Innlent

Íslendingar sakaðir um mannréttindabrot vegna fangaflutninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
F-15 vél á Keflavíkurflugvelli.
F-15 vél á Keflavíkurflugvelli.
Íslendingar eru í hópi 54 ríkja sem heimiluðu bandarískum stjórnvöldum að fljúga með fanga um lofthelgi Íslands og/eða afnot af flugvöllum á Íslandi. Þetta fullyrða mannréttindasamtökin Open Society Justice Initiative (OSJI) í nýrri skýrslu sem Guardian vitnar í.

Í skýrslunni segir að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi ekki getað staðið í svo umfangsmiklum fangaflutningum nema að til kæmi stuðningur ríkja víðsvegar um heim.

„Það er ekki nokkrum vafa undirorpið að embættismenn Bush-stjórnarinnar beri ábyrgð á því að mannréttindi hafi verið brotin á föngum í þessum fangaflutningum og sú friðhelgi sem embættismennirnir nutu er enn þann dag í dag mikið umhugsunarefni," segir í skýrslunni.

Þar segir líka að fleiri en bandaríkjastjórn beri ábyrgð á þessum mannréttindabrotum. Ríkisstjórnir annarra ríkja verði að bera ábyrgð.

Í skýrslunni er Ísland sett á lista með ríkjum eins og Írlandi og Kýpur sem hafi veitt stuðning á laun með því að heimila flug um lofthelgina og afnot af flugvöllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×