Erlent

Átta fengu að fara heim

Laus úr prísund Hluti trúboðahópsins kominn heim til Bandaríkjanna.fréttablaðið/AP
Laus úr prísund Hluti trúboðahópsins kominn heim til Bandaríkjanna.fréttablaðið/AP

Átta bandarískir trúboðar voru látnir lausir úr fangelsi á Haíti í vikunni og komu heim til Bandaríkjanna á fimmtudag. Tveir aðrir eru þó enn í haldi á Haítí og fyrrverandi lögmaður hópsins er eftirlýstur í Bandaríkjunum og víðar.

Trúboðarnir tíu voru handteknir í lok síðasta mánaðar þegar þeir reyndu að komast með 33 börn úr landi yfir til Dóminíska lýðveldisins, þar sem þau sögðust ætla að setja börnin á heimili fyrir munaðarleysingja.

Lögreglan á Haítí hyggst ræða frekar við Lauru Silsby, leiðtoga hópsins, og Charisu Coulter, fyrrverandi fóstru Silsby. Þær höfðu báðar komið til Haítí áður til að kanna hvort hægt væri að fá börn þar til ættleiðingar.

Lögmaðurinn Jorge Puello, sem er eftirlýstur, bauð sig fram til að aðstoða trúboðana eftir að þeir voru handteknir. Puello var ákærður árið 2003 fyrir aðild að smygli á ólöglegum innflytjendum til Bandaríkjanna. Hann flúði þá til Kanada og segist vera saklaus.

Hann er einnig eftirlýstur í El Salvador fyrir smygl á fólki og fékk dóm árið 1999 fyrir þjófnað.

Trúboðarnir höfðu ekki fengið tilskilda papp­íra hjá stjórnvöldum á Haítí áður en þeir reyndu að fara með börnin úr landi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×