Stela jólaljósum á Akureyri - “Þetta er svo leiðinlegt“ Boði Logason skrifar 22. nóvember 2012 15:37 Akureyrarbær er fallegur yfir hátíðarnar. „Ég vona að þessir ormar skili perunum því þetta er auka kostnaður fyrir bæjarbúa," segir Guðrún Björgvinsdóttir, yfirverkstjóri garðyrkjumála hjá Akureyrarbæ. Fyrir tíu til tólf dögum síðan var jólaskraut sett upp í bænum, líkt og gert er í flestum sveitarfélögum þegar jólin nálgast. Í ár voru keyptar sérstakar sparperur í jólaskreytingarnar á frægu kirkjutröppurnar í bænum en þær hafa ekki fengið að loga í friði, því búið er að stela á þriðja tuga pera. „Síðustu ár hafa óprúttnir aðilar brotið perurnar yfir hátíðarnar og því brugðum við á það ráð að kaupa sérstakar LED perur. Þær eru alveg rándýrar, eru óbrjótanlegar og eru mjög sparneytnar - og eiga að endast í nokkur ár. Það var lítið til af þessu og ég keypti upp lagerinn. Ég á núna bara þrjár auka rauðar perur og það er ekkert eftir á landinu," segir Guðrún augljóslega svekkt yfir þessum þjófnaði. Og það er meira. „Við fengum rosalega fallega rauða kastara gefins til að hafa í Gilinu en þeir lýstu upp reynivið sem þar er. Og í byrjun september hurfu þeir. Þeir kosta tugi þúsunda. Þeir voru festir niður með stórum járnhælum en þeir sem tóku þá, voru búin að saga rörin í sundur og klipptu á snúrurnar," segir hún. Guðrún er miður sín yfir þessu, enda lendir kostnaður við slík skemmdarverk alltaf á bæjarbúum. „Þetta er svo leiðinlegt. Maður er þvílíkt að vanda sig við að gera vel og spara bænum tugi þúsunda króna með því að kaupa flottar sparperur og svo er þeim bara stolið," segir hún. Bæjarbúar eru hvattir til að hafa augun opin fyrir þjófunum og þá hefur lögreglunni einnig verið gert viðvart um þennan jólaljósaþjófnað á Akureyri. „Við viljum hafa bæinn okkar fallegan yfir jólin enda tími ljóss og friðar," segir hún að lokum. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
„Ég vona að þessir ormar skili perunum því þetta er auka kostnaður fyrir bæjarbúa," segir Guðrún Björgvinsdóttir, yfirverkstjóri garðyrkjumála hjá Akureyrarbæ. Fyrir tíu til tólf dögum síðan var jólaskraut sett upp í bænum, líkt og gert er í flestum sveitarfélögum þegar jólin nálgast. Í ár voru keyptar sérstakar sparperur í jólaskreytingarnar á frægu kirkjutröppurnar í bænum en þær hafa ekki fengið að loga í friði, því búið er að stela á þriðja tuga pera. „Síðustu ár hafa óprúttnir aðilar brotið perurnar yfir hátíðarnar og því brugðum við á það ráð að kaupa sérstakar LED perur. Þær eru alveg rándýrar, eru óbrjótanlegar og eru mjög sparneytnar - og eiga að endast í nokkur ár. Það var lítið til af þessu og ég keypti upp lagerinn. Ég á núna bara þrjár auka rauðar perur og það er ekkert eftir á landinu," segir Guðrún augljóslega svekkt yfir þessum þjófnaði. Og það er meira. „Við fengum rosalega fallega rauða kastara gefins til að hafa í Gilinu en þeir lýstu upp reynivið sem þar er. Og í byrjun september hurfu þeir. Þeir kosta tugi þúsunda. Þeir voru festir niður með stórum járnhælum en þeir sem tóku þá, voru búin að saga rörin í sundur og klipptu á snúrurnar," segir hún. Guðrún er miður sín yfir þessu, enda lendir kostnaður við slík skemmdarverk alltaf á bæjarbúum. „Þetta er svo leiðinlegt. Maður er þvílíkt að vanda sig við að gera vel og spara bænum tugi þúsunda króna með því að kaupa flottar sparperur og svo er þeim bara stolið," segir hún. Bæjarbúar eru hvattir til að hafa augun opin fyrir þjófunum og þá hefur lögreglunni einnig verið gert viðvart um þennan jólaljósaþjófnað á Akureyri. „Við viljum hafa bæinn okkar fallegan yfir jólin enda tími ljóss og friðar," segir hún að lokum.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira