Fleiri fréttir Ríflega 1200 hafa kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Rúmlega 1200 manns höfðu kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ skömmu eftir klukkan fjögur í dag, að sögn Þórólfs Halldórssonar formanns kjörnefndar. Þar af 125 manns utan kjörfundar. 27.2.2010 16:20 Þriggja bíla árekstur - einn fluttur á slysadeild Þriggja bíla árekstur varð á þriðja tímanum í dag á gatnamótum Bústaðavegar og Háleitisbrautar. Einn var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað hvort meiðsl hans hafi verið alvarleg. 27.2.2010 16:06 Slæmt veðurútlit á Hellisheiði Vegna slæms veðurútlits á Hellisheiði og Þrengslum næstu klukkutíma biður Vegagerðin vegfarendur um að leita sér upplýsinga áður en lagt er af stað. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðurlandi en hálka og skafrenningur á Hellisheiði og snjóþekja og snjókoma í Þrengslum. 27.2.2010 15:46 Háskólarnir einn lykill að lausn efnahagsvandans Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við brautskráningu nærri 500 kandídata í dag að háskólarnir væru einn lykill að lausn efnahagsvanda Íslands. 478 kandídatar voru brautskráðir frá skólanum í dag en athöfnin fór fram í Háskólabíói. Kandídatar voru brautskráðir af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands með 482 prófgráður. 27.2.2010 15:39 Allt að 25 Íslendingar í Chile Ábendingar hafa borist til utanríkisráðuneytisins um allt að 25 Íslendinga í Chile en geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Sjö Íslendinganna hafa náð að láta vita af sér en engar fregnir hafa borist af hinum 18, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingarfulltrúa ráðuneytisins. 27.2.2010 14:59 Tæplega 500 hafa kosið í Kópavogi Tæplega 500 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi klukkan tvö. Þrír takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu. „Það hefur verið jöfn og þétt þátttaka," segir Haukur Ingibergsson, formaður kjörstjórnar. Hann segir að fyrstu tölur verði lesnar skömmu eftir að kjörfundi lýkur klukkan 18. 27.2.2010 14:14 Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27.2.2010 13:49 Listi Grindvíkinga stofnaður Nýtt framboð Lista Grindvíkinga var formlega stofnað á dögunum og mætti fjöldi fólks til fundarins. Að fundinum stóð breiður hópur fólks sem hefur áhuga á að gera Grindavík að betri bæ fyrir bæjarbúa á komandi árum og viðhafa heiðarleg og opinská vinnubrögð, að fram kemur í tilkynningu frá félaginu. 27.2.2010 12:54 Útilokað að leysa deiluna á viku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir útilokað að hægt verði leysa Icesave deiluna áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram eftir viku. 27.2.2010 12:40 Tvær umferðir tefldar á Reykjavíkurskákmótinu í dag Tvær umferðir verða tefldar á Reykjavíkurskákmótinu í dag. Sú fyrri, hófst klukkan níu í morgun, en sú síðari hefst klukkan hálf fjögur en teflt er í Ráðhúsi Reykjavíkur. 27.2.2010 12:25 Líklegt að Ísland einangrist Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, óttast að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave geti orðið hálfgerð markleysa þar sem fyrir liggur mun betra tilboð frá Bretum og Hollendingum. Breska dagblaðið The Times telur líklegt að Ísland einangrist á Alþjóðavettvangi náist ekki að leysa deiluna. 27.2.2010 12:22 Tala látinna fer hækkandi í Chile Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. 27.2.2010 12:16 Enn á gjörgæsludeild Maðurinn sem slasaðist þegar hann ók á brúarstólpa við Svínavatn í Austur-Húnvatnssýslu í gærkvöldi er enn á gjörgæsludeild. Líðan hans er hinsvegar sögð eftir atvikum góð og hann er ekki í öndunarvél. 27.2.2010 12:04 Kallar samkomulagið stólpípusamning Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kallar Icesave samkomulagið sem gert var í fyrrasumar stólpípusamning. Í pistli á Pressunni hvetur hún landsmenn til að hafna lögunum sem samþykkt voru í lok síðasta árs. 27.2.2010 11:49 Ný forysta kosin - yfirlýsingar að vænta frá Guðjóni Landsþing Frjálslynda flokksins fer fram um miðjan næsta mánuð. Þar verður ný forysta flokksins kjörin. Yfirlýsingar er að vænta frá Guðjóni Arnari Kristjánssyni um hvort hann muni sækjast áfram eftir formannssætinu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum. 27.2.2010 11:31 Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27.2.2010 11:00 Tveir af fréttastofu Stöðvar 2 tilnefndir Tveir fréttamenn á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru tilnefndir til Blaðmannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir árið 2009. Guðný Helga Herbertsdóttir er tilnefnd í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins og Lóa Pind Aldísardóttir fyrir bestu umfjöllun ársins. 27.2.2010 10:37 Ekki boðað til nýrra viðræðna Ekki hefur verið boðað til nýrra viðræðna við Breta og Hollendinga vegna Icesave málsins. Hluti íslensku samninganefndarinnar kom til landsins í gær og fundaði með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Bretar og Hollendingar vildu ekki fallast á gagntilboð Íslendinga sem fól í sér lægri vaxtakostnað og þriggja ára vaxtafrí. 27.2.2010 10:16 Átta prófkjör í dag Átta prófkjör fara fram á landinu í dag vegna komandi bæjar- og sveitarstjórnarkosninga. Á Ísafirði efnir Í-listinn til prófkjörs, en hann er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra og óháðra. Samfylkingin efnir einnig til prófkjörs í Reykjanesbæ. 27.2.2010 10:12 Stjórnin felli Icesave lögin úr gildi Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, leggur til í grein í Fréttablaðinu í dag að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi að fella Icesave lögin úr gildi og hætti þannig við þjóðaratkvæðagreiðsluna. 27.2.2010 10:09 Víða þungfært Vegasamband við Vestfirðir eru að mestu lokað frá öðrum landshlutum vegna ófærðar og ekki stendur til að ryðja í dag á vegum norðan Búðardals, hvorki vestur Barðastrandarsýslu né norður á Strandir. Svínadalurinn er þungfær og ófært er í Reykhólasveit og á Þröskuldum, nýja veginum sem átti að bæta samgöngur til Vestfjarða. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi og á Ströndum en Steingrímsfjarðarheiði er þungfær. 27.2.2010 10:05 Steingrímur var kominn á fætur Vakningalest samtakanna Nýs Íslands, á sex eða sjö bílum, mætti klukkan níu í morgun að heimili Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, í Seljahverfi í Breiðholti í því skyni að vekja hann upp. Steingrímur var hins vegar vaknaður og kom til dyranna fullklæddur enda sagðist hann vera á leiðinni norður í land. 27.2.2010 09:55 Skíðavæði opin Hlíðarfjall er opið í dag frá tíu til fjögur. Veðrið þar er gott, logn og fimm stiga frost. Meira en nóg af snjó og allar lyftur opnar. Einnig er opið á skíðasvæðinu á Dalvík og í Tindastól í Skagafirði. Gott færi er á öllum svæðunum. 27.2.2010 09:53 Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27.2.2010 09:42 Róleg nótt hjá lögreglu Nóttin virðist víðast hvar hafa verið róleg hjá lögreglumönnum. Talsvert var um að fólk væri að festa bifreiðar sínar í snjónum og þurfti að kalla eftir aðstoð. 27.2.2010 09:41 Árekstur á Öxnadalsheiði Tvö umferðarslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi og nótt. Fyrra óhappið varð klukkan ellefu þegar tveir bílar lentu saman á veginum um Öxnadalsheiði. Skammt frá í Hörgárdal varð annað slys klukkan fimm í nótt en þá varð einnig tveggja bíla árekstur. Engin slys urðu á fólk, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Rekja má bæði óhöppin til slæms skyggnis og mikillar ofankomu. 27.2.2010 09:29 Eftirlitið lítið og vanmáttugt Ein af orsökum íslenska efnahagshrunsins var sú hve eftirlitskerfið á fjármálamarkaði byggðist á mörgum litlum stofnunum. Þetta hindraði markvissa upplýsingamiðlun og leiddi til skaðlegra tafa á ákvörðunum 27.2.2010 09:00 Jóhanna vongóð um að betri lausn náist „Ég lít alls ekki svo á að það hafi slitnað upp úr viðræðunum. Málið er erfitt en ég tel að það séu tækifæri í stöðunni. Markmiðið er að ná árangri og ég hef fulla trú á að það takist.“ 27.2.2010 09:00 Evrópubúar sækja í flugnám hjá Keili Tafir hafa orðið á því að þjálfun kínverskra atvinnuflugmanna hefjist í flugskóla Keilis í Reykjanesbæ. Samkvæmt skýrslu sem Capacent vann fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar nýlega átti verkefnið að hefjast í janúar og skapa tólf störf á árinu. Af því varð ekki. Nú er ho 27.2.2010 08:00 Breytt afstaða til fólksbílsins Samgöngur eru lykilatriði í borgum, segir Terry Moore sem rannsakað hefur samband samgangna og landnýtingar. Eins og hann bendir á, og er kannski augljóst, er það eitt fyrsta sem huga þarf að er nýtt hverfi er 27.2.2010 07:00 Vinstrisinnar reknir af þingi Nærri öllum þingmönnum Vinstriflokksins í Þýskalandi var vísað úr þingsal í gær við upphaf umræðna um framhald á þátttöku þýska hersins í hernaði Natóríkjanna í Afganistan. 27.2.2010 06:00 Styrkti á rangan hátt Kópavogsbær kann að hafa farið á skjön við lög þegar hann veitti ekki bein fjárframlög til Sjálfstæðisflokksins árið 2008, heldur keypti auglýsingar í málgögnum flokksins. 27.2.2010 06:00 Vilja aftengja stjórnmál og fjársterka aðila Fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar taka ekki undir tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að framlög til að borga sérfræðiaðstoð fyrir flokkana í borgarstjórn verði lækkuð um 15 milljónir króna. 27.2.2010 06:00 Unnið að lausn tannréttingadeilu Kristín Heimisdóttir, formaður Tannréttingafélags Íslands, er bjartsýn á að deilur tannréttingasérfræðinga og yfirvalda leysist á næstunni. Kristín segir tannréttingasérfræðinga hafi lagt til lausn sem liggi á borði ráðherra. Fulltrúar tannréttingalækna munu funda með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis næsta mánudag. 27.2.2010 05:00 Telur spilavíti spilla heilsufari Heilbrigðisráðuneytið leggst alfarið gegn því að heimilað verði að opna spilavíti hér á landi. Þetta segir í umsögn ráðuneytisins um málið sem skilað var til iðnaðarráðuneytisins í síðustu viku. 27.2.2010 05:00 Vilja endurbyggja gamlan sjómannaspítala sem hótel Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð, í samstarfi við Minjavernd og fleiri aðila, hafa í hyggju að flytja rúmlega aldargamlan franskan sjómannaspítala frá 27.2.2010 04:00 Bucheit: Enginn ætti að hagnast á Icesave málinu Það var ágreiningur um vaxtakjör sem leiddi til þess að upp úr Icesave viðræðum slitnaði í vikunni, segir Lee Buchheit, formaður samninganefndar Íslands, í samtali við vef Telegraph í kvöld. Hann segir að enginn aðili deilunnar ætti að láta sér detta það til hugar að þeir muni hagnast á henni. 26.2.2010 23:15 Um 70 björgunarsveitamenn leituðu stúlku Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um klukkan hálftíu í kvöld til leitar að ungri stúlku sem saknað var í Reykjavík. Rúmlega 70 26.2.2010 22:46 Íslendingar saka Ástrala um að svíkja hvalveiðiþjóðir Íslendingar saka Ástrala um svik við hvalveiðiþjóðir innan Alþjóðahvalveiðiráðsins með því að leggja fram gagntillögu um hvalveiðar, fullyrðir ástralska blaðið The Australian. 26.2.2010 22:00 Jarðskjálfti upp á 7,3 skók Japan Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók strendur Japans í Kyrrahafinu, eftir því sem fullyrt er á fréttavef bresku Sky fréttastöðvarinnar. Engar fréttir hafa borist enn af mannfalli eða skemmdum. 26.2.2010 21:08 Viðbúnir gosi í Eyjafjallajökli Almannavarnir og sérfræðingar á Veðurstofu Íslands og við Háskólann fylgjast grannt með skjálftavirkni við Eyjafjallajökul þessa dagana. Töluverð skjálftavirkni hefur verið í jöklinum upp á síðkastið og má í raun rekja hana allt til áramóta. 26.2.2010 20:00 Pétur Jóhann er sjónvarpsmaður ársins Pétur Jóhann Sigfússon var valinn sjónvarpsmaður ársins af hlustendum Bylgjunnar. 26.2.2010 20:36 Háhyrningar verða aftur til sýnis í Seaworld á morgun Háhyrningasýningar munu hefjast aftur í SeaWorld sædýrasafninu í Orlando á morgun. Dýraþjálfarar munu ekki fara ofan í vatnið til háhyrninganna eftir að háhyrningur í safninu banaði einum þjálfara í gær. 26.2.2010 20:19 Biðjast afsökunar á endurbirtingum á myndum af Múhameð Danska blaðið Politiken hefur beðist afsökunar á því að hafa birt myndir af spámanninum Múhameð árið 2008. Politiken segir að með afsökuninni vilji blaðið friðmælast við múslima í Mið-Austurlöndum og Ástralíu. Önnur dönsk dagblöð hafa gagnrýnt Politiken fyrir afsökunarbeiðnina, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. 26.2.2010 21:29 Segir afstöðu Vinstri grænna það sorglegasta á ferlinum Virkjana á Hengilssvæðinu gætu beðið sömu örlög og virkjana í neðri Þjórsá, en í forystusveit Vinstri grænna er fullyrt að skipulagsferli þeirra sé ólöglegt. Bæjarstjóri Ölfuss segir afstöðu Vinstri grænna það sorglegasta sem hann hafi orðið vitni að á ferlinum. 26.2.2010 18:52 Sjá næstu 50 fréttir
Ríflega 1200 hafa kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Rúmlega 1200 manns höfðu kosið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ skömmu eftir klukkan fjögur í dag, að sögn Þórólfs Halldórssonar formanns kjörnefndar. Þar af 125 manns utan kjörfundar. 27.2.2010 16:20
Þriggja bíla árekstur - einn fluttur á slysadeild Þriggja bíla árekstur varð á þriðja tímanum í dag á gatnamótum Bústaðavegar og Háleitisbrautar. Einn var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað hvort meiðsl hans hafi verið alvarleg. 27.2.2010 16:06
Slæmt veðurútlit á Hellisheiði Vegna slæms veðurútlits á Hellisheiði og Þrengslum næstu klukkutíma biður Vegagerðin vegfarendur um að leita sér upplýsinga áður en lagt er af stað. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðurlandi en hálka og skafrenningur á Hellisheiði og snjóþekja og snjókoma í Þrengslum. 27.2.2010 15:46
Háskólarnir einn lykill að lausn efnahagsvandans Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við brautskráningu nærri 500 kandídata í dag að háskólarnir væru einn lykill að lausn efnahagsvanda Íslands. 478 kandídatar voru brautskráðir frá skólanum í dag en athöfnin fór fram í Háskólabíói. Kandídatar voru brautskráðir af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands með 482 prófgráður. 27.2.2010 15:39
Allt að 25 Íslendingar í Chile Ábendingar hafa borist til utanríkisráðuneytisins um allt að 25 Íslendinga í Chile en geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Sjö Íslendinganna hafa náð að láta vita af sér en engar fregnir hafa borist af hinum 18, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingarfulltrúa ráðuneytisins. 27.2.2010 14:59
Tæplega 500 hafa kosið í Kópavogi Tæplega 500 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi klukkan tvö. Þrír takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu. „Það hefur verið jöfn og þétt þátttaka," segir Haukur Ingibergsson, formaður kjörstjórnar. Hann segir að fyrstu tölur verði lesnar skömmu eftir að kjörfundi lýkur klukkan 18. 27.2.2010 14:14
Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27.2.2010 13:49
Listi Grindvíkinga stofnaður Nýtt framboð Lista Grindvíkinga var formlega stofnað á dögunum og mætti fjöldi fólks til fundarins. Að fundinum stóð breiður hópur fólks sem hefur áhuga á að gera Grindavík að betri bæ fyrir bæjarbúa á komandi árum og viðhafa heiðarleg og opinská vinnubrögð, að fram kemur í tilkynningu frá félaginu. 27.2.2010 12:54
Útilokað að leysa deiluna á viku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir útilokað að hægt verði leysa Icesave deiluna áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram eftir viku. 27.2.2010 12:40
Tvær umferðir tefldar á Reykjavíkurskákmótinu í dag Tvær umferðir verða tefldar á Reykjavíkurskákmótinu í dag. Sú fyrri, hófst klukkan níu í morgun, en sú síðari hefst klukkan hálf fjögur en teflt er í Ráðhúsi Reykjavíkur. 27.2.2010 12:25
Líklegt að Ísland einangrist Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, óttast að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave geti orðið hálfgerð markleysa þar sem fyrir liggur mun betra tilboð frá Bretum og Hollendingum. Breska dagblaðið The Times telur líklegt að Ísland einangrist á Alþjóðavettvangi náist ekki að leysa deiluna. 27.2.2010 12:22
Tala látinna fer hækkandi í Chile Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Chile í morgun fer hækkandi og segja nýjustu tölur að rúmlega sextíu hafi farist. Skjálftinn var átta komma átta á Richter. Utanríkisráðuneytið hefur upplýsingar um að minnsta kosti fjóra Íslendinga í landinu. Engar fréttir hafa borist af þeim í morgun. 27.2.2010 12:16
Enn á gjörgæsludeild Maðurinn sem slasaðist þegar hann ók á brúarstólpa við Svínavatn í Austur-Húnvatnssýslu í gærkvöldi er enn á gjörgæsludeild. Líðan hans er hinsvegar sögð eftir atvikum góð og hann er ekki í öndunarvél. 27.2.2010 12:04
Kallar samkomulagið stólpípusamning Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kallar Icesave samkomulagið sem gert var í fyrrasumar stólpípusamning. Í pistli á Pressunni hvetur hún landsmenn til að hafna lögunum sem samþykkt voru í lok síðasta árs. 27.2.2010 11:49
Ný forysta kosin - yfirlýsingar að vænta frá Guðjóni Landsþing Frjálslynda flokksins fer fram um miðjan næsta mánuð. Þar verður ný forysta flokksins kjörin. Yfirlýsingar er að vænta frá Guðjóni Arnari Kristjánssyni um hvort hann muni sækjast áfram eftir formannssætinu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum. 27.2.2010 11:31
Íslendingar í Chile Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um fjóra Íslendinga í Chile þar á meðal á vegum Landhelgisgæslunnar. Öflugur jarðskjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið í morgun. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir hafi verið á skjálftasvæðinu. 27.2.2010 11:00
Tveir af fréttastofu Stöðvar 2 tilnefndir Tveir fréttamenn á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru tilnefndir til Blaðmannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir árið 2009. Guðný Helga Herbertsdóttir er tilnefnd í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins og Lóa Pind Aldísardóttir fyrir bestu umfjöllun ársins. 27.2.2010 10:37
Ekki boðað til nýrra viðræðna Ekki hefur verið boðað til nýrra viðræðna við Breta og Hollendinga vegna Icesave málsins. Hluti íslensku samninganefndarinnar kom til landsins í gær og fundaði með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Bretar og Hollendingar vildu ekki fallast á gagntilboð Íslendinga sem fól í sér lægri vaxtakostnað og þriggja ára vaxtafrí. 27.2.2010 10:16
Átta prófkjör í dag Átta prófkjör fara fram á landinu í dag vegna komandi bæjar- og sveitarstjórnarkosninga. Á Ísafirði efnir Í-listinn til prófkjörs, en hann er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra og óháðra. Samfylkingin efnir einnig til prófkjörs í Reykjanesbæ. 27.2.2010 10:12
Stjórnin felli Icesave lögin úr gildi Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, leggur til í grein í Fréttablaðinu í dag að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi að fella Icesave lögin úr gildi og hætti þannig við þjóðaratkvæðagreiðsluna. 27.2.2010 10:09
Víða þungfært Vegasamband við Vestfirðir eru að mestu lokað frá öðrum landshlutum vegna ófærðar og ekki stendur til að ryðja í dag á vegum norðan Búðardals, hvorki vestur Barðastrandarsýslu né norður á Strandir. Svínadalurinn er þungfær og ófært er í Reykhólasveit og á Þröskuldum, nýja veginum sem átti að bæta samgöngur til Vestfjarða. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi og á Ströndum en Steingrímsfjarðarheiði er þungfær. 27.2.2010 10:05
Steingrímur var kominn á fætur Vakningalest samtakanna Nýs Íslands, á sex eða sjö bílum, mætti klukkan níu í morgun að heimili Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, í Seljahverfi í Breiðholti í því skyni að vekja hann upp. Steingrímur var hins vegar vaknaður og kom til dyranna fullklæddur enda sagðist hann vera á leiðinni norður í land. 27.2.2010 09:55
Skíðavæði opin Hlíðarfjall er opið í dag frá tíu til fjögur. Veðrið þar er gott, logn og fimm stiga frost. Meira en nóg af snjó og allar lyftur opnar. Einnig er opið á skíðasvæðinu á Dalvík og í Tindastól í Skagafirði. Gott færi er á öllum svæðunum. 27.2.2010 09:53
Öflugur jarðskjálfti í Chile Talið er að minnsta kost sex hafi látist og fleiri slasast í öflugum jarðskjálfta upp á 8,8 á Richter sem skók Chile í Suður Ameríku í morgun. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur riðið yfir landið í 25 ár. Óttast er að fleiri hafi látist og slasast en tölur um það eru á reiki. 27.2.2010 09:42
Róleg nótt hjá lögreglu Nóttin virðist víðast hvar hafa verið róleg hjá lögreglumönnum. Talsvert var um að fólk væri að festa bifreiðar sínar í snjónum og þurfti að kalla eftir aðstoð. 27.2.2010 09:41
Árekstur á Öxnadalsheiði Tvö umferðarslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi og nótt. Fyrra óhappið varð klukkan ellefu þegar tveir bílar lentu saman á veginum um Öxnadalsheiði. Skammt frá í Hörgárdal varð annað slys klukkan fimm í nótt en þá varð einnig tveggja bíla árekstur. Engin slys urðu á fólk, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Rekja má bæði óhöppin til slæms skyggnis og mikillar ofankomu. 27.2.2010 09:29
Eftirlitið lítið og vanmáttugt Ein af orsökum íslenska efnahagshrunsins var sú hve eftirlitskerfið á fjármálamarkaði byggðist á mörgum litlum stofnunum. Þetta hindraði markvissa upplýsingamiðlun og leiddi til skaðlegra tafa á ákvörðunum 27.2.2010 09:00
Jóhanna vongóð um að betri lausn náist „Ég lít alls ekki svo á að það hafi slitnað upp úr viðræðunum. Málið er erfitt en ég tel að það séu tækifæri í stöðunni. Markmiðið er að ná árangri og ég hef fulla trú á að það takist.“ 27.2.2010 09:00
Evrópubúar sækja í flugnám hjá Keili Tafir hafa orðið á því að þjálfun kínverskra atvinnuflugmanna hefjist í flugskóla Keilis í Reykjanesbæ. Samkvæmt skýrslu sem Capacent vann fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar nýlega átti verkefnið að hefjast í janúar og skapa tólf störf á árinu. Af því varð ekki. Nú er ho 27.2.2010 08:00
Breytt afstaða til fólksbílsins Samgöngur eru lykilatriði í borgum, segir Terry Moore sem rannsakað hefur samband samgangna og landnýtingar. Eins og hann bendir á, og er kannski augljóst, er það eitt fyrsta sem huga þarf að er nýtt hverfi er 27.2.2010 07:00
Vinstrisinnar reknir af þingi Nærri öllum þingmönnum Vinstriflokksins í Þýskalandi var vísað úr þingsal í gær við upphaf umræðna um framhald á þátttöku þýska hersins í hernaði Natóríkjanna í Afganistan. 27.2.2010 06:00
Styrkti á rangan hátt Kópavogsbær kann að hafa farið á skjön við lög þegar hann veitti ekki bein fjárframlög til Sjálfstæðisflokksins árið 2008, heldur keypti auglýsingar í málgögnum flokksins. 27.2.2010 06:00
Vilja aftengja stjórnmál og fjársterka aðila Fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar taka ekki undir tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að framlög til að borga sérfræðiaðstoð fyrir flokkana í borgarstjórn verði lækkuð um 15 milljónir króna. 27.2.2010 06:00
Unnið að lausn tannréttingadeilu Kristín Heimisdóttir, formaður Tannréttingafélags Íslands, er bjartsýn á að deilur tannréttingasérfræðinga og yfirvalda leysist á næstunni. Kristín segir tannréttingasérfræðinga hafi lagt til lausn sem liggi á borði ráðherra. Fulltrúar tannréttingalækna munu funda með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis næsta mánudag. 27.2.2010 05:00
Telur spilavíti spilla heilsufari Heilbrigðisráðuneytið leggst alfarið gegn því að heimilað verði að opna spilavíti hér á landi. Þetta segir í umsögn ráðuneytisins um málið sem skilað var til iðnaðarráðuneytisins í síðustu viku. 27.2.2010 05:00
Vilja endurbyggja gamlan sjómannaspítala sem hótel Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð, í samstarfi við Minjavernd og fleiri aðila, hafa í hyggju að flytja rúmlega aldargamlan franskan sjómannaspítala frá 27.2.2010 04:00
Bucheit: Enginn ætti að hagnast á Icesave málinu Það var ágreiningur um vaxtakjör sem leiddi til þess að upp úr Icesave viðræðum slitnaði í vikunni, segir Lee Buchheit, formaður samninganefndar Íslands, í samtali við vef Telegraph í kvöld. Hann segir að enginn aðili deilunnar ætti að láta sér detta það til hugar að þeir muni hagnast á henni. 26.2.2010 23:15
Um 70 björgunarsveitamenn leituðu stúlku Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um klukkan hálftíu í kvöld til leitar að ungri stúlku sem saknað var í Reykjavík. Rúmlega 70 26.2.2010 22:46
Íslendingar saka Ástrala um að svíkja hvalveiðiþjóðir Íslendingar saka Ástrala um svik við hvalveiðiþjóðir innan Alþjóðahvalveiðiráðsins með því að leggja fram gagntillögu um hvalveiðar, fullyrðir ástralska blaðið The Australian. 26.2.2010 22:00
Jarðskjálfti upp á 7,3 skók Japan Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók strendur Japans í Kyrrahafinu, eftir því sem fullyrt er á fréttavef bresku Sky fréttastöðvarinnar. Engar fréttir hafa borist enn af mannfalli eða skemmdum. 26.2.2010 21:08
Viðbúnir gosi í Eyjafjallajökli Almannavarnir og sérfræðingar á Veðurstofu Íslands og við Háskólann fylgjast grannt með skjálftavirkni við Eyjafjallajökul þessa dagana. Töluverð skjálftavirkni hefur verið í jöklinum upp á síðkastið og má í raun rekja hana allt til áramóta. 26.2.2010 20:00
Pétur Jóhann er sjónvarpsmaður ársins Pétur Jóhann Sigfússon var valinn sjónvarpsmaður ársins af hlustendum Bylgjunnar. 26.2.2010 20:36
Háhyrningar verða aftur til sýnis í Seaworld á morgun Háhyrningasýningar munu hefjast aftur í SeaWorld sædýrasafninu í Orlando á morgun. Dýraþjálfarar munu ekki fara ofan í vatnið til háhyrninganna eftir að háhyrningur í safninu banaði einum þjálfara í gær. 26.2.2010 20:19
Biðjast afsökunar á endurbirtingum á myndum af Múhameð Danska blaðið Politiken hefur beðist afsökunar á því að hafa birt myndir af spámanninum Múhameð árið 2008. Politiken segir að með afsökuninni vilji blaðið friðmælast við múslima í Mið-Austurlöndum og Ástralíu. Önnur dönsk dagblöð hafa gagnrýnt Politiken fyrir afsökunarbeiðnina, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. 26.2.2010 21:29
Segir afstöðu Vinstri grænna það sorglegasta á ferlinum Virkjana á Hengilssvæðinu gætu beðið sömu örlög og virkjana í neðri Þjórsá, en í forystusveit Vinstri grænna er fullyrt að skipulagsferli þeirra sé ólöglegt. Bæjarstjóri Ölfuss segir afstöðu Vinstri grænna það sorglegasta sem hann hafi orðið vitni að á ferlinum. 26.2.2010 18:52