Innlent

Atburðarásin var ævintýraleg

Gögnin sem voru kynnt á fundinum voru athyglisverð að sögn Sivjar.
Gögnin sem voru kynnt á fundinum voru athyglisverð að sögn Sivjar.

„Sú mynd sem maður fékk út frá þeim gögnum og umræðu í nefndinni sem okkur voru kynnt sýnir ævintýralegri atburðarás en ég átti von á varðandi bankahrunið almennt," segir Siv Friðleifsdóttir. Á fundi utanríkismálanefndar í gær voru kynnt gögn um samskipti íslenskra og erlendra ráðamanna 3. til 6. október í fyrra. Um er að ræða tvö símtöl forsætis­ráðherra, Geirs H. Haarde, við breska ráðherra.

Siv segir að gögnin hafi gefið athyglisverðar upplýsingar og ekki síst umræðan sem skapaðist á fundinum. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti á fundinn og Siv segir að menn hafi rætt hreinskilnislega um málið. Nefndarmenn eru hins vegar bundnir trúnaði.

„Ég tel eðlilegt að forsætisráðherra íhugi að opinbera þessi gögn. Ég tel æskilegt að þjóðin fái upplýsingar um þá atburðarás sem varð í kringum bankahrunið."

Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, segir að gögnin varpi ekki ljósi á málið í heild sinni; púsla verði saman gögnum úr fleiri áttum. Hann telur að á þessum tímapunkti hafi ekki verið unnt að koma Icesave í breska lögsögu.- kóp












Fleiri fréttir

Sjá meira


×