Fleiri fréttir

Kristín sjálfkjörin rektor HÍ

Kristín Ingólfsdóttir er sjálfkjörin í embætti rektors HÍ næstu fimm árin, þar sem enginn sótti um embættið á móti henni. Þetta kemur fram á vefnum Student.is. Umsóknarfrestur um embættið rann út á mánudag. Kristín var skipuð í embættið að undangengnum kosningum fyrir fimm árum síðan. Kristín er fyrsta konan sem gegnir embætti rektors HÍ.

Sjónvarpsmaður ársins kynntur til leiks í Reykjavík síðdegis

Bylgjan mun tilkynna um það hver varð fyrir valinu á uppáhalds sjónvarpsmanni landsmanna í þættinum Reykjavík síðdegis á eftir. Þátturinn hefst á slaginu fjögur en Reykjavík síðdegis er líka með sína eigin Facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með því sem er efst á döfinni hjá þeim Kristófer, Þorgeiri og Braga.

Fast skotið á RÚV í nýrri myndaröð

Fremstu kvikmyndagerðamenn þjóðarinnar skjóta föstum skotum á Ríkisútvarpið í nýrri myndaröð sem þeir hafa ákveðið að birta á myndasíðunni YouTube. Leikstjóri myndskeiðanna er Grímur Hákonarson og hann skrifaði jafnframt handritið ásamt Hrafnkatli Stefánssyni. Það er Jóhannes Haukur Jóhannesson, Friðrik Þór Friðriksson, Sveppi, Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir eru á meðal þeirra sem fara með aðalhlutverk

Vonast enn eftir samkomulagi

Ríkisstjórnin vonast enn til þess að hægt verði að landa nýju Icesave samkomulagi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fara á fram eftir átta daga. Samninganefnd Íslands fundaði með Bretum og Hollendingum í gær án árangurs. Nefndin kemur til landsins í dag.

Hringbrautarbrýr fengu Steinsteypuverðlaunin 2010

Göngubrýrnar yfir Hringbraut í Reykjavík fengu Steinsteypuverðlaunin 2010 fyrir að vera bæði frumlegt og vandað mannvirki. Þetta var tilkynnt á ársfundi Steinsteypufélagsins í liðinni viku. Brýnar eru því mannvirki ársins gert úr steinsteypu. Verðlaunin voru veitt verkkaupa, hönnuði og framkvæmdaaðila sem var Reykjavíkurborg.

Sjúkrahús frá helvíti

Mikil reiði ríkir í Bretlandi eftir að birt var skýrsla um skelfilegt ástand á ríkisreknu sjúkrahúsi í Staffordsskíri.

Búið að opna veginn um Hafnarfjall

Búið er opna veginn undir Hafnarfjalli en þar er hálka og skafrenningur. Að sögn Vegagerðarinnar er einnig búið að opna Siglufjarðarveg og veginn um Reynisfjall.

Íhaldsmenn áhyggjufullir

Enn virðist halla undan fæti hjá Íhaldsmönnum í Bretlandi. Kannanir undanfarna daga hafa gefið til kynna að líkur séu á stjórnarkreppu í Bretlandi eftir kosningarnar sem fram fara í vor. Nýjasta könnunin sem breska blaðið The Daily Telegraph lét framkvæma bendir til þess að Verkamannaflokkurinn fái flest þingsæti þótt ekki dugi það til þess að ná hreinum meirihluta.

Einar K. óskar eftir fundi í sjávarútvegsnefnd

Ísland mun þurfa að fella sig við æðsta vald Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Íslensk llög, sem takmarka fjárfestingar í sjávarútvegiog aðgang erlendra skipa að íslenskri lögsögu og þjónustu í höfnum, stangast á við lögsögu Evrópusambandsins, segir meðal annars í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar er gerð grein fyrir þeim kröfum, sem Íslendingar verða að uppfylla , sem umsóknarríki að aðild að sambandinu.

Lést í fæðingu þegar læknarnir fóru að slást

Stúlkubarn lést í fæðingu í Brasilíu í gær vegna þess að fæðingarlæknarnir fóru að slást í miðri fæðingu. Fjölmiðlar þar í landi segja að læknarnir hafi ekki getað komið sér saman um hver ætti að taka á móti stúlkunni og í kjölfarið brutust út heiftúðleg slagsmál á milli þeirra.

Blindbylur undir Hafnarfjalli

Lögregla og Björgunarsveitamenn hafa þurft að aðstoða marga ökumenn í vandræðum undir Hafnarfjalli og norðan Borgarness en þar hefur verið stórhríð. Vegfarandi sem hafði samband segir að þar sé nú blindbylur og að ekki sjáist á milli stika. Hann segir alls ekkert ferðaveður vera á þessum slóðum og að um fimmtíu bílar séu fastir á veginum. Vegurinn undir fjallinu er nú lokaður.

Tilikum verður áfram í SeaWorld

Háhyrningurinn Tilikum sem varð þjálfara sínum að bana í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída í fyrradag fær að vera áfram í garðinum að sögn stjórnenda.

Mannskæð árás í Kabúl

Að minnsta kosti níu eru látnir og 32 sárir eftir að nokkrar sprengjur sprungu og skotið var af vélbyssum í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Einn sprengdi sig í loft upp hið minnsta og tveir aðrir árásarmenn voru felldir áður en þeir náðu að tendra sprengjur að sögn lögreglu í borginni.

Margir veðurtepptir í Borgarnesi í nótt

Fjöldi manns, þeirra á meðal hátt í hundrað unglingar úr Víðistaðaskóla í Hafnarfirði á leið í skíðaferðalag, þurftu að gista í Borgarnesi í nótt vegna illviðris, sem geysaði á Vesturlandi í gærkvöldi.

Stofnanir brjóta lög um opinber innkaup

Ekki er að finna agaviðurlög í lögum um opinber innkaup. Ríkisendurskoðun leggur til leiðir til úrbóta eftir könnun sem leitt hefur í ljós misbrest í vinnulagi. Könnunin nær til hluta stofnana ríkisins. Til greina kemur að kanna hinar síðar.

Flutt af Kleppi eftir áratugi

Deild 14 á Kleppi verður lokað á vordögum. Deildin er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingargeðdeild fyrir fólk með langvinna geðsjúkdóma og alvarlega atferlistruflun. Tólf dvelja á deildinni og hafa sumir verið þar um áratuga bil.

Fær fingurkossa fyrir ljós á göngugrindinni

„Ég veit ekki hvað ég hef fengið mörg vink og marga fingurkossa frá kvenfólkinu sem keyrir bílana eftir að ég setti ljósin á göngugrindina,“ segir Helgi Pálmarsson, 76 ára göngugarpur í Reykjavík.

Fimm stúlkur tældar á Netinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál fimmtu stúlkunnar sem karlmaður er grunaður um að hafa tælt í gegnum Facebook. Hún var þrettán ára þegar meint kynferðisbrot mannsins gegn henni átti sér stað.

Hugsanlegt að einhverjir fundir verði í Reykjavík

Ekki er útilokað að einhverjir fundir í væntanlegum viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram í Reykjavík. Venjan er að samningafundir um aðild ríkja fari fram í Brussel þar sem framkvæmdastjórnin hefur greiðan aðgang að stoðdeildum sínum.

Borga ekki vatnsveitu nema fá virkjun á aðalskipulagið

Samningar Flóahrepps um að fá vatn frá Árborg eru á lokastigi. Samið hefur verið við Landsvirkjun um að fyrirtækið greiði kostnað við aðveituna, en samkvæmt samningnum fæst ekkert greitt fyrr en virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru komnar á staðfest aðalskipulag.

Vill frið um orkugeirann

Orkugeirinn er mikilvægari en svo að hann megi vera átakavettvangur áfram næstu árin, nóg er samt komið, sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á opnum fundi um orkustefnu fyrir Ísland sem haldinn var í náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í gær.

Ölvisholt kærir synjun ÁTVR

Brugghúsið Ölvisholt lagði á mánudaginn fram stjórnsýslukæru til fjármálaráðherra vegna þeirrar ákvörðunar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að hafna því að taka bjórinn Heilagan papa í sölu. Synjun ÁTVR byggðist á því að nafn og flöskumiði bjórsins, sem sýnir papa halda á krossi í greipum sér, væru til þess fallin að brjóta í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúarbragða.

Erdogan hafnar kosningum

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hafnaði kröfum stjórnarandstöðunnar um að efna til kosninga hið fyrsta. Hann átti í gær fund með Ilker Basbug herforingja, yfirmanni tyrkneska hersins. Abdullah Gül forseti sat einnig fundinn.

Óvissan er óþolandi

Stjórnvöld þurfa þegar að móta verklag sem styðjast má við vegna gengistryggðra bílalána að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. „Það er ekki hægt að bíða eftir dómi Hæstaréttar sem er ekki að vænta fyrr en eftir hálft ár eða jafnvel enn síðar,“ segir hann.

Icesave-nefndin tómhent heim

Fundi samninganefndar Íslands og fulltrúa Hollendinga og Breta í London í gær lauk án niðurstöðu. Bretar og Hollendingar segjast ekki geta teygt sig lengra til móts við Íslendinga en með tilboði sínu frá því í síðustu viku.

Lögregla lætur til skarar skríða

Lögreglan í Kaupmannahöfn og dönsk skattayfirvöld létu til skarar skríða í gærkvöld gegn glæpagengjum, sem barist hafa reglulega síðustu misseri á götum borgarinnar.

Fagna snjónum í Bláfjöllum

Færð var þung víða um land í gær, en verst var ástandið undir Hafnarfjalli og í Borgarfirði. Undir Hafnarfjalli lentu bílar í alvarlegum vandræðum í gærkvöld, enda var skyggni þar nánast ekkert.

Ísland lúti valdi ESB í sjávarútvegi

Íslendingar þurfa að fella sig við æðsta vald Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Íslensk lög, sem takmarka fjárfestingar í sjávarútvegi og aðgang erlendra skipa að íslenskri lögsögu og þjónustu í höfnum, stangast á við lögsögu ESB.

Fjölmargir veðurtepptir í Borgarnesi

Mjög slæmt veður er undir Hafnarfjalli og ekkert ferðaveður, að sögn varðstjóra lögreglunnar í Borgarnesi. Liðsmenn björgunarsveitarinnar Brákar frá bæjarfélaginu hafa aðstoðað ökumenn undir Hafnarfjalli í allan dag en þar hafa fjölmargir lent í erfiðleikum.

Valdimar Leó færður niður

Valdimar Leó Friðriksson, fyrrverandi þingmaður, sem hafnaði í öðru sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ var færður niður í þriðja sæti framboðslista flokksins sem samþykktur var á félagsfundi í kvöld.

Sendinefndin gekk af fundinum í London

Íslenska sendinefndin gekk af fundi með Bretum og Hollendingum í London í dag. Þetta er haft eftir ónafngreindum starfsmanni breska fjármálaráðuneytisins á fréttavef Bloomberg í kvöld. Jafnframt er haft eftir honum að bresk og hollensk stjórnvöld séu vonsvikinn með þá ákvörðun Íslendinga að hafna tilboði þeirra frá því í síðustu viku.

Það getur enginn verið SVONA óheppinn

Lögregla í bænum Irvine í Kaliforníu hefur farið framá að maður nokkur þar í bæ verði sendur í geðrannsókn. Maðurinn er sagður 57 ára gamall en nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Tengdadóttir Madoff skiptir um ættarnafn

Tengdadóttir fjárglæframannsins alræmda Bernie Madoff hefur sótt um að ættarnafni hennar og tveggja dætra hennar verði breytt í Morgan. Konan heitir Stephanie og er gift Mark, syni Madoff. Með þessu vill hún koma í veg fyrir frekari niðurlægingu og áreiti en Stephanie segir að fjölskyldunni hafi borist ítrekaðar hótanir frá því að mál tengdaföður hennar kom upp.

Ábyrgð ASÍ mikil

„ASÍ hefur komist að því að óvissan um lyktir Icesave málsins hafi nú þegar seinkað efnahagsbatanum að minnsta kosti um hálft ár,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar. „Þessi staðreynd er reyndar flestum ljóst, jafnt þeim sem vilja leiða það mál til lykta sem og hinna staðið hafa í vegi fyrir lausn Icesave deilunnar,“ segir þingmaðurinn í pistli á heimasíðu sinni.

Dæmdar fjórar milljónir í bætur vegna loftmengunar

Konu var í dag dæmdar tæplega 4,2 milljónir króna í bætur í Hæstarétti vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir vegna loftmengunar frá Áburðaverksmiðjunni í Gufunesi fyrir 12 árum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert verksmiðjunni að gerða konunni tæpar 200 þúsund krónur í bætur.

Fimm sveitabæir rýmdir í Mýrdal

Snjóflóð féll í Reynishverfi í Mýrdal í dag án þess valda skemmdum. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er mælst til þess að íbúar nokkurra sveitabæja yfirgefi hús sín og dvelji að heiman í nótt en mikið hefur snjóað á svæðinu í dag. Ekki er um skyldurýmingu að ræða, að sögn lögreglu. Íbúar að minnsti kosti fimm bæja ætla að yfirgefa hús sín.

Sjá næstu 50 fréttir