Innlent

Karlmaður á fertugsaldri dæmdur fyrir mök við 13 ára stúlku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft tvívegis mök við 13 ára gamla stúlku í september í fyrra.

Maðurinn hafði verið ákærður fyrir að beita stúlkuna ólögmætri nauðung og með því að notfæra sér ölvunarástand og reynsluleysi hennar og yfirburðastöðu vegna aldursmunar og líkamsburða, svo hún gat ekki spornað við samræðinu. Hann var sýknaður af þeim hluta ákærunnar.

Maðurinn var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa veitt tveimur ungum stúlkum áfengi.

Vísir sagði fyrstur frá málinu fyrir um það bil ári síðan. Þá greindi Vísir frá því að þegar stúlkan sagði móður sinni frá málinu gekk móðirin berserksgang við heimili mannsins.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×