Innlent

Upplýsir ekki um styrki sína

í kosningabaráttu Illugi grillaði pylsur ofan í gesti í Laugardalnum í gær. Hann mun ekki upplýsa um styrki til sín nema settar verði almennar reglur sem gangi yfir alla.fréttablaðið/daníel
í kosningabaráttu Illugi grillaði pylsur ofan í gesti í Laugardalnum í gær. Hann mun ekki upplýsa um styrki til sín nema settar verði almennar reglur sem gangi yfir alla.fréttablaðið/daníel

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill hvorki játa né neita því að hann hafi fengið háa styrki frá FL-Group og Baugi. Hann segir vel koma til greina að setja reglur um að upplýsingar verði gefnar um styrki, en í þeim efnum verði eitt yfir alla að ganga.

„Um þessar reglur giltu ákveðnar reglur á sínum tíma og það mun aldrei ganga að hægt sé að benda á ákveðna einstaklinga og segja: þú átt að birta þitt. Ef menn ætla sér að gera þetta öðruvísi en lagt var upp með verður það að gilda fyrir alla og allir að taka þátt í því.

Menn mega ekki gleyma því að til þess var ætlast og þannig á það að vera að það séu bæði fyrirtæki og einstaklingar sem styðja stjórnmálaflokka og þá sem eru í prófkjörum þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það. Aðalatriðið er að það verður jafnt yfir alla að ganga og ekki bara þá síðasta prófkjör. Ég mundi miða við árið 2001 og þá náum við borgarstjórnarkosningum inn og svo þarf að skoða önnur kjördæmi."

Illugi segir þörf á að ræða brýnni mál. „Hvernig á að endurreisa íslenskt atvinnulíf og koma ríkissjóðnum á réttan kjöl? Hvort skattar eigi að fara upp eða niður og hvort menn hafi staðið sig vel í að ná vöxtum niður. Þetta eru stóru málin sem við eigum að taka afstöðu til á laugardag."- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×