Erlent

Nýja stjórnin lofar lýðræði

Goukoye Abdoulkarim Talsmaður byltingarstjórnarinnar.Nordicphotos/AFP
Goukoye Abdoulkarim Talsmaður byltingarstjórnarinnar.Nordicphotos/AFP

Bráðabirgðastjórn herforingja í Níger, sem tóku völdin í landinu á fimmtudag, lofar því að koma á lýðræði og frjálsum kosningum.

Salou Djibo, liðsforingi í hernum, var sagður leiðtogi stjórnarinnar, en ekkert var vitað um hvar Mamadou Tandja forseti væri niður kominn.

Afríkubandalagið fordæmdi í gær stjórnarbyltinguna og krafðist þess að lýðræðislegri stjórnskipan verði komið á tafarlaust. Bandalagið sagðist ekki sjá neina ástæðu til að styðja þessa byltingu frekar en byltingu Tandjas forseta á sínum tíma.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×