13:26
Af hverju seljast ekki dísilbílar í Bandaríkjunum? Bandaríkin ættu að vera heimavígi díselolíunnar. Dísilvélar ættu einmitt að henta Bandaríkjamönnum best, því þar aka bíleigendur langar vegalengdir eftir beinum og breiðum hraðbrautum og við slíkar aðstæður eru dísilvélar á heimavelli, á lágum snúningi og eyða litlu. En af hverju keyra svo til allir íbúar Bandaríkjanna á bensínbílum? Skýringin er sú að fáar eldsneytisstöðvar hafa gegnum tíðina boðið dísilolíu og fyrir vikið hefur engin verðsamkeppni myndast á dísilolíu og það hefur leitt til frjálslegrar og hressilegrar álagningar á henni. Nokkuð fáránleg skýring, en sönn engu að síður. Þessa skýringu mátti finna í mörgum löndum Evrópu fyrir um 30 árum síðan og því má segja að Bandaríkjamenn séu þremur áratugum á eftir tímanum hvað þetta varðar. Framboð á dísilolíu hefur aukist þar undanfarið eftir að þeir gerðu sér grein fyrir kostum dísilvéla í fólksbílum en mjög langt er í land að þeir jafni það hlutfall sem er í Evrópu milli dísilbíla og bensínbíla. 3.2.2013 12:30
Tómas Lemarquis í spennutrylli McG Íslenski leikarinn Tómas Lemarquis er meðal leikara í kvikmyndinni Three Days to Kill sem er væntanleg á árinu. 3.2.2013 12:02
Líklegt þykir að Norður-Kórea sprengi kjarnasprengju Norður-Kóreumenn hótuðu í síðasta mánuði að efla tilraunir sínar með kjarnorkuvopn og tilkynntu að slíkum aðgerðum yrði stefnt til höfuðs Bandaríkjamönnum. 3.2.2013 10:22
Opið í Skálafelli og Bláfjöllum Í dag er fyrsti opnunardagur í Skálafelli þennan veturinn en þar, og í Bláfjöllum, opnaði núna klukkan tíu og verður opið til fimm í dag. 3.2.2013 09:48
Barack í byssó Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mundar haglabyssu á ljósmynd sem birt var á vef Hvíta hússins í gær. 3.2.2013 09:39
Eyþór Ingi vann - Fer til Malmö í maí Eyþór Ingi mun flytja lagið Ég á líf fyrir Íslands hönd í Eurovision í maí. Hann er jafnframt sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, en úrslitin voru gerð kunn í kvöld. Lag og texti, Ég á líf, er eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. 2.2.2013 22:17
Ég á líf og Ég syng keppa til úrslita Tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, keppa um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Þetta varð ljóst þegar fyrri atkvæðagreiðslu lauk í kvöld. Það lag sem vinnur verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Sigurvegarinn verður kjörinn í síðari atkvæðagreiðslu í kvöld. 2.2.2013 21:59
Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn Frægasta múrmeldýr heims, Punxsutawney Phil, sá ekki skuggann sinn þegar hann skreið úr holu sinni við hátíðlega athöfn í Pennsylvaníufylki Bandaríkjanna í gær. Samkvæmt gamalli þjóðtrú á þeim slóðum þýðir það að vorið komi snemma í ár. 2.2.2013 19:09
Skotárás á Eyrarbakka tengist frásögn af misnotkun Frásögn stúlku inni á umdeildri Facebook-síðu tengist skotárás á Eyrarbakka í morgun. 2.2.2013 18:25
Mannfall í áhlaupi Talibana á eftirlitsstöð Tuttugu og þrír hið minnsta fórust í áhlaupi Talibana á eftirlitsstöð í norðvesturhluta Pakistan í nótt. Tíu manna fjölskylda var drepin í árásinni, þar af þrjú börn. 2.2.2013 17:57
Samið um gerð Vaðlaheiðarganga Skrifað var undir samninga í gær um gerð Vaðlaheiðarganga á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. 2.2.2013 17:46
Trúir ekki á hástemmdan loforðaflaum Árni Páll Árnason þakkaði Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi formanni Samfylkingarinnar, þegar hann tók við formennsku í flokknum í dag. 2.2.2013 17:24
Katrín Júlíusdóttir nýr varaformaður Katrín Júlíusdóttir er nýr varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hafði betur en Oddný G. Harðardóttirí kosningu sem fór fram á fundinum í dag. 2.2.2013 16:29
Meintur fíkniefnasmyglari laus úr fangelsi Einn fimmmenninganna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli, er laus úr haldi. Manninum, sem er á þrítugsaldri og var handtekinn í byrjun vikunnar, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöld. 2.2.2013 16:24
Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. 2.2.2013 16:23
Grunaðir nauðgarar neita sök Mennirnir fimm, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu á Indlandi og veita henni áverka sem leiddu hana til dauða, neituðu allir sök fyrir dómi. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir verjanda eins þeirra. 2.2.2013 15:53
Brotist inn á aðgang 250 þúsund Twitter notenda Brotist var inn á síður 250 þúsund Twitternotenda í umsvifamiklu netsvindli. Bob Lord, talsmaður öryggismála hjá Twitter, segir að notendanöfnum hafi verið stolið, sem og lykilorðum og öðrum gögnum. 2.2.2013 15:40
Skotið á hús á Eyrarbakka Fjórir dvelja fangageymslur og mesta mildi þykir að ekki fór verr. 2.2.2013 13:26
Nýjum formanni fagnað Árni Páll Árnason er nýr formaður Samfylkingarinnar og það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar úrslitum var lýst í formannskjöri rétt fyrir hádegi í dag. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum til að fanga augnablikið. 2.2.2013 12:57
„Ég trúi ekki á hástemmdan loforðaflaum“ Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn geta orðið "málefnalega ósigrandi“. 2.2.2013 12:09
Árni Páll kjörinn formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, var rétt í þessu kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hlíðarenda. 2.2.2013 11:34
Nóg að gera hjá lögreglu Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að vaktin hafi verið mjög erilsöm. Tilkynnt var um fimm líkamsárásir í miðbænum. 2.2.2013 11:07
Dúndrandi bílasala í Bandaríkjunum Sala bíla í janúar í Bandaríkjunum bendir til þess að heildarsala ársins stigi úr 14,5 í fyrra í 15,5 milljónir bíla í ár. Flestir af stærstu bílaframleiðendunum hafa tilkynnt um tveggja stafa prósentuaukningu í sölu janúarmánaðar frá fyrra ári. Hjá Chrysler jókst salan um 37%, hjá Toyota um 27%, Ford um 22% og General Motors um 16%. Hjá Volkswagen var vöxturinn ekki eins mikill, eða 7% en 32% hjá undirfyrirtækinu Porsche. Sumir bílaframleiðendur eru ekki búnir að gefa upp sölu sína, eins og Honda, en búist er við jafn jákvæðum tölum þar. Allt stefnir í söluaukningu bíla í Bandaríkjunum í fjórða árið í röð. Fellibylurinn Sandy hafði jákvæð áhrif á söluna í janúar, en ennþá eru tryggingafélög að bæta tjónaþolum bíla sína eftir storminn og margir nýir bílar komið á götuna þess vegna. 2.2.2013 11:00
Hollande fundar í Malí Francois Hollande, Frakklandsforseti, er kominn til Malí. Hann mun funda með bráðabirgða forseta landsins, Dioncounda Traore, í dag ásamt því að heimsækja stórborgina Timbúktú. 2.2.2013 10:43
Formaður kynntur í dag Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kynntur á landsfundi Samfylkingarinnar á Hlíðarenda í dag, en er úrslitin verða kunngjörð klukkan háltólf fyrir hádegi. 2.2.2013 09:59
Nýr Toyota RAV4 í mars Toyota RAV4 er einn mest seldi jepplingur á Íslandi og eflaust margir kátir eigendur þess bíls sem bíða spenntir eftir nýrri fjórðu kynslóð bílsins sem kemur til landsins í mars. Oft hefur RAV4 bíll Toyota verið talinn talinn sá bíll er ruddi brautina fyrir jepplinga, en sá flokkur bíla er sá er hraðast vex í heiminum nú. Bíllinn verður í boði hér á landi með 2,0 lítra fjögurra strokka bensínvél og 2,2 lítra dísilvél. Hingað til hefur RAV4 helst selst með bensínvélinni hérlendis, en breyting gæti orðið á því með komu góðrar dísilvélar nú. Bíllinn verður lægri til þaksins og allur sportlegri og með minni veghæð að uauki. Ein mest afgerandi breytingin á bílnum er að varadekkið á afturhleranum hverfur og hlerinn mun ekki opnast til hliðar heldur upp. Mikil breyting er á innanrými bílsins og fullyrða má að hann er mun fagurri en forverinn. Sex tommu upplýsingaskjár með innbyggðri bakkmyndavél verður staðalbúnaður í bílnum. Bíllinn þykir einstaklega hljóðlátur í akstri og mikið hefur verið lagt í hljóðeinangrun hans. 2.2.2013 09:00
Stúlkubarnið fannst í Íslendingahverfi „Barnið var víst þarna frá því snemma um morguninn þannig að við höfum alveg örugglega hjólað tvisvar framhjá því um morguninn, þegar við skutluðum stelpunum okkar í leikskóla, án þess að taka eftir því,“ segir María Ósk Bender, sem býr með fjölskyldu sinni við Rektorparken Valby-hverfi í Kaupmannahöfn þar sem nýfætt stúlkubarn fannst vafið inn í handklæði í tösku milli tveggja kyrrstæðra bíla á fimmtudagsmorgun. 2.2.2013 09:00
Ekki kynferðisbrot ef tilgangur var að meiða Fjórir dómarar við Hæstarétt komust að þeirri niðurstöðu að sú háttsemi að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm konu væri ekki kynferðisbrot. Ástæðan er sú að ásetningur hafi aðeins verið að meiða fórnarlambið. Það teljist því líkamsárás. 2.2.2013 08:00
Stærsta dópmálið á Íslandi í langan tíma Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. 2.2.2013 06:00
Fylgi Framsóknarflokks rýkur upp Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. 2.2.2013 06:00
Sterkt kvótaþing helsta breytingin Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem aflaheimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er. 2.2.2013 06:00
Hjúkrunarfræðingur ól óvænt barn Þrítug kona í Arizona í Bandaríkjunum kom af fjöllum þegar læknar tjáðu henni að hún væri þunguð. Andartaki síðar ól hún barnið. 1.2.2013 22:12
Nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að miðla framtíðarsýn sinni "Ég tel að þetta sé skýrt ákall til Samfylkingarinnar um að horfa til framtíðar,"segir Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar. 1.2.2013 21:09
Icesave skýrir fylgismun milli kannana Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. 1.2.2013 20:17
Bensínfóturinn þungur á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært átta ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 1.2.2013 19:22
Harpan tilnefnd til virtra arkitektaverðlauna Harpa hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe arkitektaverðlaunanna -European Union Prize for Contemporary Architecture-Mies van der Rohe Award 2013 samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Hörpu. 1.2.2013 18:54
Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. 1.2.2013 18:30
Björt framtíð tekur risastökk samkvæmt Gallup Verulegar breytingar eru á fylgi flokkanna frá síðasta mánuði samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Þar kemur fram að tæplega 19% segjast myndu kjósa Bjarta framtíð færu kosningar til Alþingis fram í dag og er þetta aukning um sjö prósentustig milli mánaða. Flokkurinn fengi þannig næstmest fylgi yrðu þetta úrslit kosninga. 1.2.2013 18:14
Garnaveiki í Mývatnssveit í fyrsta skiptið í áratugi Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á Félagsbúinu Gautlöndum í Mývatnssveit samkvæmt tilkynningu á vef Matvælastofnunnar. Sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar nokkrar kindur veiktust með torkennileg sjúkdómseinkenni. 1.2.2013 17:39
Ölvaður maður keyrði á aðra bifreið í morgun Tilkynnt var um að bifreið hefði verið ekið aftan á aðra á Ártúnshöfða skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Ökumaðurinn, sem ók bifreið sinni aftan á hina, slasaðist lítillega og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Fossvogi. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn. 1.2.2013 17:35
Umboðsmanni skuldara var óheimilt miðla upplýsingum skuldara Starfsmanni Umboðsmanns skuldara var óheimilt að miðla persónuupplýsingum skjólstæðings síns til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði í júní á síðasta ári, samkvæmt úrskurði Persónuverndar sem birtist á vef stofnunarinnar í dag. 1.2.2013 17:12
Engar uppsagnir yfirvofandi hjá Glitni og LBI Engar uppsagnir eru yfirvofandi hjá slitastjórnum Glitnis og LBI (gamla Landsbankanum). Þetta fékkst staðfest hjá fulltrúum beggja slitastjórna í dag. 1.2.2013 16:54
Jóhanna talaði 11 sinnum um Sjálfstæðisflokkinn Jóhanna Sigurðardóttir minntist á Sjálfstæðisflokkinn ellefu sinnum í setningarræðu sinni á Landsfundinum í dag. Á síðasta landsfundi minntist hún á flokkinn tuttugu sinnum í ræðu sinni. Það eru því tæplega helmingi færri tilvitnanir í Sjálfstæðisflokkinn á milli ára. 1.2.2013 16:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent