Hjálpa geðsjúkum að ná tökum á lífi sínu 30. mars 2010 04:00 Samfélagsgeðteymið Þau eru hluti af hópnum frá vinstri: María Einisdóttir staðgengill framkvæmdastjóra geðsviðs LSH, Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliði, Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Magnús Haraldsson geðlæknir og Auður Árnadóttir sjúkraliði. Frettabladid/Stefán Samfélagsgeðteymi tekur formlega til starfa nú um mánaðamótin. Um er að ræða þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna og tilheyrir það geðsviði Landspítalans. Markmið teymisins er að minnka þörf á innlögnum og tryggja góðan stuðning og eftirfylgd. Þungamiðjan í þjónustunni er vitjanir í heimahús og að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu. Beiðnir um aðstoð eru þegar teknar að berast. „Við erum sannfærð um að þjónusta sem þessi eykur lífsgæði þeirra sem þurfa á henni að halda,“ segir Magnús Haraldsson geðlæknir, sem starfar í teyminu. „Teymið er stofnað því það er mat manna að við þurfum að efla samfélagsgeðþjónustu við þá sem þjást af alvarlegum geðröskunum og eru í tíðum innlögnum á geðdeildir, svo og aðstandendur þeirra. Teymið er viðbót við þau úrræði sem göngudeildir geðsviðs veita og við geðteymi sem fyrir eru á vegum Velferðarsviðs og Heilsugæslu. „Þetta er ekki sparnaðarúrræði þar sem verið er að veita ódýrari þjónustu fyrir dýrari, heldur er einungis verið að svara þörfinni úti í samfélaginu og breyta áherslum. Við erum enn langt á eftir öðrum þjóðum í þessu efni, sem sum hver hafa þróað þjónustu af þessu tagi í þrjátíu ár.“ Spurð hvort vissa sé fyrir því að fólk vilji að fagfólk fylgi því eftir inn á heimili þess segir Guðbjörg Sveinsdóttir teymisstjóri að langflestir vilji fá stuðning til þess að auka lífsgæði sín, getu og færni til að virka sem best í samfélaginu. „Eitt af meginhlutverkum okkar er að tengja fólkið við þann stuðning sem er fyrir hendi úti í samfélaginu, hvort sem það er hjá velferðarsviði eða frjálsum félagasamtökum og þá að sleppa hendinni af fólki. Við erum ekki að gera þetta fyrir fólkið heldur með því, og aðstoða það við að ná tökum á daglegu lífi sínu. Ég hef ekki hitt neinn sem ekki vill það. En þessa samvinnu þarf fyrst og fremst að byggja á trausti. Aðstandendum er einnig boðin aðstoð og þeir eru oft ekki síður í þörf fyrir hana.“ Þegar beiðni berst teyminu er hún tekin fyrir á fundi, að sögn Guðbjargar. Sé tekin ákvörðun um aðkomu að málinu er haft samband við þann sem sendir beiðnina og síðan heimsækir fagfólk úr teyminu þann sem á aðstoð þarf að halda. Viðkomandi er gerð grein fyrir starfseminni og boðin aðstoð.jss@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Samfélagsgeðteymi tekur formlega til starfa nú um mánaðamótin. Um er að ræða þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna og tilheyrir það geðsviði Landspítalans. Markmið teymisins er að minnka þörf á innlögnum og tryggja góðan stuðning og eftirfylgd. Þungamiðjan í þjónustunni er vitjanir í heimahús og að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu. Beiðnir um aðstoð eru þegar teknar að berast. „Við erum sannfærð um að þjónusta sem þessi eykur lífsgæði þeirra sem þurfa á henni að halda,“ segir Magnús Haraldsson geðlæknir, sem starfar í teyminu. „Teymið er stofnað því það er mat manna að við þurfum að efla samfélagsgeðþjónustu við þá sem þjást af alvarlegum geðröskunum og eru í tíðum innlögnum á geðdeildir, svo og aðstandendur þeirra. Teymið er viðbót við þau úrræði sem göngudeildir geðsviðs veita og við geðteymi sem fyrir eru á vegum Velferðarsviðs og Heilsugæslu. „Þetta er ekki sparnaðarúrræði þar sem verið er að veita ódýrari þjónustu fyrir dýrari, heldur er einungis verið að svara þörfinni úti í samfélaginu og breyta áherslum. Við erum enn langt á eftir öðrum þjóðum í þessu efni, sem sum hver hafa þróað þjónustu af þessu tagi í þrjátíu ár.“ Spurð hvort vissa sé fyrir því að fólk vilji að fagfólk fylgi því eftir inn á heimili þess segir Guðbjörg Sveinsdóttir teymisstjóri að langflestir vilji fá stuðning til þess að auka lífsgæði sín, getu og færni til að virka sem best í samfélaginu. „Eitt af meginhlutverkum okkar er að tengja fólkið við þann stuðning sem er fyrir hendi úti í samfélaginu, hvort sem það er hjá velferðarsviði eða frjálsum félagasamtökum og þá að sleppa hendinni af fólki. Við erum ekki að gera þetta fyrir fólkið heldur með því, og aðstoða það við að ná tökum á daglegu lífi sínu. Ég hef ekki hitt neinn sem ekki vill það. En þessa samvinnu þarf fyrst og fremst að byggja á trausti. Aðstandendum er einnig boðin aðstoð og þeir eru oft ekki síður í þörf fyrir hana.“ Þegar beiðni berst teyminu er hún tekin fyrir á fundi, að sögn Guðbjargar. Sé tekin ákvörðun um aðkomu að málinu er haft samband við þann sem sendir beiðnina og síðan heimsækir fagfólk úr teyminu þann sem á aðstoð þarf að halda. Viðkomandi er gerð grein fyrir starfseminni og boðin aðstoð.jss@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira