Erlent

Sjötta moskan skemmd á árinu

Spellvirkjar unnu skemmdarverk á mosku í bænum Sorgues í Frakklandi um helgina. Þeir skrifuðu rasískar svívirðingar á veggi moskunnar. Þetta er sjötta moskan í Frakklandi sem skemmdarverk hafa verið unnin á það sem af er ári.

Mouhammed Moussaoui, talsmaður múslímaráðs Frakklands, segir múslíma í Frakklandi velta fyrir sér hver raunverulegur tilgangur skemmdarverkanna sé. Hann segir ráðið hafa ítrekað óskað þess að franska þingið geri úttekt á andúð í garð múslíma í Frakklandi, en talað fyrir daufum eyrum. - ng




Fleiri fréttir

Sjá meira


×