Erlent

Blaðamenn hunsa Tiger Woods

Óli Tynes skrifar
Tiger og Elín Nordgren.
Tiger og Elín Nordgren.

Samtök bandarískra golfblaðamanna hafa ákveðið að mæta ekki á fund sem Tiger Woods hefur boðað til í dag til þess að ræða sín mál.

Meðal annars ætlar hann að biðjast opinberlega afsökunar á kvennamálum sínum, þar sem hann hafi brugðist bæði fjölskyldu sinni og aðdáendum.

Þetta verður ekki hefðbundinn blaðamannafundur. Tiger ætlar að ræða þar sín mál við góða vini og sérvaldir vinsamlegir blaðamenn mega hlusta á.

Þeir fá hinsvegar ekki að bera fram neinar spurningar. Þetta þykir samtökum golfblaðamanna óþolandi og ákváðu að mæta ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×