Fleiri fréttir Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Verðlaunin hlýtur hún fyrir þriðju bók sína Puhdistus. 30.3.2010 10:07 Nú brosir Silvio breitt Það virðist vera nokkuð sama hversu mikið andstæðingarnir hamast á Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Hann heldur sínu og vel það. 30.3.2010 10:04 Ólíklegt að það gjósi víðar við Eyjafjallajökul Litlar líkur eru á því að eldgos verði annarsstaðar við Eyjafjallajökul, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta var niðurstaða fundar almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og vísindamönnum í gær. Eyjafjallajökull verður áfram lokaður fyrir umferð. 30.3.2010 09:57 Yfir 700 manns fengu íslenskan ríkisborgararétt Alls fengu 728 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en þeir voru 914 árið áður. Aldrei höfðu fleiri fengið íslenskan ríkisborgararétt en árið 2008. Hagstofan segir að árið 1991 hafi 161 einstaklingur fengið íslenskan ríkisborgararétt en þeim hafi fjölgað jafnt og þétt síðan. 30.3.2010 09:42 Enginn strætó á föstudaginn langa og páskadag Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður sem hér segir: Á skírdag, fimmtudaginn 1. apríl, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Á 30.3.2010 08:52 Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Obama Tuttugu og eins árs gamall nýnasisti frá Tennesse í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa ætlað að myrða fjölda svartra Bandaríkjamanna. Þar á meðal Barack Obama, sem þá var öldungardeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi. 30.3.2010 08:23 Óttast að Kínverjar taki þúsundir manna af lífi Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja kínversk stjórnvöld til að greina frá því hversu margir borgarar eru teknir þar af lífi á hverju ári. 30.3.2010 08:00 Börn hreyfa sig of lítið Þriðjungur barna í öllum heiminum ver þremur tímum eða meira á dag fyrir framan tölvu eða sjónvarpið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert. Rannsóknin tók til nærri 73 þúsund barna á aldrinum 13 - 15 ára í 34 löndum. 30.3.2010 07:47 Vilja að allur mjólkurkvóti fari á kvótamarkað Kúabændur vilja að allur mjólkurkvóti, sem losnar, fari um kvótamarkað þar sem allir bændur geti boðið í hann og að viðskiptin verði gegnsæ. Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar mjög þessum hugmyndum, ekki síst nú þegar hætta sé á að að bankar eignist skuldug kúabú og fari að ráðstafa mjólkurkvótanum úr þeim eins og örðum eignum, án auglýsinga, eins og dæmin sanni.- 30.3.2010 07:42 Slösuðust í bílveltu í Hamarsfirði Tveir erlendir ferðamenn slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar jepplingur þeirra valt í Hamarsfirði skammt frá Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Gert var að meiðslum þeirra á heilsugæslustöðinni á Höfn og gistu þeir á Höfn í nótt. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en hálka var á veginum og gekk á með snörpum vindhviðum.- 30.3.2010 07:26 Þjóðarsorg í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag vegna þeirra 38 sem fórust í sjálfsmorðssprengingum í landinu í fyrrinótt. 30.3.2010 07:00 Enn finnst fólk í hrakningum á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitarmenn á Fimmvörðuhálsi fundu enn kalda og hrakta göngumenn á slóðum eldgossins seint í gærkvöldi eftir að myrkur var skollið á. Þeir leituðu af sér allan grun um fleiri, sem þannig væri ástatt um 30.3.2010 07:00 Sóttu mann af grænlenskum togara Sjómaður á grænlenskum togara slasaðist þegar togarinn var að veiðum á milli Íslands og Grænlands síðdegis í gær. Togarinn hóf þegar siglingu á fullri ferð áleiðis til Íslands og óskaði skipstjórinn eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja hinn slasaða. TF LÍF var send til móts við togarann og var skppverjinn hífður um borð og fluttur til Reykjavíkur, þar sem þyrlan lenti um klukkan ellefu og hinn slasaði komst undir læknis hendur. Hann er ekki lífshættulega slasaður.- 30.3.2010 07:00 Braggabúar voru stimplaðir Þúsundir manna bjuggu í braggahverfum í Reykjavík í síðari heimsstyrjöld og fyrstu áratugina eftir stríð. Íbúar hverfanna sættu oft og tíðum neikvæðum viðbrögðum umhverfisins og voru stimplaðir af samfélaginu, eingöngu vegna búsetu sinnar. 30.3.2010 07:00 Ölvuð kona ók á bíl Kona ók bíl sínum utan í annan bíl í Skeifunni í Reykjavík í gærkvöldi, og reyndist hún drukkin, þegar til kom. Lögreglan tók hana í sína vörslu og færði hana í blóðpröfu og bílinn á lögreglustöðina. Annars var óvenju rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.- 30.3.2010 07:00 Aung San Suu Kyi ekki fram Lýðræðishreyfingin í Búrma ætlar ekki að bjóða fram í þingkosningum, sem herforingjastjórnin hefur boðað til síðar í ár. Hreyfingin segir greinilegt að kosningarnar verði ekki lýðræðislegar. Þetta verða fyrstu þingkosningar í landinu í tvo áratugi. Herforingjastjórnin hefur lagt ríka áherslu á að stjórnarandstæðingar gæti hófs í baráttunni. 30.3.2010 06:00 Vill stjórnarandstöðuna að borðinu Ef meirihluti ríkisstjórnarinnar á Alþingi er of veikur til að hrinda aðgerðum í framkvæmd verður að fá stjórnarandstöðuna með að samningaborðinu, ásamt stjórninni, atvinnurekendum og ASÍ, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. 30.3.2010 06:00 Sakfelldir fyrir mútuþægni Fjórir yfirmenn ástralska fyrirtækisins Rio Tinto í Kína fengu sjö til fjórtán ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og aðra spillingu, sem kínverskur dómstóll segir að hafi valdið kínverskum stáliðnaði alvarlegu tjóni. 30.3.2010 06:00 Bæta við fólki þrátt fyrir kreppuna Bandaríska fyrirtækið Sabre Holdings hefur keypt íslenska sprotafyrirtækið Calidris. Skrifað var undir pappíra í síðustu viku en tilkynnt um kaupin í gær. Kaupverð er ekki gefið upp. 30.3.2010 06:00 Langur biðlisti eftir eggjum Frumvarp sem gerir einhleypum konum með skerta frjósemi heimilt að nota gjafaegg við glasafrjóvgun bíður afgreiðslu á Alþingi. Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir í tæknifrjóvgunarstofunni Art Medica, fagnar því verði frumvarpið samþykkt. Til þess að mæta þeirri þörf sem þá myndist þurfi þó fleiri íslenskar konur að gefa egg enda er nú þegar skortur á eggjum. 30.3.2010 06:00 Ekki stendur til að mismuna fólkinu Forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hittu fulltrúa Fjölskylduhjálpar Íslands að máli í gær og fóru yfir mannréttindastefnu borgarinnar. Sérstaklega var rætt um að mismuna ekki fólki á grundvelli þjóðernis, í ljósi frétta um að Íslendingar nutu forgangs í síðustu matarúthlutun hjálparinnar. 30.3.2010 05:00 Pútín og Medvedev boða stríðsaðgerðir „Við munum halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að hvika þar til yfir lýkur,“ sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, eftir að tvær konur höfðu sprengt sig í loft upp á tveimur lestarstöðvum í Moskvu í gær. Auk árásarkvennanna létu að minnsta kosti 38 manns lífið og sextíu manns særðust. 30.3.2010 05:00 Skýrslur Bandaríkjamanna óþolandi Óþolandi og óviðeigandi er í samskiptum vinaríkja að til séu leyniskýrslur um íslenska stjórnmálamenn og ekki síður að þær séu varðveittar með þeim hætti að þær leki ítrekað í fjölmiðla. Svo segir utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, um bandarískar skýrslur sem birtust um hann, Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Albert Jónsson sendiherra á vef Wikileaks í gær. 30.3.2010 05:00 Hjálpa geðsjúkum að ná tökum á lífi sínu Samfélagsgeðteymi tekur formlega til starfa nú um mánaðamótin. Um er að ræða þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna og tilheyrir það geðsviði Landspítalans. Markmið teymisins er að minnka þörf á innlögnum og tryggja góðan stuðning og eftirfylgd. Þungamiðjan í þjónustunni er vitjanir í heimahús og að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu. Beiðnir um aðstoð eru þegar teknar að berast. 30.3.2010 04:00 Erlend bílalán gætu lækkað um 40 prósent Höfuðstóll bílalána, sem tekin voru í jenum og svissneskum frönkum síðla árs 2007, mun lækka um 36 til 38 prósent fallist eignaleigufyrirtæki á tillögur félagsmálaráðuneytisins um að færa erlend bílalán yfir í íslenskar krónur með 15 prósenta álagi á upphaflegan höfuðstól. 30.3.2010 04:00 Veitingamenn krefjast bóta Veitingamenn í nektargeiranum ætla að krefjast skaðabóta af ríkinu vegna nýrra laga sem banna nektardans. Davíð Steingrímsson, sem rekur Vegas, segir engan vafa á þessu: „Ég hef ekki brotið nein lög eða reglur og hef fjárfest og stólað á að geta rekið staðinn til 2013, þegar gildandi rekstrarleyfi rennur út.“ Nýju lögin taka gildi 1. júlí. 30.3.2010 04:00 Ísfélagið bíður eftir svörum frá Chile Enn ríkir óvissa um afgreiðslu skipasmíðastöðvarinnar ASMAR í Chile á tveimur öflugum skipum til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Stöðin stórskemmdist í jarðskjálfta 27. febrúar. Forsvarsmenn ASMAR halda því fram að þeir séu ekki bundnir af smíðasamningum skipanna þar sem fyrirsjáanlegar vanefndir á afhendingu skipanna eru til komnar vegna náttúruhamfara. 30.3.2010 03:15 Þingmenn eignist ketti Sigríður Heiðberg, sem sér um Kattholt, segir það vera erfitt að smala köttum. „Ég held að það sé nú hálferfitt. Þeir eru það sjálfstæðir að þeir láta ekki smala sér neitt," sagði Sigríður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jóhanna Sigurðardóttir sagði 29.3.2010 21:39 Svava er fundin Svava Hrönn Þórarinsdóttir, sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir á fimmtudaginn, fannst á Akureyri í kvöld. Svava hvarf frá Götusmiðjunni í Grímsnesi fyrir tíu dögum. 29.3.2010 21:57 Hraunjaðarinn í Hrunagili á sama stað og fyrir helgi Þótt fyrstu merki sjáist nú um að kraftur eldgossins á Fimmvörðuhálsi fari þverrandi telja vísindamenn að það geti enn staðið í nokkrar vikur. Hraunfossarnir skiptast nú á um að renna ýmist niður Hrunagil eða Hvannárgil en mesta spennan er um hvort hrauneðjan muni síðan ná niður á eyrarnar í Þórsmörk. 29.3.2010 18:50 Dómar hafa fyrnst áður en afplánun gat hafist Dæmi eru um að skortur á rými í fangelsum landsins hafi valdið því að óskilorðsbundnir dómar hafi fyrnst áður en afplánun gat hafist. Ríkisendurskoðun birti skýrslu um fangelsismál í dag. Þar kemur fram að þetta geti dregið úr varnaðaráhrifum refsinga og grafið undan trausti almennings á réttarvörslukerfinu. 29.3.2010 17:10 Forsætisráðherra vakti furðu með tilteknum ummælum Forsætisráðherra vakti óneitanlega furðu ýmissa með tilteknum ummælum á flokkstjórnarfundi í gær, segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, eftir þingflokksfund sem haldinn var í dag. Hún segir hins vegar að þingmenn flokksins séu brattir og glaðbeittir og engan bilbugur sé á þeim í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. „Við erum alveg heil og óskipt hvað það varðar,“ segir Guðfríður. 29.3.2010 16:45 Svörtu ekkjurnar myrtu í Moskvu Það voru tvær svartar ekkjur sem gerðu árásirnar á háannatíma í neðanjarðarlestarkerfi Moskvuborgar eldsnemma í morgun. 29.3.2010 16:39 Segir Gerry Adams hafa fyrirskipað morð Fyrrverandi foringi í Írska lýðveldishernum segir að Gerry Adams þingmaður og forseti stjórnmálaflokksins Sinn Fein hafi fyrirskipað morðið á ekkju og tíu barna móður sem var skotin til bana í desember árið 1972. 29.3.2010 15:58 Brá þegar að hún heyrði um áform forsætisráðherra Formaður BSRB segir að sér hafi brugðið í gær þegar að hún heyrði áform forsætisráðherra um að sameina 80 ríkisstofnanir. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær sagðist Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telja raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. 29.3.2010 15:43 Þingflokkur VG fundar enn Fundur þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs stendur enn yfir. Hann hófst klukkan tvö í dag. 29.3.2010 15:19 Jóhanna þegar komin með kattasmala -myndband Orð Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra um kattasmölun hafa vakið nokkra athygli og umræðu. 29.3.2010 15:14 Hætt við að rukka fyrir garðaúrgang SORPA hefur ákveðið að fresta áður ákveðinni gjaldtöku á garðaúrgangi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins í dag. 29.3.2010 15:12 Sonur Errols Flynn fundinn? Talið er að búið sé að finna jarðneskar leifar fréttaljósmyndarans Sean Flynn, sem var sonur leikarans margfræga Errolls Flynn. 29.3.2010 14:23 Mikill verðmunur milli apóteka á lausasölulyfjum Verðmunur á lausasölulyfjum í apótekum höfuðborgarsvæðisins er allt að 50 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Neytendastofa gerði á verði nokkurra lausasölulyfja. Könnunin var gerð á tímabilinu 26. febrúar - 10. mars s.l. þar sem borið var saman verð á tíu algengum lausasölulyfjum í 31 apóteki á höfuðborgarsvæðinu. 29.3.2010 13:46 Sölvi Sveinsson ráðinn skólastjóri Landakotsskóla Stjórn Landakotsskóla hefur samið við Sölva Sveinsson, fyrrverandi skólameistara Verslunarskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um að hann taki við stöðu skólastjóra frá næsta hausti. 29.3.2010 13:39 Sinnaðist við félagana og stal bílnum þeirra Maður var handtekinn aðfaranótt laugardags fyrir að hafa stolið bifreið sem var við sumarbústað í ofanverðum Biskupstungum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi dvalið í bústaðnum ásamt fleira fólki. Honum sinnaðist við félaga sína og hélt á brott á bifreiðinni sem hafði verið skilin eftir með lykli í kveikjulásnum. 29.3.2010 13:36 Enn lýst eftir Svövu Hrönn Fyrir helgi var lýst eftir Svövu Hrönn Þórarinsdóttur 16 ára til heimilis að Engjavöllum 12 í Hafnarfirði en hún strauk frá Götusmiðjunni fyrir rúmri viku síðan. 29.3.2010 13:18 Fínt færi fyrir norðan Opið er á skíðasvæðunum fyrir Norðan þrátt fyrir að allt sé bráðnað í Bláfjöllum. Í Hlíðarfjalli er opið til klukkan sjö í kvöld og þar er rúmlega 10 gráðu frost, vindur er 4 - 5 metrar á sekúndu og dálítil snjókoma. 29.3.2010 13:14 Mál og menning meðal 12 bestu í heimi Mál og menning við Laugaveg er nefnd meðal tólf bestu bókabúða í heimi á lista sem danska blaðið Berlingske Tidende tók saman. 29.3.2010 12:56 Sjá næstu 50 fréttir
Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Verðlaunin hlýtur hún fyrir þriðju bók sína Puhdistus. 30.3.2010 10:07
Nú brosir Silvio breitt Það virðist vera nokkuð sama hversu mikið andstæðingarnir hamast á Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Hann heldur sínu og vel það. 30.3.2010 10:04
Ólíklegt að það gjósi víðar við Eyjafjallajökul Litlar líkur eru á því að eldgos verði annarsstaðar við Eyjafjallajökul, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta var niðurstaða fundar almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og vísindamönnum í gær. Eyjafjallajökull verður áfram lokaður fyrir umferð. 30.3.2010 09:57
Yfir 700 manns fengu íslenskan ríkisborgararétt Alls fengu 728 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en þeir voru 914 árið áður. Aldrei höfðu fleiri fengið íslenskan ríkisborgararétt en árið 2008. Hagstofan segir að árið 1991 hafi 161 einstaklingur fengið íslenskan ríkisborgararétt en þeim hafi fjölgað jafnt og þétt síðan. 30.3.2010 09:42
Enginn strætó á föstudaginn langa og páskadag Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður sem hér segir: Á skírdag, fimmtudaginn 1. apríl, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Á 30.3.2010 08:52
Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Obama Tuttugu og eins árs gamall nýnasisti frá Tennesse í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa ætlað að myrða fjölda svartra Bandaríkjamanna. Þar á meðal Barack Obama, sem þá var öldungardeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi. 30.3.2010 08:23
Óttast að Kínverjar taki þúsundir manna af lífi Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja kínversk stjórnvöld til að greina frá því hversu margir borgarar eru teknir þar af lífi á hverju ári. 30.3.2010 08:00
Börn hreyfa sig of lítið Þriðjungur barna í öllum heiminum ver þremur tímum eða meira á dag fyrir framan tölvu eða sjónvarpið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert. Rannsóknin tók til nærri 73 þúsund barna á aldrinum 13 - 15 ára í 34 löndum. 30.3.2010 07:47
Vilja að allur mjólkurkvóti fari á kvótamarkað Kúabændur vilja að allur mjólkurkvóti, sem losnar, fari um kvótamarkað þar sem allir bændur geti boðið í hann og að viðskiptin verði gegnsæ. Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar mjög þessum hugmyndum, ekki síst nú þegar hætta sé á að að bankar eignist skuldug kúabú og fari að ráðstafa mjólkurkvótanum úr þeim eins og örðum eignum, án auglýsinga, eins og dæmin sanni.- 30.3.2010 07:42
Slösuðust í bílveltu í Hamarsfirði Tveir erlendir ferðamenn slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar jepplingur þeirra valt í Hamarsfirði skammt frá Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Gert var að meiðslum þeirra á heilsugæslustöðinni á Höfn og gistu þeir á Höfn í nótt. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en hálka var á veginum og gekk á með snörpum vindhviðum.- 30.3.2010 07:26
Þjóðarsorg í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag vegna þeirra 38 sem fórust í sjálfsmorðssprengingum í landinu í fyrrinótt. 30.3.2010 07:00
Enn finnst fólk í hrakningum á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitarmenn á Fimmvörðuhálsi fundu enn kalda og hrakta göngumenn á slóðum eldgossins seint í gærkvöldi eftir að myrkur var skollið á. Þeir leituðu af sér allan grun um fleiri, sem þannig væri ástatt um 30.3.2010 07:00
Sóttu mann af grænlenskum togara Sjómaður á grænlenskum togara slasaðist þegar togarinn var að veiðum á milli Íslands og Grænlands síðdegis í gær. Togarinn hóf þegar siglingu á fullri ferð áleiðis til Íslands og óskaði skipstjórinn eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja hinn slasaða. TF LÍF var send til móts við togarann og var skppverjinn hífður um borð og fluttur til Reykjavíkur, þar sem þyrlan lenti um klukkan ellefu og hinn slasaði komst undir læknis hendur. Hann er ekki lífshættulega slasaður.- 30.3.2010 07:00
Braggabúar voru stimplaðir Þúsundir manna bjuggu í braggahverfum í Reykjavík í síðari heimsstyrjöld og fyrstu áratugina eftir stríð. Íbúar hverfanna sættu oft og tíðum neikvæðum viðbrögðum umhverfisins og voru stimplaðir af samfélaginu, eingöngu vegna búsetu sinnar. 30.3.2010 07:00
Ölvuð kona ók á bíl Kona ók bíl sínum utan í annan bíl í Skeifunni í Reykjavík í gærkvöldi, og reyndist hún drukkin, þegar til kom. Lögreglan tók hana í sína vörslu og færði hana í blóðpröfu og bílinn á lögreglustöðina. Annars var óvenju rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.- 30.3.2010 07:00
Aung San Suu Kyi ekki fram Lýðræðishreyfingin í Búrma ætlar ekki að bjóða fram í þingkosningum, sem herforingjastjórnin hefur boðað til síðar í ár. Hreyfingin segir greinilegt að kosningarnar verði ekki lýðræðislegar. Þetta verða fyrstu þingkosningar í landinu í tvo áratugi. Herforingjastjórnin hefur lagt ríka áherslu á að stjórnarandstæðingar gæti hófs í baráttunni. 30.3.2010 06:00
Vill stjórnarandstöðuna að borðinu Ef meirihluti ríkisstjórnarinnar á Alþingi er of veikur til að hrinda aðgerðum í framkvæmd verður að fá stjórnarandstöðuna með að samningaborðinu, ásamt stjórninni, atvinnurekendum og ASÍ, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. 30.3.2010 06:00
Sakfelldir fyrir mútuþægni Fjórir yfirmenn ástralska fyrirtækisins Rio Tinto í Kína fengu sjö til fjórtán ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og aðra spillingu, sem kínverskur dómstóll segir að hafi valdið kínverskum stáliðnaði alvarlegu tjóni. 30.3.2010 06:00
Bæta við fólki þrátt fyrir kreppuna Bandaríska fyrirtækið Sabre Holdings hefur keypt íslenska sprotafyrirtækið Calidris. Skrifað var undir pappíra í síðustu viku en tilkynnt um kaupin í gær. Kaupverð er ekki gefið upp. 30.3.2010 06:00
Langur biðlisti eftir eggjum Frumvarp sem gerir einhleypum konum með skerta frjósemi heimilt að nota gjafaegg við glasafrjóvgun bíður afgreiðslu á Alþingi. Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir í tæknifrjóvgunarstofunni Art Medica, fagnar því verði frumvarpið samþykkt. Til þess að mæta þeirri þörf sem þá myndist þurfi þó fleiri íslenskar konur að gefa egg enda er nú þegar skortur á eggjum. 30.3.2010 06:00
Ekki stendur til að mismuna fólkinu Forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hittu fulltrúa Fjölskylduhjálpar Íslands að máli í gær og fóru yfir mannréttindastefnu borgarinnar. Sérstaklega var rætt um að mismuna ekki fólki á grundvelli þjóðernis, í ljósi frétta um að Íslendingar nutu forgangs í síðustu matarúthlutun hjálparinnar. 30.3.2010 05:00
Pútín og Medvedev boða stríðsaðgerðir „Við munum halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að hvika þar til yfir lýkur,“ sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, eftir að tvær konur höfðu sprengt sig í loft upp á tveimur lestarstöðvum í Moskvu í gær. Auk árásarkvennanna létu að minnsta kosti 38 manns lífið og sextíu manns særðust. 30.3.2010 05:00
Skýrslur Bandaríkjamanna óþolandi Óþolandi og óviðeigandi er í samskiptum vinaríkja að til séu leyniskýrslur um íslenska stjórnmálamenn og ekki síður að þær séu varðveittar með þeim hætti að þær leki ítrekað í fjölmiðla. Svo segir utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, um bandarískar skýrslur sem birtust um hann, Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Albert Jónsson sendiherra á vef Wikileaks í gær. 30.3.2010 05:00
Hjálpa geðsjúkum að ná tökum á lífi sínu Samfélagsgeðteymi tekur formlega til starfa nú um mánaðamótin. Um er að ræða þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna og tilheyrir það geðsviði Landspítalans. Markmið teymisins er að minnka þörf á innlögnum og tryggja góðan stuðning og eftirfylgd. Þungamiðjan í þjónustunni er vitjanir í heimahús og að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu. Beiðnir um aðstoð eru þegar teknar að berast. 30.3.2010 04:00
Erlend bílalán gætu lækkað um 40 prósent Höfuðstóll bílalána, sem tekin voru í jenum og svissneskum frönkum síðla árs 2007, mun lækka um 36 til 38 prósent fallist eignaleigufyrirtæki á tillögur félagsmálaráðuneytisins um að færa erlend bílalán yfir í íslenskar krónur með 15 prósenta álagi á upphaflegan höfuðstól. 30.3.2010 04:00
Veitingamenn krefjast bóta Veitingamenn í nektargeiranum ætla að krefjast skaðabóta af ríkinu vegna nýrra laga sem banna nektardans. Davíð Steingrímsson, sem rekur Vegas, segir engan vafa á þessu: „Ég hef ekki brotið nein lög eða reglur og hef fjárfest og stólað á að geta rekið staðinn til 2013, þegar gildandi rekstrarleyfi rennur út.“ Nýju lögin taka gildi 1. júlí. 30.3.2010 04:00
Ísfélagið bíður eftir svörum frá Chile Enn ríkir óvissa um afgreiðslu skipasmíðastöðvarinnar ASMAR í Chile á tveimur öflugum skipum til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Stöðin stórskemmdist í jarðskjálfta 27. febrúar. Forsvarsmenn ASMAR halda því fram að þeir séu ekki bundnir af smíðasamningum skipanna þar sem fyrirsjáanlegar vanefndir á afhendingu skipanna eru til komnar vegna náttúruhamfara. 30.3.2010 03:15
Þingmenn eignist ketti Sigríður Heiðberg, sem sér um Kattholt, segir það vera erfitt að smala köttum. „Ég held að það sé nú hálferfitt. Þeir eru það sjálfstæðir að þeir láta ekki smala sér neitt," sagði Sigríður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jóhanna Sigurðardóttir sagði 29.3.2010 21:39
Svava er fundin Svava Hrönn Þórarinsdóttir, sem lögreglan á Selfossi lýsti eftir á fimmtudaginn, fannst á Akureyri í kvöld. Svava hvarf frá Götusmiðjunni í Grímsnesi fyrir tíu dögum. 29.3.2010 21:57
Hraunjaðarinn í Hrunagili á sama stað og fyrir helgi Þótt fyrstu merki sjáist nú um að kraftur eldgossins á Fimmvörðuhálsi fari þverrandi telja vísindamenn að það geti enn staðið í nokkrar vikur. Hraunfossarnir skiptast nú á um að renna ýmist niður Hrunagil eða Hvannárgil en mesta spennan er um hvort hrauneðjan muni síðan ná niður á eyrarnar í Þórsmörk. 29.3.2010 18:50
Dómar hafa fyrnst áður en afplánun gat hafist Dæmi eru um að skortur á rými í fangelsum landsins hafi valdið því að óskilorðsbundnir dómar hafi fyrnst áður en afplánun gat hafist. Ríkisendurskoðun birti skýrslu um fangelsismál í dag. Þar kemur fram að þetta geti dregið úr varnaðaráhrifum refsinga og grafið undan trausti almennings á réttarvörslukerfinu. 29.3.2010 17:10
Forsætisráðherra vakti furðu með tilteknum ummælum Forsætisráðherra vakti óneitanlega furðu ýmissa með tilteknum ummælum á flokkstjórnarfundi í gær, segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, eftir þingflokksfund sem haldinn var í dag. Hún segir hins vegar að þingmenn flokksins séu brattir og glaðbeittir og engan bilbugur sé á þeim í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. „Við erum alveg heil og óskipt hvað það varðar,“ segir Guðfríður. 29.3.2010 16:45
Svörtu ekkjurnar myrtu í Moskvu Það voru tvær svartar ekkjur sem gerðu árásirnar á háannatíma í neðanjarðarlestarkerfi Moskvuborgar eldsnemma í morgun. 29.3.2010 16:39
Segir Gerry Adams hafa fyrirskipað morð Fyrrverandi foringi í Írska lýðveldishernum segir að Gerry Adams þingmaður og forseti stjórnmálaflokksins Sinn Fein hafi fyrirskipað morðið á ekkju og tíu barna móður sem var skotin til bana í desember árið 1972. 29.3.2010 15:58
Brá þegar að hún heyrði um áform forsætisráðherra Formaður BSRB segir að sér hafi brugðið í gær þegar að hún heyrði áform forsætisráðherra um að sameina 80 ríkisstofnanir. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær sagðist Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telja raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. 29.3.2010 15:43
Þingflokkur VG fundar enn Fundur þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs stendur enn yfir. Hann hófst klukkan tvö í dag. 29.3.2010 15:19
Jóhanna þegar komin með kattasmala -myndband Orð Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra um kattasmölun hafa vakið nokkra athygli og umræðu. 29.3.2010 15:14
Hætt við að rukka fyrir garðaúrgang SORPA hefur ákveðið að fresta áður ákveðinni gjaldtöku á garðaúrgangi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins í dag. 29.3.2010 15:12
Sonur Errols Flynn fundinn? Talið er að búið sé að finna jarðneskar leifar fréttaljósmyndarans Sean Flynn, sem var sonur leikarans margfræga Errolls Flynn. 29.3.2010 14:23
Mikill verðmunur milli apóteka á lausasölulyfjum Verðmunur á lausasölulyfjum í apótekum höfuðborgarsvæðisins er allt að 50 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Neytendastofa gerði á verði nokkurra lausasölulyfja. Könnunin var gerð á tímabilinu 26. febrúar - 10. mars s.l. þar sem borið var saman verð á tíu algengum lausasölulyfjum í 31 apóteki á höfuðborgarsvæðinu. 29.3.2010 13:46
Sölvi Sveinsson ráðinn skólastjóri Landakotsskóla Stjórn Landakotsskóla hefur samið við Sölva Sveinsson, fyrrverandi skólameistara Verslunarskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um að hann taki við stöðu skólastjóra frá næsta hausti. 29.3.2010 13:39
Sinnaðist við félagana og stal bílnum þeirra Maður var handtekinn aðfaranótt laugardags fyrir að hafa stolið bifreið sem var við sumarbústað í ofanverðum Biskupstungum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi dvalið í bústaðnum ásamt fleira fólki. Honum sinnaðist við félaga sína og hélt á brott á bifreiðinni sem hafði verið skilin eftir með lykli í kveikjulásnum. 29.3.2010 13:36
Enn lýst eftir Svövu Hrönn Fyrir helgi var lýst eftir Svövu Hrönn Þórarinsdóttur 16 ára til heimilis að Engjavöllum 12 í Hafnarfirði en hún strauk frá Götusmiðjunni fyrir rúmri viku síðan. 29.3.2010 13:18
Fínt færi fyrir norðan Opið er á skíðasvæðunum fyrir Norðan þrátt fyrir að allt sé bráðnað í Bláfjöllum. Í Hlíðarfjalli er opið til klukkan sjö í kvöld og þar er rúmlega 10 gráðu frost, vindur er 4 - 5 metrar á sekúndu og dálítil snjókoma. 29.3.2010 13:14
Mál og menning meðal 12 bestu í heimi Mál og menning við Laugaveg er nefnd meðal tólf bestu bókabúða í heimi á lista sem danska blaðið Berlingske Tidende tók saman. 29.3.2010 12:56