Innlent

Verjandi sofnaði í dómssal

Teikning Halldórs Baldurssonar af réttarhöldunum. Nú hafa þau staðið yfir í fjóra daga og hafa tekið verulega á.
Teikning Halldórs Baldurssonar af réttarhöldunum. Nú hafa þau staðið yfir í fjóra daga og hafa tekið verulega á.
Verjandi í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sofnaði þegar munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Verjandi eins sakbornings var í miðjum klíðum þegar hrotur bárust úr einu horni réttarsalarins.

Dómari var ekki lengi að bera kennsl á þann sem hraut. Sessunautur hans, Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Annþórs, ýtti við verjanda.

Hann vaknaði og sagði um hæl: „Verjandinn er vakandi."

Það má segja að hver einasti aðili í dómssal hafi hlegið dátt að þessu, það er, að dómara undanskildum.

Einn lögreglumaður gat ekki hamið sig og þurfti hann að fara afsíðis. Hann tók sig taki og snéri fljótlega aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×