"Saksóknari hefur horft á spilaborg sína hrynja fyrir framan sig" 22. nóvember 2012 19:23 Börkur Birgisson lýsti yfir sakleysi sínu þegar hann ávarpaði fjölskipaðan Héraðsdóm Reykjaness í dag. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum og Annþóri Karlssyni og átta öðrum er nú lokið en þeir eru sakaðir um að hafa skipulagt stórfellda líkamsárás í janúar á þessu ári. Við upphaf aðalmeðferðar í dag kröfðust Börkur og Annþór að fá að ávarpa dóminn. Ávarp hans batt endahnút á aðalmeðferðina. Sækjandi hefur farið fram á sjö ára fangelsisdóm yfir Berki en átta yfir Annþóri. Börkur vék sérstaklega að atburðarásinni sem átti sér stað í Háholti í Mosfellsbæ þann 4, janúar síðastliðinn. „Mér er gefið að sök að hafa lamið brotaþola með kylfu. Ég vil vekja athygli á því að ég hafði ekki hugmynd um að brotaþoli yrði á staðnum. Ég var aldrei í árásarhugleiðingum. Ég vil ítreka það," sagði Börkur. Börkur tók í sama streng og Annþór og gagnrýndi rannsókn lögreglu á málinu. „Lögreglan falsaði skýrslu vitna og sakborninga, ásamt því að kúga veikgeðja einstaklinga til að bera ljúgvitni gegn mér." Þá sagðist Börkur vera með afrit af skýrslutökum lögreglunnar og hótaði að birta upptökurnar á veraldarvefnum. „Nánast allir þeir sem hafa borið mig röngum sökum hafa dregið framburð sinn til baka, ég fagna því," sagði Börkur og bætti við: „Saksóknari hefur horft á spilaborg sína hrynja fyrir framan sig." Börkur vék síðan að frávísunarkröfu verjanda Annþórs. Í gær benti Guðmundur St. Ragnarsson á að Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarsaksóknari, hefði lent í ryskingum við Smára Valgeirsson, sakborning, í júní á þessu ári. Þá var réttað yfir Berki vegna brota gegn valdstjórninni. Smári reyndi að koma úlpu til Barkar er hann var leiddur í dómssal. „Ég vil taka fram að Karl Ingi Vilbergsson réðst á vin minn í héraðsdómi í júní síðastliðnum. Ég var vitni að því." Börkur lauk máli sínu á þessa leið: „Ég vil að lokum benda á að ég hef setið saklaus í fangelsi í átta mánuði út af þessu máli." Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Börkur Birgisson lýsti yfir sakleysi sínu þegar hann ávarpaði fjölskipaðan Héraðsdóm Reykjaness í dag. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum og Annþóri Karlssyni og átta öðrum er nú lokið en þeir eru sakaðir um að hafa skipulagt stórfellda líkamsárás í janúar á þessu ári. Við upphaf aðalmeðferðar í dag kröfðust Börkur og Annþór að fá að ávarpa dóminn. Ávarp hans batt endahnút á aðalmeðferðina. Sækjandi hefur farið fram á sjö ára fangelsisdóm yfir Berki en átta yfir Annþóri. Börkur vék sérstaklega að atburðarásinni sem átti sér stað í Háholti í Mosfellsbæ þann 4, janúar síðastliðinn. „Mér er gefið að sök að hafa lamið brotaþola með kylfu. Ég vil vekja athygli á því að ég hafði ekki hugmynd um að brotaþoli yrði á staðnum. Ég var aldrei í árásarhugleiðingum. Ég vil ítreka það," sagði Börkur. Börkur tók í sama streng og Annþór og gagnrýndi rannsókn lögreglu á málinu. „Lögreglan falsaði skýrslu vitna og sakborninga, ásamt því að kúga veikgeðja einstaklinga til að bera ljúgvitni gegn mér." Þá sagðist Börkur vera með afrit af skýrslutökum lögreglunnar og hótaði að birta upptökurnar á veraldarvefnum. „Nánast allir þeir sem hafa borið mig röngum sökum hafa dregið framburð sinn til baka, ég fagna því," sagði Börkur og bætti við: „Saksóknari hefur horft á spilaborg sína hrynja fyrir framan sig." Börkur vék síðan að frávísunarkröfu verjanda Annþórs. Í gær benti Guðmundur St. Ragnarsson á að Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarsaksóknari, hefði lent í ryskingum við Smára Valgeirsson, sakborning, í júní á þessu ári. Þá var réttað yfir Berki vegna brota gegn valdstjórninni. Smári reyndi að koma úlpu til Barkar er hann var leiddur í dómssal. „Ég vil taka fram að Karl Ingi Vilbergsson réðst á vin minn í héraðsdómi í júní síðastliðnum. Ég var vitni að því." Börkur lauk máli sínu á þessa leið: „Ég vil að lokum benda á að ég hef setið saklaus í fangelsi í átta mánuði út af þessu máli."
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira