Fleiri fréttir

Nýir kjörseðlar sendir til Árósa

Íslendingar sem þurftu frá að hverfa þegar þeir ætluðu að greiða atkvæði í alþingiskosningum á ræðismannsskrifstofu Íslands í Árósum á fimmtudag fengu nýtt tækifæri til að kjósa í gær. Þá höfðu nýir kjörseðlar verið sendir frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn til Árósa. Á vef Íslendingafélagsins í Árósum sagði að gert væri ráð fyrir að kjörseðlarnir bærust um hádegisbil í gær og því ætti fólk að geta nýtt kosningarétt sinn. Fram kom hjá mbl.is að íslenski sendiráðspresturinn myndi síðan sjá um að koma atkvæðaseðlum landa sinna í tæka tíð heim. - gar

Orkusetur á varnarsvæðinu

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur um uppbyggingu rannsóknarseturs í orkuvísindum á gamla varnarsvæðinu sem hlotið hefur nafnið Ásbrú.

Laust úr haldi sjóræningja

Noregur Bjørn Vågeng, skipstjóri norska fraktskipsins Bow Asir sem var hertekið af sjóræningjum fyrir utan strönd Sómalíu fyrir mánuði, segist hafa átt gott samstarf við foringja sjóræningjanna. Þeir hafi leyft áhöfninni að halda áfram með daglega vinnu, að sögn Dagbladet.

Þúsundir borgara hafa látist

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að nærri 6.500 almennir borgarar hafi fallið í átökum stjórnarhersins og tamíla undanfarna þrjá mánuði. Indverska stjórnin krefst þess að strax verði samið um vopnahlé.

Ekki hugmynd um styrkina

Kjartan Gunnarsson, þáverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segist ekki hafa hugmynd um hvaða stjórnmálamenn voru styrktir af bankanum árið 2006. Hann segist heldur ekki vita hversu margir frambjóðendur voru styrktir eða hve mikið var veitt í heildina.

Tíundi hver skili auðu

Tíu til fimmtán prósent kjósenda munu skila auðu ef marka má skoðanakannanir síðustu vikna. Í kosningunum árið 2003 skiluðu 1,01 prósent auðum seðli. Það árið voru 0,19 prósent seðla ógildir.

Atburðarásin var ævintýraleg

„Sú mynd sem maður fékk út frá þeim gögnum og umræðu í nefndinni sem okkur voru kynnt sýnir ævintýralegri atburðarás en ég átti von á varðandi bankahrunið almennt,“ segir Siv Friðleifsdóttir. Á fundi utanríkismálanefndar í gær voru kynnt gögn um samskipti íslenskra og erlendra ráðamanna 3. til 6. október í fyrra. Um er að ræða tvö símtöl forsætis­ráðherra, Geirs H. Haarde, við breska ráðherra.

Handsprengju varpað að fólki

Handsprengju var varpað að fimm ungmennum þar sem þau sátu fyrir utan veitingastað í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Einn fimmmenninganna, sem varð fyrir árásinni, missti hluta af kjálkanum en hin fjögur særðust minna. Sprengjan skildi eftir gíg í malarplaninu þar sem hún sprakk.

Sextíu manns lágu í valnum

Sjálfsvígsárásum hefur fjölgað töluvert í Írak síðustu vikur og mánuði. Í gær lágu sextíu manns í valnum eftir að tveir menn sprengdu sig í loft upp nánast á sama tíma við helgidóm sjía-múslima í Bagdad. Daginn áður höfðu tvær sjálfsvígsárásir, önnur í Bagdad og hin skammt fyrir norðan borgina, samtals kostað nærri 90 manns lífið.

Segja nýtt hrun ekki blasa við

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kveðst algerlega ósammála þeirri niðurstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að hrun blasi við íslenska efnahagskerfinu.

Vilja bæta öryrkjum skerðingu í nýju kerfi

Lagt er til að taka upp barnatryggingar sem tryggi foreldrum 40 þúsund króna greiðslu fyrir hvert barn. Öryrkjar einir yrðu fyrir skerðingu. Þeir myndu missa 6.000 krónur á mánuði. „Verður að bæta þeim það upp,“ segir nefndarmaður.

Fyrir rétt í Norður-Kóreu

Tveir bandarískir blaðamenn, sem handteknir voru í Norður-Kóreu 17. mars, verða sóttir til saka fyrir afbrot, samkvæmt tilkynningu frá þarlendum stjórnvöldum.

Allt 6500 fallið að undanförnu í Srí Lanka

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að nærri 6.500 almennir borgarar hafi fallið í átökum stjórnarhersins og tamíl tígra undanfarna þrjá mánuði í austurhluta landsins. Tugþúsundir hafa flúið átakasvæðið að undanförnu og fullyrðir stjórnarherinn að 108 þúsund manns hafi flúið undanfarna daga.

Kosningaeftirlit ÖSE minna í sniðum en oft áður

Kosningaeftirlit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir Alþingiskosningarnar á morgun er minna í sniðum en oft áður. Kosningalöggjöfin íslenska, kjördæmaskipan og aðgangur að fjölmiðlum er það sem helst verður skoðað.

Kjörstaðir opna klukkan níu í fyrramálið

Landsmenn ganga að kjörborðinu á morgun þegar kosið verður til þings. Kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu í fyrramálið. Alls eru um 228 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Undanfarna daga og vikur hafa skoðanakannanir bent til þess að kosningarnar verði sögulegar.

Skýrsla um verðmat á bönkunum komin í ráðuneytið

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna.

Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins.

Sextán bjargað þegar togari sökk undan strönd Tromsö

Einn sjómaður drukknaði en sextán var bjargað þegar rússneskur togari sökk undan strönd Tromsö í Noregi í dag. Tveir sjómenn voru hífðir um borð í þyrlu úr sökkvandi skipinu en annar þeirra lést áður en hann komst undir læknishendur. Fimmtán var bjargað af fleka á reki.

Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald

Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld.

Hálka á Holtavörðuheiði

Á Holtavörðuheiði er hálka og talsverður skafrenningur. Hálkublettir eru í Heydal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálkublettir og skafrenningur er á Bröttubrekku en hálka í Miðdölum og á Svínadal.

140 hafa fallið í sjálfsvígssprengjuárásum í Írak

Að minnsta kosti sextíu hafa fallið og hundrað tuttugu og fimm særst í tvöfaldri sjálfsvígssprengjuárás við mikilvægan helgidóm sjía múslima í Bagdad í Írak í morgun. Fjölmargir höfðu komið þar saman til bæna í morgun þegar árásirnar voru gerðar.

Endurskipulagning bankakerfisins afar mikilvæg

Formenn Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar telja eitt af mikilvægustu verkefnunum sem tilvonandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir vera að endurreisa bankakerfið. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld.

Geir tjáir sig ekki um risastyrkina

Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki tjá sig við fjölmiðla um risaframlög Landsbankans og FL Group.

Fá leyfi til olíuleitar og olíuvinnslu í allt að 46 ár

Drekaútboðið sem nú stendur yfir er ekki aðeins um olíuleit heldur einnig um rétt til olíuvinnslu í samtals allt að 46 ár. Bæði iðnaðarráðherra og verkefnisstjóri olíuleitarinnar segja það misskilning að íslensk stjórnrnvöld geti ákveðið síðar hvort ráðist verði í olíuvinnslu.

Jóhanna vill aflétta trúnaði af skýrslu um bankahrunið

Forsætisráðherra vill láta kanna hvort ekki verði hægt að aflétta trúnaði af gögnum Rannsóknarnefndar Alþingis um atburðarrásina í kringum bankahrunið í október. Utanríkismálanefnd Alþingis fjallaði um gögnin í morgun en Siv Friðleifsdóttir segist vera slegin yfir þeim upplýsingum sem þar koma fram.

Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman.

Samfylkingin með 30% í nýrri könnun

Samfylkingin er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Flokkurinn nýtur 29,8% stuðnings.

FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki

Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu.

Tekjuháir fái ekki barnabætur

Róttækar breytingar verða á opinberum greiðslum til barnafjölskyldna nái tillögur sem nefnd um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum kynnti í dag nær fram að ganga. Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður nefndarinnar, segir að nýja kerfi myndi bæta stöðu lágtekjufólks og millitekjufólks.

Grunur um íkveikju

Sumarbústaður við Miðengi í Grímsnesi stórskemmdist í eldi í dag. Lögreglu og slökkviliði var tilkynnt um eldinn um hálfþrjúleytið og lauk slökkvistarfi á fimmta tímanum.

Kosningastjóri Björgvins tók við Baugsstyrk

„Ég man vel eftir að hafa fengið styrkinn, það var ég sem bað um hann," segir Tómas Þóroddsson, kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en áður hafði verið neitað fyrir tilurð styrksins.

Orðrómurinn ekki haft áhrif á Icelandair

Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur Icelandair að hluta til eða öllu leyti hefur ekki haft áhrif á félagið í dag, samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum fyrirtækisins. Hermt var í fjölmiðlum í gær að Steingrímur hafi lýst þessum vilja sínum á fundi í Norðausturkjördæmi.

Hvalaskoðunarfyrirtæki kvarta undan Steingrími

Hvalaskoðunarfyrirtækin Hvalaskoðun Reykjavík og Norðursigling hafa kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, vegna úthlutunar veiðiheimilda á hval í sumar.

Hestur einn á ferð í Grafarvogi

Vegfarendum í Foldahverfi Grafarvogi brá heldur betur í brún þegar þeir sáu hest að spóka sig um í hverfinu hádegisbil í dag. Árvökull vegfarandi og einn leikskólakennari á leikskólanum Foldaborg náðu svo að koma taumi í hestinn og leiða hann inn á lóð Foldaborgar. Þangað kom svo starfsmaður frá Reykjavíkurborg til þess að ná í hestinn.

Önnur mynd af bankahruninu

„Fundurinn gaf mér aðra mynd en ég hafði gert mér í hugarlund um bankahrunið," segir Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknaflokksins, um fund sem hún átti með utanríkisnefndinni um samskipti íslenskra yfirvalda við þau bresku í morgun.

Ævintýraleg samskipti við Breta vegna Icesave

Atburðarrásin í kringum samskipti breskra og íslenskra stjórnvalda vegna Icesave málsins voru með ævintýralegum hætti segir Siv Friðleifsdóttir. Utanríkisnefnd Alþingis fjallaði í morgun um trúnaðargögn sem varðar Icesave deilurnar.

Algjörlega ómeðvitaður um Baugsstyrk Björgvins

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, segist þurfa að sannreyna hvort Baugur hafi styrkt Björgvin G. Sigurðsson í prófkjörsbaráttu hans fyrir síðustu kosningar til Alþingis. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur.

Engir baksamningar fyrirfram, segir Steingrímur

Yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undanfarna daga vekja upp spurningar um hvort flokkarnir séu búnir að semja um bæði Evrópusambandsumsókn og stóriðjumál. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þær sögusagnir rangar að stjórnarmyndunarviðræður séu þegar hafnar.

Ákærður fyrir að bíta lögreglumann

Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að hafa bitið lögreglumann við skyldustörf í fangaklefa lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík þann 27. september síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Björgvin G. fékk víst styrk frá Baugi

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar fékk 300 þúsund krónur í styrk frá Baugi vegna þáttöku í prófkjöri árið 2007. DV hafði greint frá þessu á miðvikudaginn en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sem var kosningastjóri Björgvins á sínum tíma hafði samband við blaðið og þvertók fyrir að Björgvin hefði þegið styrk frá Baugi. DV birtir hins vegar í dag frétt um að blaðið hafi nú sannreynt að styrkurinn hafi verið greiddur.

Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,

Flutningabíll fauk af veginum

Flutningabíll frá Eimskip fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli nú fyrir stundu. Mikill vindur er á Suðurlandi og ræður lögreglan ökumönnum með dráttarkerrur eindregið frá því að vera á ferðinni.

Lyfjastuldur í Þorlákshöfn

Lyfjum var stolið úr apóteki Lyfja og heilsu í Þorlákshöfn í nótt. Þjófarnir notuðu bíltjakk til að brjóta þar rúðu til að komast inn, og hafa meiðst við það, því blóð var á vettvangi þegar lögregla kom, á staðinn laust fyrir klukkan sex í morgun. Þá voru þjófarnir á bak og burt, en vitni sáu svartan Volkswagen Golf aka af vettvangi. Ekki liggur fyrir hversu miklu eða hverskonar lyfjum var stolið, nema hvað lífshættulegra lyfja er ekki saknað.-

Sjá næstu 50 fréttir