Baráttan á Landspítalanum - "Maður er bara hissa" Boði Logason skrifar 5. febrúar 2013 11:07 Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist hafa orðið hissa eftir niðurstöðu fundarins á Grand Hóteli í gær. Mynd/Vilhelm „Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
„Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent