Breiðband Símans verður að Ljósneti 1. mars 2010 03:00 Sævar Freyr Þráinsson Forstjóri Símans segir uppbyggingu Símans á Ljósneti sínu mun hagkvæmari en uppbyggingu Gagnaveitunnar á hennar ljósleiðaraneti. Fréttablaðið/Arnþór Á næstu tveimur árum ætlar Síminn að tengja um 42 þúsund heimili við nýtt Ljósnet Símans, eða um 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu. Ljósnetið gefur aðgang að allt að 100 Mb hraða á sekúndu. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar á Breiðbandi Símans. Með þeim er Síminn tilbúinn fyrir allar þær tæknilegu breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á Netinu næstu tíu árin, svo sem tilkomu þrívíddarsjónvarps, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans. Tæknin felur í sér notkun á ljósleiðurum sem þegar eru til staðar og liggja inn í breiðbandsgötuskápa eða beint inn á heimili. „Þannig er notast við ljósleiðara 90 til 95 prósenta af leiðinni heim til notandans. Síðan notum við koparinn sem fyrir er það sem eftir er leiðarinnar. Það hefur orðið gríðarleg framþróun á þessari tækni á undanförnum árum. Við höfum fylgst vel með henni og beðið eftir að hún yrði nógu hagkvæm og vel útfærð. Nú er hún orðin það, sem er tímapunktur sem við vissum að myndi koma.“ Sævar segir tilkomu Ljósnetsins verða til mikilla hagsbóta fyrir neytendur. Verðið verði mjög lágt miðað við það sem fyrir er í boði á markaðnum. Gert er ráð fyrir að mánaðarverð miðað við 50 Mb/s og 10 GB af erlendu niðurhali verði 3.650 krónur. Hann segir uppbyggingu á Ljósnetinu hagkvæmari en uppbygging Gagnaveitunnar á sínu ljósleiðaraneti. „Okkar uppbygging mun kosta 790 milljónir sem dreifist á tvö ár. Það er nálægt þeirri upphæð sem fyrir liggur í fjárfestingu í Breiðbandinu. Þetta eru lágar upphæðir, miðað við þá tólf milljarða sem hafa farið í uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitunnar, sem nær einungis til 20 þúsund heimila.“ Ekki er gert ráð fyrir að nýtt starfsfólk verði ráðið til starfa hjá Símanum vegna framkvæmdanna. „Við nýtum þann mannskap sem við höfum til að tengja ljósnetið inn á heimili fólks. Hins vegar munu samstarfsaðilar okkar í uppsetningu njóta góðs af þessu, auk þess að fjöldi fyrirtækja hefur viðurværi af þjónustu í gegnum Netið, svo ýmis afleidd störf geta skapast við tilkomu Ljósnetsins,“ segir Sævar. holmfridur@frettabladid.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Á næstu tveimur árum ætlar Síminn að tengja um 42 þúsund heimili við nýtt Ljósnet Símans, eða um 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu. Ljósnetið gefur aðgang að allt að 100 Mb hraða á sekúndu. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar á Breiðbandi Símans. Með þeim er Síminn tilbúinn fyrir allar þær tæknilegu breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á Netinu næstu tíu árin, svo sem tilkomu þrívíddarsjónvarps, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra Símans. Tæknin felur í sér notkun á ljósleiðurum sem þegar eru til staðar og liggja inn í breiðbandsgötuskápa eða beint inn á heimili. „Þannig er notast við ljósleiðara 90 til 95 prósenta af leiðinni heim til notandans. Síðan notum við koparinn sem fyrir er það sem eftir er leiðarinnar. Það hefur orðið gríðarleg framþróun á þessari tækni á undanförnum árum. Við höfum fylgst vel með henni og beðið eftir að hún yrði nógu hagkvæm og vel útfærð. Nú er hún orðin það, sem er tímapunktur sem við vissum að myndi koma.“ Sævar segir tilkomu Ljósnetsins verða til mikilla hagsbóta fyrir neytendur. Verðið verði mjög lágt miðað við það sem fyrir er í boði á markaðnum. Gert er ráð fyrir að mánaðarverð miðað við 50 Mb/s og 10 GB af erlendu niðurhali verði 3.650 krónur. Hann segir uppbyggingu á Ljósnetinu hagkvæmari en uppbygging Gagnaveitunnar á sínu ljósleiðaraneti. „Okkar uppbygging mun kosta 790 milljónir sem dreifist á tvö ár. Það er nálægt þeirri upphæð sem fyrir liggur í fjárfestingu í Breiðbandinu. Þetta eru lágar upphæðir, miðað við þá tólf milljarða sem hafa farið í uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitunnar, sem nær einungis til 20 þúsund heimila.“ Ekki er gert ráð fyrir að nýtt starfsfólk verði ráðið til starfa hjá Símanum vegna framkvæmdanna. „Við nýtum þann mannskap sem við höfum til að tengja ljósnetið inn á heimili fólks. Hins vegar munu samstarfsaðilar okkar í uppsetningu njóta góðs af þessu, auk þess að fjöldi fyrirtækja hefur viðurværi af þjónustu í gegnum Netið, svo ýmis afleidd störf geta skapast við tilkomu Ljósnetsins,“ segir Sævar. holmfridur@frettabladid.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira