Fleiri fréttir Skotinn 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu Lögreglan í Sydney í Ástralíu birti á föstudaginn röntgenmynd af höfði kínversks innflytjanda sem skotinn var 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu í fyrrahaust. 24.4.2009 07:30 Jay Leno forfallast í fyrsta sinn á 17 ára ferli Jay Leno forfallaðist í gær, í fyrsta sinn á 17 ára ferli sínum í The Tonight Show, en hann var lagður inn á sjúkrahús með hraði rétt áður en taka átti þáttinn upp. 24.4.2009 07:27 Fengu 1.400 milljarða vegna íslensku bankanna Breska ríkið greiddi þegnum sínum, sem töpuðu inneign sinni í íslensku bönkunum, 7,4 milljarða punda, jafnvirði rúmlega 1.400 milljarða króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi bresku stjórnarinnar. Yfir 300.000 Bretar fengu greiðslu frá ríkinu eftir að íslensku bankarnir hrundu í október. 24.4.2009 07:18 Þorskkvóti í Barentshafi aukinn um 50.000 tonn Samkeppni um sölu á þorskafurðum á erlendum mörkuðum mun fara harðnandi strax á næsta ári, því allt stefnir í að þorskkvótinn í Barentshafi verði aukinn um 50 þúsund tonn og enn meira á þarnæsta ári. 24.4.2009 07:13 Innbrot í Lyf og heilsu á Þorlákshöfn Brotist var inn í verslun Lyfja og heilsu í Þorlákshöfn í nótt. Tilkynning um innbrotið barst á sjötta tímanum í morgun og er lögreglan á Selfossi á vettvangi að rannsaka málið. Ekki liggur enn fyrir hvort eða hverju var stolið, en þjófarnir komust undan. 24.4.2009 07:09 Víða þurfti aðstoð vegna veðurs á Vesturlandi Björgunarsveitarmenn frá Barðaströnd voru kallaðir út á sjöunda tímanum í gærkvöldi til að aðstoða fólk í nokkrum föstum bílum á Klettshálsi á Vestfjörðum. 24.4.2009 07:06 Sveitarfélaginu sagt mismunað Bæjaryfirvöld á Álftanesi segja sveitarfélagið bera hlutfallslega miklu meiri kostnað af fræðslu- og uppeldismálum og æskulýðs- og íþróttamálum en algengast sé meðal sveitarfélaga landsins. 24.4.2009 06:00 Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24.4.2009 06:00 Ríkisstjórnin með meirihluta Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 24.4.2009 05:45 Upplýsir ekki um styrki sína Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill hvorki játa né neita því að hann hafi fengið háa styrki frá FL-Group og Baugi. Hann segir vel koma til greina að setja reglur um að upplýsingar verði gefnar um styrki, en í þeim efnum verði eitt yfir alla að ganga. 24.4.2009 05:45 Gagnrýna leynd um verðmat bankaeigna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. 24.4.2009 05:30 Formaður Framsóknar inni Samfylking er stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 33,0 prósent styðja flokkinn í kjördæminu og fengi flokkurinn því þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn fékk 29,2 prósent atkvæða í kosningunum 2007. 24.4.2009 05:00 Hesthúsabyggð endurskoðuð Endurskoða á nýsamþykkt deiliskipulag sem gerði ráð fyrir nýrri hesthúsabyggð nærri Elliðaánum. Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti þetta á þriðjudag í framhaldi af fundum formanns skipulagsráðs, Júlíusar Vífils Ingvarssonar og embættismanna með formanni Hestamannafélagsins Fáks, framkvæmdastjóra og formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur og veiðimálastjóra ásamt sérfræðingum Veiðimálastofnunar. „Voru það opinskáir og hreinskiptir fundir. Frumkvæði Hestamannafélagsins Fáks í framhaldi af þessu er þakkarvert“ segir í tillögu Júlíusar um að reyna eigi að ná sátt um nýtingu svæðisins. - gar 24.4.2009 04:00 Zuma verður næsti forseti Nánast öruggt var talið að Afríska þjóðarráðið færi með sigur af hólmi í þingkosningum í Suður-Afríku þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. 24.4.2009 04:00 Greitt fyrir umferð með fjölda aðgerða Borgarstjórinn í Reykjavík og vegamálastjóri undirrituðu fyrr í mánuðinum samkomulag um vegbætur í Reykjavík. Samkvæmt því á að fara í fjölda aðgerða sem munu auka umferðarflæði og bæta umferðaröryggi. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir samkomulagið dæmi um það hve hægt er að áorka miklu án þess að fara í stórar framkvæmdir. 24.4.2009 03:45 Fengu ekki að greiða atkvæði „Þetta er frekar spælandi þegar maður ætlar að taka þátt í sennilega mikilvægustu kosningum lífs síns,“ segir Hrefna Kap Gunnarsdóttir, sem í gær var vísað frá kjörstað á ræðismannsskrifstofu Íslands í Árósum í Danmörku. 24.4.2009 03:30 Skólplykt í fjörunni senn úr sögunni 24.4.2009 03:30 Ekki til að hafa áhyggjur af Vatnsstaðan í Blöndulóni er nú í sögulegu lágmarki. Að sögn Guðmundar Ólafssonar hjá Blönduvirkjun stafar þessi óvenjulega staða af bilun sem varð í Sultartangavirkjun í fyrra og olli því að keyra þurfti Blöndustöðina meira en vanalega. „En þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt og á eftir að jafna sig,“ segir Guðmundur. Ómögulegt sé að svara því hvort þetta muni seinka því að Blanda fari á yfirfall í sumar. „Veiðimenn spyrja mikið um þetta en það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif og vatnsstaðan breyst fljótt.“ - gar 24.4.2009 03:00 Unnið gegn bótasvikum Á fundi eftirlitsdeilda tryggingastofnana á Norðurlöndum, sem haldinn var fyrr í mánuðinum, var lögð áhersla á að unnið yrði gegn bótasvikum. Svikin geti numið háum fjárhæðum svo eftir miklu sé að slægjast. Bótasvik felast sérstaklega í rangri skráningu á búsetu og hjúskap og rangri upplýsingagjöf sem leiðir til of hárra bótagreiðslna. Á undanförnum árum hafa norrænu þjóðirnar lagt aukna áherslu á eftirlit með slíkum svikum. Á fundinum var lögð áhersla á að vekja stjórnmálamenn til umhugsunar um málið. Ekki væri vanþörf á í kreppunni.- kóp 24.4.2009 02:30 Parið fundið sem skildi þrjú börn eftir á pizzastað Ítalska lögreglan fann þýskt par sem skildi þrjú börn eftir á pizzastað um síðustu helgi. Lögreglumenn fundu þau Inu Caterinu Remhof, móður barnanna, og kærasta hennar Sascha Schmidt í útjarði borgarinnar Aosta. Ina 26 ára og Sascha er 24 ára. Þau eru nú yfirheyrð af lögreglu. 23.4.2009 22:30 Neyðarástandi aflétt í Bangkok Neyðarástandi hefur verið aflétt í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum eftir mótmælaöldu andstæðinga forsætisráðherrans. Hermenn tóku sér stöðu á götum úti eftir að Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra, lýsti yfir neyðarástandi 12. apríl. 23.4.2009 21:15 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23.4.2009 19:43 Treglega gekk að draga út svar frá Steingrími um olíuvinnslu Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins. 23.4.2009 18:44 Pakistan að verða banvæng ógn við heimsfriðinn Pakistanar hafa reynt að friðþægja talibana með því að eftirláta þeim heilu héruðin í landi sínu. Með því vonuðust þeir til að koma í veg fyrir vopnuð átök. 23.4.2009 20:15 Jóhanna og Bjarni ósammála um styrki til frambjóðenda Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. 23.4.2009 18:34 Getum sagt skilið við ESB mislíki okkur Ef við göngum í Evrópusambandið og mislíkar, getum við gengið út strax. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir að ákvörðunin myndi þó verða okkur dýrkeypt. 23.4.2009 19:19 Ákvarðanafælni í borgarstjórn Borgarstjórn þorir ekki að taka ákvarðanir og þess vegna er allt stopp segja verktakar sem vilja framkvæma. Þeir þora þó ekki að koma fram af hræðslu við að lenda á svörtum lista hjá borginni. 23.4.2009 19:11 Útstrikanir geta haft áhrif á röð þingmanna Útstrikanir á kjörseðlum í komandi kosningum geta haft nokkur áhrif á röð þingmanna. Á kjörseðlinum sem við fáum í hendurnar á laugardaginn eru kassar fyrir fram hvern bókstaf til að sýna okkur hvar við eigum að setja x-ið okkar. En það er hægt að gera meira í kjörklefanum. 23.4.2009 18:54 Keyrði á löggubíl á 110 kílómetra hraða Bandarískur lögregluþjónn slapp naumlega þegar eftirlýstur afbrotamaður keyrði á hundrað og tíu kílómetra hraða á bíl hans. Lögreglumenn á eftirlitsferð í Ohio í Bandaríkjunum fengu upplýsingar um að eftirlýstur afbrotamaður væri á leið í átt til þeirra á miklum hraða á stolnum sendiferðabíl. 23.4.2009 18:45 Árásarmaðurinn fundinn Karlmaður sem stakk annan mann með hnífi í lærið og handlegg fyrir utan verslun Krónunnar í Jafnaseli í Seljahverfi í dag hefur verið handtekinn. Árásarmaðurinn var handsamaður skömmu eftir árásina í bifreið sinni í Holtaseli. Hann var einn í bifreiðinni. 23.4.2009 17:38 Ingibjörg fór á svig við sáttmála Þingvallastjórnarinnar Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, hafi farið á svig við stjórnarsáttmála Þingvallastjórnarinnar. 23.4.2009 17:21 Nyrsti kosningafundurinn í dag Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hélt kosningafund í Grímsey í morgun. Fram kemur í tilkynningu að alls hafi 23 atkvæðisbærir íbúar mætt á fundinn sem er nærri helmingur kosningabærra Grímseyinga. 23.4.2009 16:54 Maður stunginn með hnífi Karlmaður var stunginn með hnífi í lærið fyrir utan verslun Krónunnar í Jafnaseli í Seljahverfi á fimmta tímanum í dag. Hann var fluttur á slysadeild en er ekki talinn mikið slasaður, að sögn lögreglu. 23.4.2009 16:29 Veðrið gæti hjálpað sjálfstæðismönnum Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. 23.4.2009 16:00 Tugir fallnir eftir sjálfsmorðsárásir Að minnsta kosti 76 féllu í tveimur sjálfsmorðsárásum í Írak í dag. 48 féllu þegar hryðjuverkamaður sprengdi sjálfan sig upp á veitingastað í Baquba sem er í norðausturhluta landsins. 70 eru sagðir alvarlega slasaðir. 23.4.2009 15:52 Ekkert greitt fyrir menntun Íslendinga á Norðurlöndunum Norrænu menntamálaráðherrarnir undirrituðu samkomulag í dag sem tryggir námsmönnum á Norðurlöndunum aðgang að æðri menntun í öllum aðildarríkjum Norrænu ráðherranefndarinnar. Ísland fær undanþágu frá samkomulagi sem gert er um greiðslur milli landa og greiðr ekki neitt, en tekur þátt í samstarfinu á jafnræðisgrundvelli. 23.4.2009 15:34 Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. 23.4.2009 14:39 Hjörleifur hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2009 voru afhent á Gljúfrasteini í fimmta sinn í dag. Að þessu sinni hlaut Hjörleifur Sveinbjörnsson verðlaunin fyrir þýðingu sína sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, Apakóngur á Silkiveginum. 23.4.2009 13:57 Hægt að hlusta á Laxness lesa Atómstöðina Landsmönnum hefur verið gert kleift að hala niður án endurgjalds lestri Halldórs Laxness á Atómstöðinni á vef Forlagsins. Eftir hádegi munu erfingjar Halldórs undirrita nýjan samning við Vöku-Helgafell um útgáfu verka skáldsins á komandi árum. Samningurinn verður undirritaður á Gljúfrasteini en í dag er er fæðingardagur Halldórs. 23.4.2009 13:45 Greifi þungt haldinn eftir morðtilræði Sænskur greifi sem er góðvinur konungsfjölskyldunnar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir morðtilræði. Fyrrverandi eiginkona hans hefur verið handtekin. 23.4.2009 13:30 Víðavangshlaup ÍR þreytt í 94. sinn Hið árlega Víðavangshlaup ÍR hófst að klukkan 12 við Ráðhús Reykjavíkur. Keppendur hlaupa 5 kílómetra langa vegalengd. Þetta er 94. sinn sem Víðavangshlaup ÍR fer fram. 23.4.2009 13:10 Skátarnir áberandi í hátíðarhöldum dagsins Skátar, skrúðgöngur, lúðrablástur, vöfflur og rjómi. Sumardagurinn fyrsti er runninn upp og fraus saman við síðasta vetrardag, mörgum hjátrúuðum landsmönnum áreiðanlega til mikillar gleði. 23.4.2009 12:55 Þykir á stundum grunnhygginn Afríska þjóðarráðið vann öruggan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Suður-Afríku í gær. Næsti forseti landsins þykir á stundum grunnhygginn. 23.4.2009 12:39 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23.4.2009 12:25 Gylfi: Þjóðarbúið rambar ekki á barmi gjaldþrots Það er fullkominn misskilningur að þjóðarbúið hér rambi á barmi gjaldþrots, þvert á móti er útlit fyrir að hreinar skuldir íslenska ríkisins verði jafnvel minni en margra nágrannaríkja þegar um hægist, þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, í grein þar sem hann reynir að stappa stálinu í þjóðina. 23.4.2009 12:02 Sjá næstu 50 fréttir
Skotinn 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu Lögreglan í Sydney í Ástralíu birti á föstudaginn röntgenmynd af höfði kínversks innflytjanda sem skotinn var 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu í fyrrahaust. 24.4.2009 07:30
Jay Leno forfallast í fyrsta sinn á 17 ára ferli Jay Leno forfallaðist í gær, í fyrsta sinn á 17 ára ferli sínum í The Tonight Show, en hann var lagður inn á sjúkrahús með hraði rétt áður en taka átti þáttinn upp. 24.4.2009 07:27
Fengu 1.400 milljarða vegna íslensku bankanna Breska ríkið greiddi þegnum sínum, sem töpuðu inneign sinni í íslensku bönkunum, 7,4 milljarða punda, jafnvirði rúmlega 1.400 milljarða króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi bresku stjórnarinnar. Yfir 300.000 Bretar fengu greiðslu frá ríkinu eftir að íslensku bankarnir hrundu í október. 24.4.2009 07:18
Þorskkvóti í Barentshafi aukinn um 50.000 tonn Samkeppni um sölu á þorskafurðum á erlendum mörkuðum mun fara harðnandi strax á næsta ári, því allt stefnir í að þorskkvótinn í Barentshafi verði aukinn um 50 þúsund tonn og enn meira á þarnæsta ári. 24.4.2009 07:13
Innbrot í Lyf og heilsu á Þorlákshöfn Brotist var inn í verslun Lyfja og heilsu í Þorlákshöfn í nótt. Tilkynning um innbrotið barst á sjötta tímanum í morgun og er lögreglan á Selfossi á vettvangi að rannsaka málið. Ekki liggur enn fyrir hvort eða hverju var stolið, en þjófarnir komust undan. 24.4.2009 07:09
Víða þurfti aðstoð vegna veðurs á Vesturlandi Björgunarsveitarmenn frá Barðaströnd voru kallaðir út á sjöunda tímanum í gærkvöldi til að aðstoða fólk í nokkrum föstum bílum á Klettshálsi á Vestfjörðum. 24.4.2009 07:06
Sveitarfélaginu sagt mismunað Bæjaryfirvöld á Álftanesi segja sveitarfélagið bera hlutfallslega miklu meiri kostnað af fræðslu- og uppeldismálum og æskulýðs- og íþróttamálum en algengast sé meðal sveitarfélaga landsins. 24.4.2009 06:00
Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24.4.2009 06:00
Ríkisstjórnin með meirihluta Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 24.4.2009 05:45
Upplýsir ekki um styrki sína Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill hvorki játa né neita því að hann hafi fengið háa styrki frá FL-Group og Baugi. Hann segir vel koma til greina að setja reglur um að upplýsingar verði gefnar um styrki, en í þeim efnum verði eitt yfir alla að ganga. 24.4.2009 05:45
Gagnrýna leynd um verðmat bankaeigna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. 24.4.2009 05:30
Formaður Framsóknar inni Samfylking er stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 33,0 prósent styðja flokkinn í kjördæminu og fengi flokkurinn því þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn fékk 29,2 prósent atkvæða í kosningunum 2007. 24.4.2009 05:00
Hesthúsabyggð endurskoðuð Endurskoða á nýsamþykkt deiliskipulag sem gerði ráð fyrir nýrri hesthúsabyggð nærri Elliðaánum. Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti þetta á þriðjudag í framhaldi af fundum formanns skipulagsráðs, Júlíusar Vífils Ingvarssonar og embættismanna með formanni Hestamannafélagsins Fáks, framkvæmdastjóra og formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur og veiðimálastjóra ásamt sérfræðingum Veiðimálastofnunar. „Voru það opinskáir og hreinskiptir fundir. Frumkvæði Hestamannafélagsins Fáks í framhaldi af þessu er þakkarvert“ segir í tillögu Júlíusar um að reyna eigi að ná sátt um nýtingu svæðisins. - gar 24.4.2009 04:00
Zuma verður næsti forseti Nánast öruggt var talið að Afríska þjóðarráðið færi með sigur af hólmi í þingkosningum í Suður-Afríku þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. 24.4.2009 04:00
Greitt fyrir umferð með fjölda aðgerða Borgarstjórinn í Reykjavík og vegamálastjóri undirrituðu fyrr í mánuðinum samkomulag um vegbætur í Reykjavík. Samkvæmt því á að fara í fjölda aðgerða sem munu auka umferðarflæði og bæta umferðaröryggi. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir samkomulagið dæmi um það hve hægt er að áorka miklu án þess að fara í stórar framkvæmdir. 24.4.2009 03:45
Fengu ekki að greiða atkvæði „Þetta er frekar spælandi þegar maður ætlar að taka þátt í sennilega mikilvægustu kosningum lífs síns,“ segir Hrefna Kap Gunnarsdóttir, sem í gær var vísað frá kjörstað á ræðismannsskrifstofu Íslands í Árósum í Danmörku. 24.4.2009 03:30
Ekki til að hafa áhyggjur af Vatnsstaðan í Blöndulóni er nú í sögulegu lágmarki. Að sögn Guðmundar Ólafssonar hjá Blönduvirkjun stafar þessi óvenjulega staða af bilun sem varð í Sultartangavirkjun í fyrra og olli því að keyra þurfti Blöndustöðina meira en vanalega. „En þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt og á eftir að jafna sig,“ segir Guðmundur. Ómögulegt sé að svara því hvort þetta muni seinka því að Blanda fari á yfirfall í sumar. „Veiðimenn spyrja mikið um þetta en það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif og vatnsstaðan breyst fljótt.“ - gar 24.4.2009 03:00
Unnið gegn bótasvikum Á fundi eftirlitsdeilda tryggingastofnana á Norðurlöndum, sem haldinn var fyrr í mánuðinum, var lögð áhersla á að unnið yrði gegn bótasvikum. Svikin geti numið háum fjárhæðum svo eftir miklu sé að slægjast. Bótasvik felast sérstaklega í rangri skráningu á búsetu og hjúskap og rangri upplýsingagjöf sem leiðir til of hárra bótagreiðslna. Á undanförnum árum hafa norrænu þjóðirnar lagt aukna áherslu á eftirlit með slíkum svikum. Á fundinum var lögð áhersla á að vekja stjórnmálamenn til umhugsunar um málið. Ekki væri vanþörf á í kreppunni.- kóp 24.4.2009 02:30
Parið fundið sem skildi þrjú börn eftir á pizzastað Ítalska lögreglan fann þýskt par sem skildi þrjú börn eftir á pizzastað um síðustu helgi. Lögreglumenn fundu þau Inu Caterinu Remhof, móður barnanna, og kærasta hennar Sascha Schmidt í útjarði borgarinnar Aosta. Ina 26 ára og Sascha er 24 ára. Þau eru nú yfirheyrð af lögreglu. 23.4.2009 22:30
Neyðarástandi aflétt í Bangkok Neyðarástandi hefur verið aflétt í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum eftir mótmælaöldu andstæðinga forsætisráðherrans. Hermenn tóku sér stöðu á götum úti eftir að Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra, lýsti yfir neyðarástandi 12. apríl. 23.4.2009 21:15
Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23.4.2009 19:43
Treglega gekk að draga út svar frá Steingrími um olíuvinnslu Steingrímur J. Sigfússon segir Vinstri græna hlynnta rannsóknum á Drekasvæðinu. Fréttamaður þurfti hins vegar að ítreka spurningu sex sinnum áður en svar fékkst við því hvort flokkurinn styddi olíuvinnslu á svæðinu og hvort hún samrýmdist hugmyndafræði flokksins. 23.4.2009 18:44
Pakistan að verða banvæng ógn við heimsfriðinn Pakistanar hafa reynt að friðþægja talibana með því að eftirláta þeim heilu héruðin í landi sínu. Með því vonuðust þeir til að koma í veg fyrir vopnuð átök. 23.4.2009 20:15
Jóhanna og Bjarni ósammála um styrki til frambjóðenda Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. 23.4.2009 18:34
Getum sagt skilið við ESB mislíki okkur Ef við göngum í Evrópusambandið og mislíkar, getum við gengið út strax. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir að ákvörðunin myndi þó verða okkur dýrkeypt. 23.4.2009 19:19
Ákvarðanafælni í borgarstjórn Borgarstjórn þorir ekki að taka ákvarðanir og þess vegna er allt stopp segja verktakar sem vilja framkvæma. Þeir þora þó ekki að koma fram af hræðslu við að lenda á svörtum lista hjá borginni. 23.4.2009 19:11
Útstrikanir geta haft áhrif á röð þingmanna Útstrikanir á kjörseðlum í komandi kosningum geta haft nokkur áhrif á röð þingmanna. Á kjörseðlinum sem við fáum í hendurnar á laugardaginn eru kassar fyrir fram hvern bókstaf til að sýna okkur hvar við eigum að setja x-ið okkar. En það er hægt að gera meira í kjörklefanum. 23.4.2009 18:54
Keyrði á löggubíl á 110 kílómetra hraða Bandarískur lögregluþjónn slapp naumlega þegar eftirlýstur afbrotamaður keyrði á hundrað og tíu kílómetra hraða á bíl hans. Lögreglumenn á eftirlitsferð í Ohio í Bandaríkjunum fengu upplýsingar um að eftirlýstur afbrotamaður væri á leið í átt til þeirra á miklum hraða á stolnum sendiferðabíl. 23.4.2009 18:45
Árásarmaðurinn fundinn Karlmaður sem stakk annan mann með hnífi í lærið og handlegg fyrir utan verslun Krónunnar í Jafnaseli í Seljahverfi í dag hefur verið handtekinn. Árásarmaðurinn var handsamaður skömmu eftir árásina í bifreið sinni í Holtaseli. Hann var einn í bifreiðinni. 23.4.2009 17:38
Ingibjörg fór á svig við sáttmála Þingvallastjórnarinnar Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, hafi farið á svig við stjórnarsáttmála Þingvallastjórnarinnar. 23.4.2009 17:21
Nyrsti kosningafundurinn í dag Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hélt kosningafund í Grímsey í morgun. Fram kemur í tilkynningu að alls hafi 23 atkvæðisbærir íbúar mætt á fundinn sem er nærri helmingur kosningabærra Grímseyinga. 23.4.2009 16:54
Maður stunginn með hnífi Karlmaður var stunginn með hnífi í lærið fyrir utan verslun Krónunnar í Jafnaseli í Seljahverfi á fimmta tímanum í dag. Hann var fluttur á slysadeild en er ekki talinn mikið slasaður, að sögn lögreglu. 23.4.2009 16:29
Veðrið gæti hjálpað sjálfstæðismönnum Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. 23.4.2009 16:00
Tugir fallnir eftir sjálfsmorðsárásir Að minnsta kosti 76 féllu í tveimur sjálfsmorðsárásum í Írak í dag. 48 féllu þegar hryðjuverkamaður sprengdi sjálfan sig upp á veitingastað í Baquba sem er í norðausturhluta landsins. 70 eru sagðir alvarlega slasaðir. 23.4.2009 15:52
Ekkert greitt fyrir menntun Íslendinga á Norðurlöndunum Norrænu menntamálaráðherrarnir undirrituðu samkomulag í dag sem tryggir námsmönnum á Norðurlöndunum aðgang að æðri menntun í öllum aðildarríkjum Norrænu ráðherranefndarinnar. Ísland fær undanþágu frá samkomulagi sem gert er um greiðslur milli landa og greiðr ekki neitt, en tekur þátt í samstarfinu á jafnræðisgrundvelli. 23.4.2009 15:34
Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. 23.4.2009 14:39
Hjörleifur hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2009 voru afhent á Gljúfrasteini í fimmta sinn í dag. Að þessu sinni hlaut Hjörleifur Sveinbjörnsson verðlaunin fyrir þýðingu sína sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, Apakóngur á Silkiveginum. 23.4.2009 13:57
Hægt að hlusta á Laxness lesa Atómstöðina Landsmönnum hefur verið gert kleift að hala niður án endurgjalds lestri Halldórs Laxness á Atómstöðinni á vef Forlagsins. Eftir hádegi munu erfingjar Halldórs undirrita nýjan samning við Vöku-Helgafell um útgáfu verka skáldsins á komandi árum. Samningurinn verður undirritaður á Gljúfrasteini en í dag er er fæðingardagur Halldórs. 23.4.2009 13:45
Greifi þungt haldinn eftir morðtilræði Sænskur greifi sem er góðvinur konungsfjölskyldunnar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir morðtilræði. Fyrrverandi eiginkona hans hefur verið handtekin. 23.4.2009 13:30
Víðavangshlaup ÍR þreytt í 94. sinn Hið árlega Víðavangshlaup ÍR hófst að klukkan 12 við Ráðhús Reykjavíkur. Keppendur hlaupa 5 kílómetra langa vegalengd. Þetta er 94. sinn sem Víðavangshlaup ÍR fer fram. 23.4.2009 13:10
Skátarnir áberandi í hátíðarhöldum dagsins Skátar, skrúðgöngur, lúðrablástur, vöfflur og rjómi. Sumardagurinn fyrsti er runninn upp og fraus saman við síðasta vetrardag, mörgum hjátrúuðum landsmönnum áreiðanlega til mikillar gleði. 23.4.2009 12:55
Þykir á stundum grunnhygginn Afríska þjóðarráðið vann öruggan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Suður-Afríku í gær. Næsti forseti landsins þykir á stundum grunnhygginn. 23.4.2009 12:39
Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23.4.2009 12:25
Gylfi: Þjóðarbúið rambar ekki á barmi gjaldþrots Það er fullkominn misskilningur að þjóðarbúið hér rambi á barmi gjaldþrots, þvert á móti er útlit fyrir að hreinar skuldir íslenska ríkisins verði jafnvel minni en margra nágrannaríkja þegar um hægist, þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, í grein þar sem hann reynir að stappa stálinu í þjóðina. 23.4.2009 12:02