Fleiri fréttir

Slasaðist alvarlega í HR

Iðnaðarmaður slasaðist alvarlega í Háskólanum í Reykjavík nú í hádeginu. Að sögn lögreglu er óljóst um líðan mannsins á þessari stundu en hann mun hafa fallið úr stiga úr töluverðri hæð.

Ísfélagið með tvö skip í smíðum í Chile

Óvissa er nú uppi um ástand tveggja skipa sem Ísfélagið í Vestmannaeyjum er með í smíðum í borginni Talcuano í Chile sem varð illa úti í jarðskjálftanum á laugardag. Skipasmíðastöðin mun vera mjög illa farin og þegar hafa borist fregnir af því að varðskipið Þór sé skemmt en það er smíðað í sömu stöð.

Forsetinn sendir samúðarkveðju til Chile

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Chile, Michelle Bachelet, samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni vegna jarðskjálftanna í landinu.

Sex Íslendingar eiga eftir að láta vita af sér

Enn er ekki vitað um afdrif sex Íslendinga sem talið er að hafi verið í Chile þegar að jarðskjálfti skók landið á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hafa 34 Íslendingar látið vita af sér.

Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði vísað úr landi

Birgitta Jónsdóttir mun í dag mæla fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að fjármálaráðherra láti vinna efnahagsáætlun án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Meðfultningsmenn Birgittu eru félagar hennar úr Hreyfingunni auk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Eyglóar Harðardóttur og Höskuldar Þórhallssonar úr Framsóknarflokknum.

Ók réttindalaus undir áhrifjum lyfja

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt ökumann, eftir að hann hafði ekið yfir á rauðu ljósi í Hálsahverfi í Reykjavík. Maðurinn, sem var réttindalaus, viðurkenndi að hana neytt amfetamíns og svonefndra læknalyfja. Sjö ölkumenn voru teknir úr umferð í fyrrinótt, þar af fimm vegna ölvunaraksturs og tveir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.-

Réttarhöld yfir Karadzic hefjast að nýju

Gert er ráð fyrir því að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, hefji málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag þegar réttarhöld yfir honum hefjast að nýju.

Kræfir lampaþjófar mynda gróðurhúsin

„Ég efast um að ég kaupi fleiri lampa,“ segir Hannes Kristmundsson, garðyrkjumaður í Hveragerði, sem varð fyrir barðinu á þjófum sem stálu frá honum fimmtíu gróðurhúsalömpum.

Kostnaður Fljótsdalshrepps tífaldur miðað við Kópavog

„Eftir því sem sveitarfélög eru minni, þeim mun meiri er kostnaðurinn á mann. Það hefur verið stefna okkar um áraraðir að mæla almennt með sameiningu sveitarfélaga. En íbúar eiga alltaf síðasta orðið,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS).

Ég hef aldrei fyrr séð hús dansa

„Ég hef aldrei fyrr séð hús dansa,“ segir Harpa Elín Haraldsdóttir, sem var sofandi á heimili sínu, á níundu hæð fjölbýlishúss í hverfinu Las Condes í Santíagó, þegar skjálftinn reið yfir. „Veggirnir bylgjuðust um og allt fór af stað inni hjá mér – sjónvarpið lenti úti í horni og kryddið hentist yfir eldhúsgólfið. En það brotnaði bara eitt glas, sem er til marks um góðan undirbúning hér í Chile. Þeir hafa lært af reynslunni í byggingu nýrra húsa. Eyðileggingin í mínu hverfi er í lágmarki.“

Fá nú þjónustu í heimabænum

Hafnarfjarðarbær og Vinnumálastofnun hafa samið um stofnun og rekstur atvinnumiðstöðvar sem opnuð verður í Hafnarfirði á næstunni. Óánægja hefur verið meðal atvinnulausra í Hafnarfirði um að þurfa að sækja þjónustu atvinnu­miðstöðvar til Reykjavíkur.

Breiðband Símans verður að Ljósneti

Á næstu tveimur árum ætlar Síminn að tengja um 42 þúsund heimili við nýtt Ljósnet Símans, eða um 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu. Ljósnetið gefur aðgang að allt að 100 Mb hraða á sekúndu. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar á Breiðbandi Símans. Með þeim er Síminn tilbúinn fyrir allar þær tæknilegu breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á Netinu næstu tíu árin, svo sem tilkomu þrívíddarsjónvarps, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans.

Aðild myndi draga þrótt úr landbúnaði

„Landbúnaðurinn leggst kannski ekki af, en hann verður ekki jafn þróttmikill,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, um ástandið sem við blasir ef Ísland fær aðild að Evrópusambandinu.

Lýsti yfir helgu stríði gegn Sviss

Svissneska stjórnin hefur ekkert viljað segja um yfirlýsingu Moammars Gaddafi Líbíuleiðtoga, sem lýsti yfir „heilögu stríði“ gegn Sviss í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir