Innlent

Sveitarfélaginu sagt mismunað

Sigurður 
Magnússon
Sigurður Magnússon

Bæjaryfirvöld á Álftanesi segja sveitarfélagið bera hlutfallslega miklu meiri kostnað af fræðslu- og uppeldismálum og æskulýðs- og íþróttamálum en algengast sé meðal sveitarfélaga landsins.

„Þetta gerist þrátt fyrir greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna sem samkvæmt lögum er ætlað að jafna aðstöðumun þeirra. Þessi mismunur er til staðar hvort heldur Álftanes er borið saman við landsmeðaltal eða miðað er við meðaltal á höfuðborgarsvæðinu sem ef til vill er eðlilegasta viðmiðið fyrir Álftanes, þar sem svæðið er eitt atvinnu- og þjónustusvæði,“ segir í frétt á heimasíðu Álftaness. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×