Fleiri fréttir

Tónleikum í Draugasetrinu frestað

Tónleikar sem áttu að fara fram á Draugasetrinu á Stokkseyri í dag er frestað vegna slæmrar veðurspár. Þess má þó geta að Draugasetrið verður engu að síður opið þrátt fyrir blikur á lofti.

Forseti Sýrlands útilokar pólitískar viðræður

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, sagði á fundi með Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að það væri ekki hægt að eiga í pólitískum samskiptum í Sýrlandi á meðan vopnaðir hryðjuverkahópar væri virkir. Þarna vísar hann til vopnaðra andspyrnu í Sýrlandi sem hefur reynt að koma al-Assad frá völdum.

Samfylkingin samþykkir siðareglur

Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti siðareglur flokksins á flokkstjórnarfundi flokksins sem stendur nú yfir í Brauðgerðinni í Reykjavík.

Hvetja til flokkun sorps í Mosfellsbæ

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hvetur íbúa bæjarins til að auka flokkun sorps. Í byrjun júní verður endurvinnslutunnum fyrir pappírsúrgang dreift til allra íbúa bæjarins.

Venizelos fagnar nýju tækifæri

„Í fyrsta sinn í sögu landsins höfum við tækifæri á að draga verulega úr skuldum ríkisins,“ sagði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, þegar hann kynnti niðurstöður viðræðna við helstu lánardrottna ríkisins úr einkageiranum í gærmorgun.

Kofi Annan reynir að miðla málum í Sýrlandi

Kofi Annan, sérlegur sendimaður Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins, mun funda með Bashar al Assad Sýrlandsforseta í Damaskus í dag, degi eftir að sýrlenski stjórnarherinn felldi sextíu og átta manns hið minnsta í borginni Homs.

Meiri undirliggjandi áhætta hér á landi

Viðbragðshópur Seðlabankans taldi mun meiri undirliggjandi kerfislega áhættu í bankakerfinu vegna samþjöppunar á eignarhaldi hér á landi en í Svíþjóð. Þetta kom fram í vitnisburði Sylvíu Kristínar Ólafsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni viðbúnaðardeildar hjá Seðlabankanum, í Landsdómi í gær.

Forseti Landsdóms krafði Össur um nöfn

Báðir bankastjórar Landsbankans fullyrtu við seðlabankastjóra að yfirtaka ríkisins á Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Þetta kom fram í vitnisburði Össurar Skarphéðinssonar fyrir Landsdómi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur forvera sinn hafa gert allt sem hann gat til að afstýra bankahruni árið 2008.

Hefði tekið 2-3 ár að flytja Kaupþing

Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins.

Bardagamaður réðst gegn ræningjum með spjóti

Neil Ashton tók á móti innbrotsþjófum með tveggja metra spjóti og margra ára reynslu af klassískum skylmingum þegar þeir hugðust fara ránshendi um krá hans í Rochdale á Bretlandi.

Enn í lífshættu

Líðan framkvæmdastjóra Lagastoðar, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás á mánudaginn, er enn óbreytt. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Titanic í nýju ljósi

Vísindamenn hafa birt sónarmyndir af áætlunarskipinu Titanic sem sökk fyrir tæpum 100 árum. Myndirnar sína slysstaðinn af mikilli nákvæmni og varpa nýju ljósi á skipsbrotið.

Haldið sofandi í öndunarvél eftir bílslys

Kona liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild eftir umferðarslys á Álftanesvegi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu er konunni haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerðir í dag. Þrír voru fluttir á sysadeild eftir slysið sem varð um klukkan hálf níu í morgun. Fimm sjúkrabílar voru sendir á staðinn ásamt tækjabíl frá slökkviliðinu en beita þurfti klippum til þess að ná einum farþeganna úr bílnum. Óljóst er um tildrög slyssins.

Góð þátttaka í Mottumars

"Það hafa sautján hundruð einstaklingar skráð sig til keppni og tvö hundruð lið. Þetta er alvöru meistaradeild,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forseti Krabbameinsfélags Íslands. Góð þátttaka er hjá karlmönnum í landinu í átakinu Mottumars.

Setrið úr Home Alone slegið á 1.5 milljón dollara

Húsið úr kvikmyndinni Home Alone frá 1990 hefur loks verið selt. Eigendur hússin fengu rúmlega 1.5 milljón dollara fyrir glæsihýsið en það er margfalt minna en það sem upphaflega var farið fram á.

Project Einar hefði tekið nokkur ár

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl. í slitastjórn Kaupþings, segir að áform Kaupþings um að flytja alþjóðlega starfsemi bankans undir Singer & Friedlander bankann í Lundúnum sumarið 2008 hefðu tekið nokkur ár í framkvæmd. Þá segir hann að fram að því hafi enginn erlendur banki sent beiðni þess efnis til FSA, breska fjármálaeftirlitsins.

Réttlætanlegt að borga ekki Icesave

Íslensk stjórnvöld vísa kröfum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna Icesave málsins á bug og krefjast þess að þeim verði hafnað. Þetta kemur fram í greinargerð sem íslensk stjórnvöld sendu EFTA dómstólnum í gær.

Forsetaframboð kostar um 30 milljónir

Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur.

Vilhjálmur Egils: Öryggi starfsmanna hefur stóraukist

"Þessi atburður verður örugglega til þess að menn fara að hugsa mjög stíft um þessi mál,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður hvort að hnífstunguárásin á lögmannsstofu í Lágmúla á mánudaginn hafi orðið til þess að öryggismál fyrirtækja hafi aukist.

Íslendingar hlupu 112 kílómetra yfir Sahara-eyðimörkina

Arnaldur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Boot Camp, og Ágúst Guðmundsson, slökkviliðsmaður á höfuðborgarsvæðinu, luku í dag eyðimerkurhlaupi yfir Sahara-eyðimörkina fyrstir Íslendinga. Það má segja að þetta hafi ekki verið neitt skemmtiskokk hjá félögunum en hlaupið er 112 kílómetrar.

Forseti þjóðþings Möltu heimsækir Ísland

Michael Frendo, forseti þjóðþings Möltu, er væntalegur til landsins. Fredo verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 11 til 13 mars. Fredo kemur til landsins í boði Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.

Davíð vildi að lögreglan kæmi böndum á forsvarsmenn tveggja banka

Davíð Oddsson sagði við Össur Skarphéðinsson í aðdraganda bankahrunsins að stórefla þyrfti efnahagsbrotadeildina og koma lögum yfir forsvarsmenn tveggja af stóru bönkunum þremur. Össur greindi frá þessu þegar hann gaf vitnisburð í Landsdómi í dag. Hann greindi ekki frá því um hvaða banka væri að ræða.

Jóhanna: Geir gerði allt sem hann gat

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að Geir Haarde hafi gert allt það sem hann gat til þess að leysa þann vanda sem var uppi í efnahagslífinu árið 2008. Þetta sagði Jóhanna þegar hún bar vitni fyrir Landsdómi í dag. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, spurði Jóhönnu hvernig vandinn í efnahagslífinu hefði blasað við henni.

Tryggvi Þór: Ekki mitt hlutverk að fara út í sjoppu fyrir ráðherra

Tryggvi Þór Herbertsson gaf skýrslu fyrir Landsdómi í morgun. Að lokinni skýrslu veitti hann fréttamönnum viðtal. Aðspurður hvers vegna Geir H. Haarde hafi ekki beitt sér beint sjálfur gegn eigendum bankanna fremur en að Tryggvi Þór hafi alltaf verið að erindast í hans nafni, segir Tryggvi að menn verði að átta sig á að það hafi ekki verið hans hlutverk að skjótast út í sjoppu fyrir ráðherrann. Geir hafi tekið sameiningu bankanna mjög alvarlega og verið virkur í þeim aðgerðum síðsumars 2008.

Vitnaleiðslum lokið í dag

Vitnaleiðslum í Landsdómsmálinu er lokið í dag. Það var sjálf Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem gaf skýrslu síðust. Réttarhöldunum hefur verið frestað þangað til klukkan níu á mánudaginn.

Sylvía: Seðlabankinn "mjög vel undirbúinn"

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður viðbúnaðardeildar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands, sagði Seðlabanka Íslands hafa verið "mjög vel undirbúinn" undir það að þurfa að sjá um greiðslumiðlun ef til fjármálaáfalls kæmi. Það hefði sýnt sig í hruninu, þegar starfsfólks seðlabankans hefði lyft grettistaki við erfiðar aðstæður.

Kofi Annan væntanlegur til Sýrlands

Andspyrnuhópar í Sýrlandi eru afar óánægðir með hugmyndir Kofi Annans, sendiherra Arababandalagsins í Sýrlandi, varðandi pólitíska lausn á átökunum í landinu.

Ólafur og Dorrit heimsækja Holmenkollen

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þekkst boð Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar um að vera nú um helgina gestir konungshjónanna á Holmenkollen skíðahátíðinni. Í tilkynningu frá embættinu segir að Holmenkollen hátíðin ssé einn helsti skíðaviðburður Noregs og fjölsóttur af almenningi enda fara þar fram Heimsleikar í norrænum greinum, svo sem í göngu og stökki. Holmenkollen hefur löngum verið miðstöð skíðaíþróttarinnar í Noregi.

Reyna að lokka lækna til Þórshafnar

"Auðugar veiðilendur á sjó, landi og í ám og vötnum eru í næsta nágrenni, auk þess sem góð sundlaug, gott íþróttahús, líkamsræktarstöð og útivistarsvæði við húsvegginn,“ segir meðal annars um starfshlunnindi, í atvinnuauglýsingu á Starfatorgi Stjórnarráðsins.

Menn í jakkafötum "eins og úlfahjarðir"

Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbanka Íslands, sagði fyrir Landsdómi í dag að margir hafi sýnt eignum Landsbankans áhuga, eftir að skilanefndin tók til starfa. Hann sagði að margir "menn í jakkafötum" hefðu farið um eins og "úlfahjarðir" og viljað kaupa eignir bankans á slikk.

Bild hættir að birta nektarmyndir

Þýska æsifréttablaðið Bild hefur ákveðið að snúa baki við áralangri hefð sinni að birta ljósmyndir af nöktum konum á forsíðunni. Hefðin er rótgróin og hefur verið við lýði í 28 ár.

Sturla viðtal: Erlendir bankamenn báru ekkert traust til Kaupþings

Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands, gaf skýrslu fyrir dómi í Landsdómi í morgun. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fékk einkaviðtal við Sturlu að lokinni skýrslutöku þar sem hann skýrði ýmis atriði sem hann bar fyrir dómi.

Obama fagnar Kony 2012 herferðinni

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fagnar Kony 2012 herferðinni og segir kvikmyndagerðamennina sem standa að baki verkefninu hafa unnið mikið afrek.

Fallist á gæsluvarðhald til 4. apríl

Farið hefur verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Guðgeiri Guðmundssyni sem stakk framkvæmdastjóra Lagastoðar og særði lífshættulega á mánudaginn var. Féllst dómari við héraðsdóm á þá kröfu lögreglu. Guðgeir var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú fer lögregla fram á áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Sjá næstu 50 fréttir