Fleiri fréttir

Vel yfir 200 á biðlista eftir hjúkrunarrýmum

Alls biðu 244 aldraðir einstaklingar eftir hjúkrunarrýmum á landinu öllu í lok október 2012 samkvæmt svari velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um biðlista eftir hjúkrunarrýmum.

Norrænir lögreglumenn ræddu viðbrögð við Breivik

Fulltrúar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sóttu á dögunum ráðstefnu í Svíþjóð um skipulagða glæpastarfsemi. Boðað var til ráðstefnunnar í framhaldi af fundi ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Á ráðstefnunni var ákveðið að auka enn frekar samstarf landanna hvað varðar baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mögulegum umsvifum hryðjuverkamanna.

Öxnadalsheiðin lokuð - 35 metrar á sekúndu og brjálað veður

Öxnadalsheiðinni var lokað fyrir skömmu en þar mælist vindhraði allt upp í 35 metra á sekúndu auk þess sem þar er mikill skafrenningur. Lögreglan á Akureyri hefur óskað eftir aðstoð frá björgunarsveitum til að aðstoða nokkra ökumenn sem komast hvorki lönd né strönd vegna skyggnis og færðar. Ekki er vitað hvenær heiðin verður opnuð aftur en það er lítið annað sem ökumenn geta gert en bara að bíða, segir varðstjóri hjá lögreglu - eða fara Siglufjarðarleiðina til og frá Akureyri.

11 ára stúlka bjargaði móður sinni

„Hún bjargaði lífi mínu,“ segir María Bah Runólfsdóttir í Grundarfirði en 11 ára dóttir hennar, Amelía Rún, hringdi í Neyðarlínuna þegar María hneig niður á heimili þeirra.

Mengað vatn á Eskifirði - getur valdið niðurgangi

Kólígerlar hafa fundist í neysluvatni á Eskifirði og eru íbúar í bænum beðnir um að sjóða allt neysluvatn. Tekið var sýni úr vatnsbóli bæjarins í gær og bárust niðurstöðurnar í morgun. Helga Hreinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að búið sé að bera bréf í öll hús í bænum þar sem íbúum er tilkynnt um þetta.

Jólabjórinn í verslanir í dag

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, fimmtudag. Jólabjórinn vekur alltaf mikla athygli, en í ár er von á 21 tegund í sölu (auk annarrar jólavöru) samkvæmt frétt sem finna má á vefsíðu Vínbúðarinnar.

Ók bíl í gegnum rúðu hjá Heklu

Bíl var ekið í gegnum rúðu á bílaumboðinu Heklu á Laugavegi nú rétt eftir hádegið. Fjórir sjúkrabílar og einn tækjabíll frá lsökkviliðinu voru sendir á staðinn en ekki er vitað hvort nokkur maður hafi orðið fyrir meiðslum.

Mótmæltu ömurlegum húsakosti Listaháskólans

Nemendur Listaháskólans komu saman í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í dag til að mótmæla því slæmum húsnæðiskostnaði skólans við Sölvhólsgötu. Þeir segja að húsnæðið þar sé ótækt fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. Reglur um brunavarnir og aðgengi séu þverbrotnar, loftræsting ónýt og hljóðeinangrun lítil sem engin. Katrín Jakobsdóttir ráðherra ræddi við nemendurna í ráðuneytinu.

Búið að skera niður um tæpa þrjá milljarða til lögreglunnar

Skorið hefur verið niður um 2,8 milljarða króna í löggæslumálum á Íslandi frá hruni, eða um 0,5%. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, þegar hann svaraði spurningu Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, þegar hún spurði hvort þetta væri rétt upphæð.

Frumvarp að nýrri stjórnarskrá lagt fram á þingi

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti í morgun að leggja fram frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum, sem byggir á vinnu sérfræðingarhóps sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs. Tillögurnar voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október síðastliðinn. Fyrsta umræða um stjórnskipunarfrumvarpið mun fara fram á þriðjudaginn.

Þingið setji reglur um slit þrotabúanna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir það vera skýlausa kröfu að þingið hafi um það lokasvar hvernig reglum um útgreiðslur úr þrotabúum verði háttað. Til stendur að gera nauðasamninga öðru hvoru megin við áramót.

Vilja skipalægi við Hörpuna og að tónlistarhúsið verið "terminal“

Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg vilja breyta höfninni við Skúlagötu í skemmtiferðaskipalægi og að Harpan yrði nýtt í í aðkomuhús eða "terminal“ fyrir gesti skipanna. Þetta kemur fram í ályktun sem Björn Jón Bragason sendi á fjölmiðla fyrir hönd samtakanna.

Enginn heimsendir er í nánd

Ekkert bendir til þess að fyrirbæri utan úr geimi muni koma til með að tortíma lífi á jörðinni fyrir árslok og sögur um yfirvofandi heimsendi 21. desember næstkomandi eiga ekki við rök að styðjast.

Útsvarið á Seltjarnarnesi lækkar

Útsvarsprósentan í Seltjarnarnesbæ lækkar úr 14,18 í 13,66, samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þriggja ára áætlun sem var samþykkt í gær. Í fréttatilkynningu segir að rekstur bæjarsjóðs skili afgangi og hægt sé að auka þjónustuna við bæjarbúa.

Voru lykilmenn í gerð talgreinis

lKristinn Halldór Einarsson, Jón Guðnason og Trausti Kristjánsson hlutu viðurkenningar Íslenskrar málnefndar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu í ár.

Vitundarvakning um samfélagsábyrgð

Nokkur fjöldi fyrirtækja hefur falast eftir aðild að þekkingarmiðstöðinni Festu um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Miðstöðin var stofnuð á síðasta ári af sex fyrirtækjum en á næstunni verður fleiri fyrirtækjum boðið að taka þátt í starfinu.

Vilja að sýktir gripir verði felldir

Matvælastofnun hefur sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tillögu um að öllum gripum sem greinst hafa með smitandi barkabólgu verði slátrað, en ákvörðun um frekari niðurskurð verði tekin á grundvelli niðurstaðna þeirra rannsókna sem nú standa yfir.

Takast á um lúpínudráp á heimasíðum

Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Skógræktar ríkisins eru komnir í hár saman vegna aðferðafræðinnar við lúpínudráp í Þórsmörk. Heimasíður stofnananna tveggja eru vettvangur þessara skoðanaskipta sem eru óvægin.

Nýtt kjarasamkomulag við ríkið kolfellt af kennurum

Framhaldsskólakennarar kolfelldu samkomulag ríkisins og FF. Niðurstaðan vonbrigði, segir menntamálaráðherra. Skólameistari býst við frekari frestun á innleiðingu laga. Skýrist af bullandi óánægju með kjör.

Munum rísa gegn dauðadómi samkynhneigðra

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Ísland muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpi sem gerir samkynhneigð að dauðasök í Úganda.

Heimaey fékk stærsta síldarkast sögunnar

Fjölveiðiskipið Heimaey frá Vestmannaeyjum fékk risakast af síld upp á tvö þúsund tonn í Breiðafirði í fyrradag, sem er að líkindum stærsta kast sem íslenskt skip hefur fengið til þessa.

Spáir stormi fram eftir deginum

Veðurstofan spáir stormi , eða 18 til 23 metrum á sekúndu með morgninum og fram eftir degi en síðan snýst vindur í norðanátt síðdegis. Fyrstu tvær ferðir Herjólfs falla niður.

Færeyingar þurfa að bíða enn lengur

Færeyingar þurfa að bíða lengur en áætlað var eftir því að úrslit fáist í dýrustu olíuborun í sögu eyjanna. Borun holunnar, sem hófst þann 17. júní, átti að taka 4-5 mánuði og vera lokið núna um miðjan nóvember. Statoil hefur nú upplýst að verklokum seinki og að borað verði til áramóta og hugsanlega lengur.

Hlunnindagreiðslur heitt efni

Tvær þingsályktunartillögur hafa verið lagðar fyrir Kirkjuþing 2012 er varða hlunnindi presta af kirkjujörðum.

Krefjast afnáms verðtryggingar

Alþingi á að tryggja tafarlaust afnám verðtryggingar á lánsfé og að gildandi lög um neytendavernd séu virt. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna í Háskólabíói í fyrrakvöld.

Öryggisráðið hélt neyðarfund um Gaza

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund í nótt vegna stöðunnar á Gaza í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu þar herstjóra Hamas ásamt lífvörum hans í loftárásum í gærdag. Loftárásir Ísraelsmanna héldu áfram í nótt.

Fjöldi Dana hefur ekki lengur efni á að jarða ættingja sína

Sveita- og bæjarstjórnir í Danmörku þurfa í sívaxandi mæli að standa straum af kostnaði við jarðarfarir þegna sinna. Annaðhvort finnast engir ættingjar eða þá að ættingjarnir segjast einfaldlega ekki hafa efni á jarðarförinni.

Fordæmir árásir Ísraela á Gasa

„Þetta eru váleg tíðindi,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um tugi árása sem Ísraelsmenn gerðu á Gasaströndina í Palestínu í gær. Yfirmaður herafla Hamas-samtakanna var meðal fallinna og þau hétu grimmilegum hefndum.

Fámennt í þingsölum vegna prófkjörsslaga

Þingnefndarformaður kvartar yfir því að illa gangi að manna nefndarfundi og atkvæðagreiðslur um mikilvæg mál. Þingmenn séu uppteknir í prófkjörum. Skrifstofustjóri Alþingis segir eðlilegt að prófkjörin taki tíma hjá þingmönnum.

Xi Jinping nýr leiðtogi í stað Hu Jintao

Hu Jintao, forseti Kína, lét í gær af embætti leiðtoga Kommúnistaflokksins í Kína. Reiknað var með að hann segði sig úr fleiri embættum, þar á meðal sem yfirmaður herráðsins.

Framkvæmdastjórinn sakaður um frændhygli, sjálftöku og bókhaldsóreiðu

Ýmislegt bendir til að fjárhagserfiðleika og óráðsíu innan Eirar megi rekja mörg ár aftur í tímann í framkvæmdastjórastíð séra Sigurðar Helga Guðmundssonar sem lét af starfi á síðasta ári. Meðal annars lét séra Sigurður Helgi Eir greiða fyrir flugfarseðla dóttur sinnar og fjölskyldu hennar.

Nefsprey getur komið í veg fyrir framhjáhald

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að boðefnið oxytocin, sem oft hefur verið kallað "ástarhormónið," gæti alfarið komið í veg fyrir framhjáhald.

Sjá næstu 50 fréttir