Erlent

Fá ekki að selja fílabein

Óli Tynes skrifar
Gott á þá.
Gott á þá.

Sameinuðu þjóðirnar hafa synjað beiðni Tanzaníu um að selja um 90 tonn af fílabeini sem fallið hefur til á undanförnum árum. Salan hefði getað skilað ríkissjóði um tveimur og hálfum milljarði króna.

Í rökstuðningi sínum benti Tanzanía á að frá því árið 1989 hafi fílastofninn í landinu stækkað úr 55 þúsund dýrum upp í næstum 137 þúsund dýr.

Því var haldið fram að stofninn sé orðinn svo stór að hann sé farinn að eyðileggja ræktarland og drepa of marg fólk.

Það var nefnd Sameinuðu þjóðanna um sölu afurða á dýrum í útrýmingarhættu CITES sem synjaði beiðni Tanzaníu.

Meðal annars á þeim forsendum að yfirvöld gerðu ekki nóg til þess að koma í veg fyrir veiðiþjófnað og ólöglega sölu á fílabeini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×