Innlent

Veittist að eiganda netkaffis og hótaði honum lífláti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa veist að eiganda netkaffihúss þann 30. desember síðastliðinn, hótað honum lífláti og ofbeldi og krafið hann um 5000 krónur. Hann hafi því næst tekið slökkvitæki og haldið því á lofti og ógnað honum og starfsmanni staðarins.

Hann hefur líka verið ákærður fyrir tvær hótanir í garð skyldmenna, þann 24. júní síðastliðinn og í lok nóvember, og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í tvö skipti, 24. júní 2012 og 19. nóvember 2012. Einnig hefur lögreglan til rannsóknar mál þar sem maðurinn er grunaður um líkamsárás á móður hans og systur með því að hafa aðfararnótt í byrjun nóvember læst þær inni í þvottahúsi og „síðar veist að þeim með ofbeldi".

Maðurinn sætti gæsluvarðhaldi mestan hluta janúar, en gæsluvarðhaldsúrskurður rann út þann 31. þess mánaðar. Krafist var framlengingar á gæsluvarðhaldinu en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu. Hæstiréttur staðfesti svo úrskurðinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×