Erlent

Hamas ásakar Fatah og öfugt

Hinn myrti
Hinn myrti

Hamashreyfing Palestínumanna á Gasasvæðinu fullyrti í gær að tveir Palestínumenn, sem tóku þátt í morðinu á háttsettum Hamasliða í Dúbaí í síðasta mánuði, hafi verið fyrrverandi yfirmenn í Fatah-samtökunum.

Talsmaður Fatah sagði ekkert hæft í þessu, en gaf í skyn að Palestínumennirnir tveir hafi hugsanlega verið liðsmenn Hamas.

Hamas og Fatah eru tvær helstu hreyfingar Palestínumanna, en átök þeirra urðu til þess að Hamashreyfingin hefur einangrast á Gasasvæðinu en Fatah fer með völd á Vesturbakkanum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×