Erlent

Bretar og Hollendingar ætla að gera Íslendingum nýtt tilboð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórn og stjórnarandstaða hafa fundað stíft um Icesave að undanförnu. Mynd/ Anton.
Stjórn og stjórnarandstaða hafa fundað stíft um Icesave að undanförnu. Mynd/ Anton.
Bretar og Hollendingar ætla að gera Íslendingum nýtt tilboð vegna Icesave reikninganna, eftir því sem Reuters hefur eftir heimildarmanni úr breska fjármálaráðuneytinu.

„Við viljum ná sanngjarnri lausn en samt tryggja að skattgreiðendur fái peningana sína til baka," hefur Reuters eftir heimildarmanninum. Heimildarmaðurinn sagði að tilboðið myndi berast fljótlega og fela í sér breytilega vexti.

Heimildarmaður sem þekkir til í Amsterdam hafði einnig sagt að Hollendingar og Bretar ynnu að tilboði til Íslendinga þannig að koma mætti í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Tilboðið myndi fela í sér að Bretar og Hollendingar fengu allan höfuðstól lánsins greiddan til baka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×