Innlent

Þorskkvóti í Barentshafi aukinn um 50.000 tonn

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Samkeppni um sölu á þorskafurðum á erlendum mörkuðum mun fara harðnandi strax á næsta ári, því allt stefnir í að þorskkvótinn í Barentshafi verði aukinn um 50 þúsund tonn og enn meira á þarnæsta ári. Þetta er samkvæmt heimildum norska sjávarútvegsráðuneytisins, sem segir jafnframt að ýsu-, síldar- og loðnustofnarnir í Barentshafi séu líka í örum vexti. Rússar og Norðmenn skipta að mestu á milli sín aflanum úr Barentshafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×