Takast á um lúpínudráp á heimasíðum 15. nóvember 2012 07:30 Skrifin hverfast um aðferðafræði við að halda lúpínu í Þórsmörk í skefjum. fréttablaðið/gva Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Skógræktar ríkisins eru komnir í hár saman vegna aðferðafræðinnar við lúpínudráp í Þórsmörk. Heimasíður stofnananna tveggja eru vettvangur þessara skoðanaskipta sem eru óvægin. Tveir sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) hafa miklar efasemdir um boðaðar aðgerðir Skógræktar ríkisins til að hefta útbreiðslu lúpínu í Þórsmörk með því að dreifa áburði á lúpínubreiður. Þeir birtu grein á heimasíðu NÍ á þriðjudag þessa efnis. Sérfræðingur Skógræktarinnar svaraði í grein á sinni heimasíðu í gær þar sem fast er skotið til baka. Það eru þeir Borgþór Magnússon, forstöðumaður vistfræðideildar, og Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur sem rita greinina á heimasíðu NÍ. Þeir telja allar líkur á að aðgerðir Skógræktarinnar muni mistakast og afleiðingin verði í raun sú að lúpína muni dreifast um víðáttumikið, skóglaust land á Þórsmerkursvæðinu. Þar muni hún leika lykilhlutverk í gróðurframvindu og breyta náttúrufari til langframa. Grein þeirra Borgþórs og Sigurðar ber heitið Er Þórsmörk einkamál Skógræktarinnar? Málið snýst um áform Skógræktarinnar að dreifa áburði á lúpínubreiður til að flýta fyrir hnignun þeirra og stuðla þannig að uppvexti birkiskógar og annars gróðurs, en einnig um tilraunir til að halda lúpínu í skefjum með illgresiseyði sem þeir telja mögulegt. Þetta hafi Skógræktin hins vegar þvertekið fyrir þrátt fyrir notkun á illgresiseyði annars staðar, og spyrja hverju sæti. Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktarinnar á Suðurlandi, birti í gær langa úttekt á heimasíðu stofnunarinnar vegna skrifa þeirra Borgþórs og Sigurðar. Hann segir gagnrýni þeirra „líklega byggða á misskilningi“ og vill leiðrétta villur í málflutningi þeirra. Um eitrunartilraunir segir Hreinn að tekist hafi að drepa gamlar lúpínuplöntur, en einnig annan gróður. Vorið eftir hafði fjöldi smáplantna af lúpínu vaxið upp á svæðinu en lítið var eftir af samkeppnisgróðri. Því sé óskiljanlegt hvað býr að baki fullyrðingu Borgþórs og Sigurðar um að hægt sé að halda plöntunni í skefjum án þess að drepa staðargróður. Hann lýsir því að Skógræktin ætli að mynda kjarrbelti úr birkinýgræðingum með áburðargjöf, en segir þá hugmynd sprottna beint „af viskubrunni Borgþórs og Sigurðar“, og vísar í skýrsluskrif þeirra. Til að svara spurningu sem sett er fram í fyrirsögn greinar Borgþórs og Magnúsar vísar hann í samstarf við fjölda aðila og segir að svarið sé því neitandi; Þórsmörk sé ekki einkamál Skógræktarinnar heldur sameign þjóðarinnar og heiður að bjóða þangað velkomna gesti, „án þess að hafa áhyggjur af áhrifum eiturefnanotkunar á heilsu þeirra og lífríki Þórsmerkur“. svavar@frettabladid.is Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Skógræktar ríkisins eru komnir í hár saman vegna aðferðafræðinnar við lúpínudráp í Þórsmörk. Heimasíður stofnananna tveggja eru vettvangur þessara skoðanaskipta sem eru óvægin. Tveir sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) hafa miklar efasemdir um boðaðar aðgerðir Skógræktar ríkisins til að hefta útbreiðslu lúpínu í Þórsmörk með því að dreifa áburði á lúpínubreiður. Þeir birtu grein á heimasíðu NÍ á þriðjudag þessa efnis. Sérfræðingur Skógræktarinnar svaraði í grein á sinni heimasíðu í gær þar sem fast er skotið til baka. Það eru þeir Borgþór Magnússon, forstöðumaður vistfræðideildar, og Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur sem rita greinina á heimasíðu NÍ. Þeir telja allar líkur á að aðgerðir Skógræktarinnar muni mistakast og afleiðingin verði í raun sú að lúpína muni dreifast um víðáttumikið, skóglaust land á Þórsmerkursvæðinu. Þar muni hún leika lykilhlutverk í gróðurframvindu og breyta náttúrufari til langframa. Grein þeirra Borgþórs og Sigurðar ber heitið Er Þórsmörk einkamál Skógræktarinnar? Málið snýst um áform Skógræktarinnar að dreifa áburði á lúpínubreiður til að flýta fyrir hnignun þeirra og stuðla þannig að uppvexti birkiskógar og annars gróðurs, en einnig um tilraunir til að halda lúpínu í skefjum með illgresiseyði sem þeir telja mögulegt. Þetta hafi Skógræktin hins vegar þvertekið fyrir þrátt fyrir notkun á illgresiseyði annars staðar, og spyrja hverju sæti. Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktarinnar á Suðurlandi, birti í gær langa úttekt á heimasíðu stofnunarinnar vegna skrifa þeirra Borgþórs og Sigurðar. Hann segir gagnrýni þeirra „líklega byggða á misskilningi“ og vill leiðrétta villur í málflutningi þeirra. Um eitrunartilraunir segir Hreinn að tekist hafi að drepa gamlar lúpínuplöntur, en einnig annan gróður. Vorið eftir hafði fjöldi smáplantna af lúpínu vaxið upp á svæðinu en lítið var eftir af samkeppnisgróðri. Því sé óskiljanlegt hvað býr að baki fullyrðingu Borgþórs og Sigurðar um að hægt sé að halda plöntunni í skefjum án þess að drepa staðargróður. Hann lýsir því að Skógræktin ætli að mynda kjarrbelti úr birkinýgræðingum með áburðargjöf, en segir þá hugmynd sprottna beint „af viskubrunni Borgþórs og Sigurðar“, og vísar í skýrsluskrif þeirra. Til að svara spurningu sem sett er fram í fyrirsögn greinar Borgþórs og Magnúsar vísar hann í samstarf við fjölda aðila og segir að svarið sé því neitandi; Þórsmörk sé ekki einkamál Skógræktarinnar heldur sameign þjóðarinnar og heiður að bjóða þangað velkomna gesti, „án þess að hafa áhyggjur af áhrifum eiturefnanotkunar á heilsu þeirra og lífríki Þórsmerkur“. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira