Hjálpa geðsjúkum að ná tökum á lífi sínu 30. mars 2010 04:00 Samfélagsgeðteymið Þau eru hluti af hópnum frá vinstri: María Einisdóttir staðgengill framkvæmdastjóra geðsviðs LSH, Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliði, Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Magnús Haraldsson geðlæknir og Auður Árnadóttir sjúkraliði. Frettabladid/Stefán Samfélagsgeðteymi tekur formlega til starfa nú um mánaðamótin. Um er að ræða þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna og tilheyrir það geðsviði Landspítalans. Markmið teymisins er að minnka þörf á innlögnum og tryggja góðan stuðning og eftirfylgd. Þungamiðjan í þjónustunni er vitjanir í heimahús og að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu. Beiðnir um aðstoð eru þegar teknar að berast. „Við erum sannfærð um að þjónusta sem þessi eykur lífsgæði þeirra sem þurfa á henni að halda,“ segir Magnús Haraldsson geðlæknir, sem starfar í teyminu. „Teymið er stofnað því það er mat manna að við þurfum að efla samfélagsgeðþjónustu við þá sem þjást af alvarlegum geðröskunum og eru í tíðum innlögnum á geðdeildir, svo og aðstandendur þeirra. Teymið er viðbót við þau úrræði sem göngudeildir geðsviðs veita og við geðteymi sem fyrir eru á vegum Velferðarsviðs og Heilsugæslu. „Þetta er ekki sparnaðarúrræði þar sem verið er að veita ódýrari þjónustu fyrir dýrari, heldur er einungis verið að svara þörfinni úti í samfélaginu og breyta áherslum. Við erum enn langt á eftir öðrum þjóðum í þessu efni, sem sum hver hafa þróað þjónustu af þessu tagi í þrjátíu ár.“ Spurð hvort vissa sé fyrir því að fólk vilji að fagfólk fylgi því eftir inn á heimili þess segir Guðbjörg Sveinsdóttir teymisstjóri að langflestir vilji fá stuðning til þess að auka lífsgæði sín, getu og færni til að virka sem best í samfélaginu. „Eitt af meginhlutverkum okkar er að tengja fólkið við þann stuðning sem er fyrir hendi úti í samfélaginu, hvort sem það er hjá velferðarsviði eða frjálsum félagasamtökum og þá að sleppa hendinni af fólki. Við erum ekki að gera þetta fyrir fólkið heldur með því, og aðstoða það við að ná tökum á daglegu lífi sínu. Ég hef ekki hitt neinn sem ekki vill það. En þessa samvinnu þarf fyrst og fremst að byggja á trausti. Aðstandendum er einnig boðin aðstoð og þeir eru oft ekki síður í þörf fyrir hana.“ Þegar beiðni berst teyminu er hún tekin fyrir á fundi, að sögn Guðbjargar. Sé tekin ákvörðun um aðkomu að málinu er haft samband við þann sem sendir beiðnina og síðan heimsækir fagfólk úr teyminu þann sem á aðstoð þarf að halda. Viðkomandi er gerð grein fyrir starfseminni og boðin aðstoð.jss@frettabladid.is Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Samfélagsgeðteymi tekur formlega til starfa nú um mánaðamótin. Um er að ræða þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna og tilheyrir það geðsviði Landspítalans. Markmið teymisins er að minnka þörf á innlögnum og tryggja góðan stuðning og eftirfylgd. Þungamiðjan í þjónustunni er vitjanir í heimahús og að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu. Beiðnir um aðstoð eru þegar teknar að berast. „Við erum sannfærð um að þjónusta sem þessi eykur lífsgæði þeirra sem þurfa á henni að halda,“ segir Magnús Haraldsson geðlæknir, sem starfar í teyminu. „Teymið er stofnað því það er mat manna að við þurfum að efla samfélagsgeðþjónustu við þá sem þjást af alvarlegum geðröskunum og eru í tíðum innlögnum á geðdeildir, svo og aðstandendur þeirra. Teymið er viðbót við þau úrræði sem göngudeildir geðsviðs veita og við geðteymi sem fyrir eru á vegum Velferðarsviðs og Heilsugæslu. „Þetta er ekki sparnaðarúrræði þar sem verið er að veita ódýrari þjónustu fyrir dýrari, heldur er einungis verið að svara þörfinni úti í samfélaginu og breyta áherslum. Við erum enn langt á eftir öðrum þjóðum í þessu efni, sem sum hver hafa þróað þjónustu af þessu tagi í þrjátíu ár.“ Spurð hvort vissa sé fyrir því að fólk vilji að fagfólk fylgi því eftir inn á heimili þess segir Guðbjörg Sveinsdóttir teymisstjóri að langflestir vilji fá stuðning til þess að auka lífsgæði sín, getu og færni til að virka sem best í samfélaginu. „Eitt af meginhlutverkum okkar er að tengja fólkið við þann stuðning sem er fyrir hendi úti í samfélaginu, hvort sem það er hjá velferðarsviði eða frjálsum félagasamtökum og þá að sleppa hendinni af fólki. Við erum ekki að gera þetta fyrir fólkið heldur með því, og aðstoða það við að ná tökum á daglegu lífi sínu. Ég hef ekki hitt neinn sem ekki vill það. En þessa samvinnu þarf fyrst og fremst að byggja á trausti. Aðstandendum er einnig boðin aðstoð og þeir eru oft ekki síður í þörf fyrir hana.“ Þegar beiðni berst teyminu er hún tekin fyrir á fundi, að sögn Guðbjargar. Sé tekin ákvörðun um aðkomu að málinu er haft samband við þann sem sendir beiðnina og síðan heimsækir fagfólk úr teyminu þann sem á aðstoð þarf að halda. Viðkomandi er gerð grein fyrir starfseminni og boðin aðstoð.jss@frettabladid.is
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira