Stjórn Eirar verður leyst upp og ný stjórn skipuð Erla Hlynsdóttir skrifar 22. nóvember 2012 18:34 Fulltrúaráð hjúkrunarheimilisins Eirar verður leyst upp og ný stjórn skipuð á allra næstu dögum. Nauðsynlegt til að skapa trúverðugleika, segir einn þeirra sem hefur unnið að lausn á fjárhagsvanda heimilisins. Þrír hafa þegar sagt sig úr stjórn Eirar, fyrstur þeirra stjórnarformaðurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Starfshópur sem unnið hefur að lausn á fjárhagsstöðu Eirar hefur komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að farsælast sé að víkja fulltrúaráðinu en núverandi stjórn situr í umboði þess. Fulltrúi fjárlaganefndar í hópnum segir þetta nauðsynlegt til að skapa trúverðugleika. „Mér er kunnugt um að það er verið að vinna að þessum málum og stendur yfir að skipta um flesta ef ekki alla fulltrúa þarna," segir Björn Valur Gíslason, fulltrúi fjárlaganefndar í starfshópnum. Hann segist ekki vita hverjir eiga að koma í staðinn í fulltrúaráðið. Það blasir þá við að stjórnin verði rekin, ekki satt? „það blasir auðvitað við að nýtt fulltrúaráð mun skipa nýja stjórn og það má svosem túlka það þannig að ef það á að skipa nýtt fulltrúaráð að þar með sé núverandi stjórn svipt umboði sínu," svarar Björn Valur. Ljóst er að ekki er nóg að skipa nýja stjórn, Eir þarf nýtt fjármagn. Björn Valur segir ekki standa til að ríkið leggi fé inn í reksturinn. Hann segist þó ekki getað útilokað það. „Það er ekkert útilokað í þessu lífi og ef það fer nú þannig að það finnist engin lausn á þessum málum ásættanleg þá þurfum við auðvitað að grípa til einhverra aðgerða, þá fyrst og fremst til að vernda hagsmuni ríkisins," segir Björn Valur. En Íbúðalánasjóður, einn kröfuhafa í Eir, er í eigu ríkisins. Björn Valur vonast þó til að aðrir komi inn með fé. Hverjir gætu það verið? „Ég hef ekki hugmynd um það, en einhverjir eru nú í þessum bransa, ekki satt?" segir Björn Valur að lokum. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Fulltrúaráð hjúkrunarheimilisins Eirar verður leyst upp og ný stjórn skipuð á allra næstu dögum. Nauðsynlegt til að skapa trúverðugleika, segir einn þeirra sem hefur unnið að lausn á fjárhagsvanda heimilisins. Þrír hafa þegar sagt sig úr stjórn Eirar, fyrstur þeirra stjórnarformaðurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Starfshópur sem unnið hefur að lausn á fjárhagsstöðu Eirar hefur komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að farsælast sé að víkja fulltrúaráðinu en núverandi stjórn situr í umboði þess. Fulltrúi fjárlaganefndar í hópnum segir þetta nauðsynlegt til að skapa trúverðugleika. „Mér er kunnugt um að það er verið að vinna að þessum málum og stendur yfir að skipta um flesta ef ekki alla fulltrúa þarna," segir Björn Valur Gíslason, fulltrúi fjárlaganefndar í starfshópnum. Hann segist ekki vita hverjir eiga að koma í staðinn í fulltrúaráðið. Það blasir þá við að stjórnin verði rekin, ekki satt? „það blasir auðvitað við að nýtt fulltrúaráð mun skipa nýja stjórn og það má svosem túlka það þannig að ef það á að skipa nýtt fulltrúaráð að þar með sé núverandi stjórn svipt umboði sínu," svarar Björn Valur. Ljóst er að ekki er nóg að skipa nýja stjórn, Eir þarf nýtt fjármagn. Björn Valur segir ekki standa til að ríkið leggi fé inn í reksturinn. Hann segist þó ekki getað útilokað það. „Það er ekkert útilokað í þessu lífi og ef það fer nú þannig að það finnist engin lausn á þessum málum ásættanleg þá þurfum við auðvitað að grípa til einhverra aðgerða, þá fyrst og fremst til að vernda hagsmuni ríkisins," segir Björn Valur. En Íbúðalánasjóður, einn kröfuhafa í Eir, er í eigu ríkisins. Björn Valur vonast þó til að aðrir komi inn með fé. Hverjir gætu það verið? „Ég hef ekki hugmynd um það, en einhverjir eru nú í þessum bransa, ekki satt?" segir Björn Valur að lokum.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira