Fleiri fréttir

Tveir stútar stöðvaðir

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Átján ára piltur var tekinn fyrir þessar sakir í Breiðholti en kauði hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Karl á þrítugsaldri var svo stöðvaður í Kópavogi af sömu ástæðu.

Stálu staðsetningatækjum

Brotist var inn í nokkra bíla í Reykjavík og Hafnarfirði í gær en sjö slíkar tilkynningar bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Óþarfi að hræðast hjartaþræðingu

„Það hefur bjargað mörgum mannslífum að fara í þetta af því að einkennin eru svo lúmsk," segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, sem fór í hjartaþræðingu í gær. Hann ráðleggur fólki sem þarf að gangast undir aðgerð sem þessa að hræðast ekki of mikið.

Óhjákvæmilegt að Ísraelar ráðist á Íran

Hvorki Vesturlönd né Ísrael trúa því að kjarnorkuáætlun Íraks sé friðsamleg. Síðast í dag var uppýst að Íranar væru að gera tilraunir með nýja tegund kjarnaodda til þess að setja í eldflaugar.

Borgarstjóri og Rice hjálpuðu leikskólabörnum að gróðursetja

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, írski tónlistarmaðurinn Damien Rice og Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs, aðstoðuðu börn af Laufásborg við gróðursetningu fyrstu plantnanna í svokölluðum Laufásborgarlundi í Hljómskálagarðinum í dag. Skrifað var undir samstarfssamning um lundinn eða svokallaðan grenndargarð leikskólans fyrr um daginn.

Erlendum ferðamönnum fækkar

Rúmlega 30 þúsund erlendir gestir fóru úr landi um Leifsstöð í októbermánuði og fækkaði þeim um 7,5% frá árinu áður. Fækkunin nemur 2.455 gestum. Svipaður fjöldi kemur frá Norðurlöndunum, Mið- og Suður-Evrópu og Norður-Ameríku en lítilsháttar fækkun er frá Bretlandi.

Bjarni: Þurfum sátt um niðurskurðartillögur

Ríkisstjórnin þarf að finna leiðir til þess að skera niður og finna sem breiðasta sátt um niðurskurðartillögurnar, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í utandagskrárumræðum á Alþingi eftir hádegi í dag.

Skráning í svínaflensubólusetningu hefst 16. nóvember

Landsmenn allir geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn H1N! inflúensu eða svokallaðri svínaflensu frá og með mánudeginum 16. nóvember. Viku síðar, mánudaginn 23. nóvember, verður byrjað að bólusetja þá sem fyrstir skráðu sig.

Segir Guðlaug brjóta trúnað

Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur braut trúnað þegar að hann dró fram upplýsingar um samningaviðræður við Norðurál sem ræddar voru á stjórnarfundi Orkuveitunnar á föstudag fyrir viku, segir Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG, í stjórn Orkuveitunnar.

Stálu þúsund ferðatöskum

Hjón í Arizona hafa verið handtekin fyrir að stela um eittþúsund ferðatöskum af færiböndum á flugvellinum í Phoenix.

Dómsmálaráðherra hefur skipað sérstakt teymi um mansal

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur skipað sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal í samræmi við aðgerðaáætlun gegn mansali, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar þann 17. mars síðastliðinn.

Tilfinningahiti í sölum Alþingis

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, en hann hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings.

Líðan fólksins eftir atvikum góð

Líðan fólksins sem slasaðist í bílveltu í Langadal í Húnavatnssýslu er eftir atvikum góð. Að sögn vakthafandi læknis slasaðist fólkið minna en óttast var í fyrstu en ökumaður bílsins missti stjórn á honum í fljúgandi hálku. Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti fólkið á slysstað og flutti á Landspítalann. Fólkið, karl og kona, liggja nú á almennri skurðdeild og verða þau undir eftirliti næsta sólarhringinn.

Talibanar sprengja enn einn stúlknaskólann

Talibanar sprengdu í gær upp stúlknaskóla í Khyber í Pakistan. Það er annar stúlknaskólinn sem þeir hafa sprengt í þessari viku en alls hafa þeir sprengt yfir 200 skóla.

Sýknaður af ákæru um árás

Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun af ákæru um að hafa slegið annan karlmann tvö högg í andlitið og brotið í honum tennur. Fyrir dómi kvaðst meintur árásarþoli ekki hafa neina vissu um það hvernig hann fékk áverka sína, en sagðist telja líklegast að ákærði hafi veitt sér þá. Sá sem var ákærður í málinu neitaði hins vegar eindregið sök og taldi dómari því að vafi væri í málinu sem bæri að skýra ákærða í hag.

Þúsundir minka dauðir í Skagafirði

Mikið tjón hefur orðið í minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði en þar hafa á þriðja þúsund minka drepist eftir að hafa sýkst af lungnabólgu undanfarið. Frá þessu greinir skagfirski fréttamiðillinn Feykir og hefur eftir Einari Einarssyni, ráðunauti og bónda að Skörðugili að um bráðsmitandi pest sé að ræða sem orsakast af bakteríu sem algeng er í umhverfinu en verður hættuleg þegar vissar aðstæður skapast eins og mikill raki og stillt veður.

Vilja útskýringar á tilraunum Írana

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur farið fram á að írönsk yfirvöld útskýri hvernig á því stendur að vísindamenn í Íran hafi verið að gera tilraunir með nýja tegund kjarnaodda en allt bendir til þess að svo hafi verið.

Innbrot í hestavöruverslun

Brotist var inn í hestavöruverslun í Kópavogi í nótt. Vegfarandi sem leið átti hjá kallaði til lögreglu þegar hann sá að búið var að brjóta rúðu í versluninni. Þjófurinn komst að minnsta kosti á brott með skiptimynt úr peningakassanum en óljóst er hvort fleira hafi verið tekið.

Stjórnlagaþing taki til starfa 17. júní

Kosið verður til stjórnlagaþings samhliða sveitarstjórnar­kosningum næsta vor, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þingið á að koma saman í síðasta lagi 17. júní 2010, starfa í þremur lotum og ljúka störfum fyrir 17, febrúar. Á þinginu munu sitja 25-31 þjóðkjörinn fulltrúi, sem kjósa á persónukosningu.

Framkvæmdin gæti ógnað vatnsbólunum

Sú hætta er óhjákvæmileg að lagning Suðvestur­línu hafi neikvæð áhrif á vatnsverndar­svæði og um leið neysluvatn ef mengunar­slys verði. Þetta kemur fram í umhverfismati Skipulagsstofnunar um framkvæmdina. Er þar tekið undir áhyggjur heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á höfuðborgar­svæðinu. Framkvæmdin er engu að síður talin svo þjóðhagslega mikilvæg að rétt sé að ráðast í hana.

Mest aukning í dönskum búum

Mjólkurframleiðsla hefur hvergi aukist jafnmikið að jafnaði og í dönskum kúabúum, hefur Landssamband kúabænda (LK)eftir nýútkominni skýrslu International Farm Comparison Network.

Gefur lyf fyrir 5,7 milljónir

Lyfjafyrirtækið Actavis gefur lyf að andvirði 60 þúsunda búlgarskra leva, eða sem nemur 5,7 milljónum króna, í mannúðar­aðstoð í Úkraínu. Þetta hefur upplýsingavefur Focus eftir tilkynningu félagsins í Búlgaríu.

Konur sitja fastar í ofbeldissambúðum

Þess eru dæmi að konur sitji fastar í ofbeldis­sambúðum, þar sem þær deila óseljan­legum eignum með makanum, bæði eru með mikla skuldabyrði og þær sjá ekki fram á að geta sett á stofn og rekið nýtt heimili.

Í kapphlaupi við tímann

Sóttvarnalæknir hvetur fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að panta bólusetningu gegn svínaflensu sem fyrst.

Kastar rússneskum borgararétti

Utanríkisráðherra Georgíu hefur afsalað sér rússneskum ríkisborgararétti og skorið á fyrri tengsl við Moskvu.

Kemur í veg fyrir aðra óráðsíu

„Við ætlum ekki að breyta þeirri grundvallarhugmynd að einkahlutafélög eru með takmarkaðar ábyrgðir. Það er grundvöllur hlutafélagaformsins,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Grunað um tvö morð í janúar

Rússneska lögreglan hefur handtekið mann og konu sem grunuð eru um aðild að skotárás í Moskvu í janúar, þegar mannréttindalögmaðurinn Stanislav Merkelov og blaðakonan Anastasia Baburova voru myrt.

Embættismenn sem draga lappirnar hindra samstarf

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill láta skoða kosti og galla þess að ríkisstjórn Ísland verði fjölskipað stjórnvald, eins og til dæmis í Svíþjóð. Þá bæri ríkisstjórnin sameiginlega ábyrgð á málum, sem lögð eru fyrir Alþingi, og hefði sameiginleg yfirráð yfir stjórnsýslunni í stað þess að einn ráðherra beri ábyrgð á hverju máli eins og nú er.

Framkvæmt á vatnsverndarsvæði

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur, heilbrigðis­eftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Skipulagsstofnun telja allar að vatnsvernd verði ógnað með lagningu Suðvesturlínu.

Einu máli vísað til saksóknara

Slitastjórn Kaupþings hefur vísað einu máli til sérstaks saksóknara eftir athugun á bókhaldi félagsins. Slitastjórnin hefur unnið að rannsókn á ráðstöfunum bankans í aðdraganda hruns með liðsinni endurskoðunarfyrirtækis­ins PricewaterhouseCoopers frá því í ágúst.

Tölurnar sagðar niðurdrepandi

„Danska hagstofan hefur komið af stað mjög niður­drepandi umræðu vegna talna um fjölda gjaldþrota og nauðungar­uppboða,“ segir í frétt danska viðskiptablaðsins Børsen í gær.

Þjóðskrá færi sig milli húsa

Hagkvæmni þess að sameina starfsemi Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands er í skoðun að beiðni Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra.

Fjölþrepa skattkerfi með láglaunaþrepi

Fjölþrepa skattkerfi með lágu þrepi fyrir láglaunafólk er ein þeirra leiða sem ríkisstjórnin hefur til athugunar við endurskoðun skattkerfisins. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Höskuldur spurði hvort láglaunafólk mætti eiga von á því að persónuafslátturinn yrði hækkaður um næstu áramót í takt við verðlagsbreytingar, eins og umsamið var árið 2006.

Hömlur settar á lausagöngu

Þingmenn úr þremur af stærstu flokkum Færeyja leggja til að hömlur verði settar á lausagöngu sauðfjár í landinu. Einnig á að afmarka rétt sauðfjáreigenda til að halda fé sitt í byggð, þar sem það éti úr görðum og ógni trjágróðri.

Ein lög fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk

Fram er komið í þinginu, í þriðja sinn, frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn. Nær það til allra faggreina í heilbrigðisþjónustu en nú eru í gildi sérlög um fjölda greina og aðrar starfa eftir reglugerðum.

Árás vekur óhug Breta

„Hvers konar stríð er þetta?“ spurði breska dagblaðið Daily Mail í fyrirsögn á forsíðu í gær, daginn eftir að fimm breskir hermenn voru skotnir til bana í Afganistan. Árásarmennirnir voru afganskir lögreglumenn, sem tóku upp vopn sín þegar Bretarnir voru að hita sér te.

Sjá næstu 50 fréttir