Baráttan á Landspítalanum - "Maður er bara hissa" Boði Logason skrifar 5. febrúar 2013 11:07 Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist hafa orðið hissa eftir niðurstöðu fundarins á Grand Hóteli í gær. Mynd/Vilhelm „Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent