Fleiri fréttir Fyrsta löndun Íslendinga í Grimsby í tæp 9 ár Tæp níu ár voru liðin frá því íslenskt fiskiskip landaði síðast í Grimsby þegar Sturla GK 12 seldi afla sinn þar í gær. 3.3.2009 10:19 Tónlistarhúsið umfram Gæsluna Sjómannafélag Íslands lýsir furðu sinni á því að halda eigi áfram smíði tónlistarhúss fyrir fimmtán milljarða á sama tíma sé Landhelgisgæsla Íslands hálflömuð vegna fjárskorts. 3.3.2009 10:12 Atvinnusvæði rýmt á Ísafirði Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir hættustigi á Ísafirði vegna reits 9 (Grænigarður og Netagerðin) og er rýming í gangi. Á svæðinu er atvinnustarfsemi og hefur lögreglan þegar haft samband og er starfsfólk á leið úr vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýslumanninum á Ísafirði. 3.3.2009 09:58 Konum fjölgar meðal skólastjóra Haustið 2007 voru konur í fyrsta skipti í meirihluta meðal skólastjóra. Haustið 2008 hefur konum meðal skólastjóra fjölgað enn frekar og eru nú 54,8% skólastjóra. Eina starfsstéttin innan grunnskólans þar sem karlar eru í meirihluta eru húsverðir. Þetta kemur fram í gagnasöfnun Hagstofu Íslands sem safnar upplýsingum um starfsfólk í grunnskólum á Íslandi í október ár hvert. 3.3.2009 09:36 36 ný tilfelli af lifrarbólgu C 36 ný tilfelli af lifrarbólgu C fundust á Sjúkrahúsinu Vogi á síðasta ári sem er heldur minna en undanfarin ár. Lifrarbólga C er algengasti alvarlegi fylgikvilli sprautufíknar og smitast vegna þess að sprautufíklarnir sprauta sig með óhreinum áhöldum þó að tiltölulega auðvelt sé að verða sér út um hrein áhöld, að fram kemur á vefsíðu SÁÁ. Ekkert nýtt HIV tilfelli fannst á Vogi 2008. 3.3.2009 09:23 Japanar skera 100 ára bikar við nögl Svo margir Japanar eru nú 100 ára og eldri að silfurbikarinn, sem gefinn er þeim sem ná þessum aldri, hefur verið minnkaður í sparnaðarskyni. 3.3.2009 08:16 Bíll brann til kaldra kola Fólksbíll gjöreyðilagðist í eldi í nótt þar sem hann stóð í Tranavogi í Reykjavík. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og gat það slökkt í nálægum bíl, sem eldurinn hafði náð að teygja sig í. Bíllinn sem brann var mannlaus þegar eldurinn kom upp og eru eldsupptök ókunn. 3.3.2009 08:10 Blagojevich með bók í smíðum Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri Illinois, undirritaði í gær samning við bókaútgefandann Phoenix Books um að skrifa bók um feril sinn sem ríkisstjóra, brottreksturinn úr því embætti í janúar og skuggahliðar stjórnmálanna. 3.3.2009 08:08 Cromwell Crown er versta hótel Bretlands Það er sennilega frekar vafasamur heiður að lenda á lista Trip Advisor yfir tíu verstu hótel Bretlands og sennilega er það heldur ekki spennandi hlutskipti fyrir London að sjö af þessum 10 eru einmitt staðsett í miðborginni þar. 3.3.2009 07:24 Þriðjungur Bandaríkjamanna missir svefn vegna kreppu Næstum því þriðjungur Bandaríkjamanna verður fyrir svefntruflunum einu sinni eða oftar í viku vegna ótta um eigin fjárhag og stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum. 3.3.2009 07:22 Ákærður fyrir að selja ungmennum skotvopn Rúmlega fimmtugur verslunareigandi í Kaupmannahöfn hefur verið ákærður fyrir að selja ungmennum skotvopn undir borðið. Maðurinn var handtekinn í október og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en í verslun hans fundust yfir 20 byssur af ýmsum gerðum sem sýnt þykir að ætlaðar hafi verið til sölu. 3.3.2009 07:19 Fimm fallnir eftir árás á krikketlandslið Fimm öryggisverðir létu lífið og nokkrir særðust auk þess sem sex manns úr landsliði Sri Lanka í krikket hlutu sár eftir að allt að 12 vopnaðir menn réðust á bílalest sem flutti landslið Sri Lanka og Pakistans í borginni Lahore í Pakistan í morgun. 3.3.2009 07:17 Skotar vilja lögfesta áfengisverð Skoska þingið hyggst setja lög sem marka áfengisverði ákveðið lágmark auk þess sem áfengistilboð, á borð við eina ókeypis flösku séu tvær keyptar, verða bönnuð. Þetta er liður í baráttu Skota gegn áfengisbölinu en talið er að misnotkun áfengis kosti hið opinbera þar í landi um 25 milljarða punda ár hvert. Eins er til skoðunar að einstök sveitarfélög geti ákveðið að lágmarksaldur til áfengiskaupa verði hækkaður í allt að 21 ár en hann er nú 18 ár. 3.3.2009 07:14 Dvínandi líkur á loðnuvertíð Dvínandi líkur eru á að nokkur loðnuvertíð verði í ár en síðasta vertíð, sem þótti léleg, gaf þó af sér níu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Eina vonin nú er að torfur birtist óvænt vestur af landinu og gangi beint inn á Breiðafjörðinn til hrygningar en skip, sem eru þar að svipast um, hafa einskis orðið vör, enn sem komið er. Flest fjölveiðiskipin eru ýmist á kolmunnaveiðum vestur af Írlandi eða á gulldepluveiðum suður af landinu. 3.3.2009 07:11 Lögðu á flótta þegar öryggiskerfi glumdi Þjófar brutu rúðu í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík í nótt, en við það fór þjófavarnakerfi í gang. Kom þá styggð að þjófunum, sem lögðu á flótta og voru horfnir út í náttmyrkrið þegar lögregla kom á vettvang. Minna hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðustu sólarhringa en var um tíma í fyrri viku þegar fimm til sex innbrot voru framin tvær nætur í röð. 3.3.2009 07:10 Vegir um Óshlíð og Súðavíkurhlíð enn lokaðir Vegirnir um Óshlíð og Súðavíkurhlíð hafa verið lokaðir síðan í gærkvöldi vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Staðan verður metin á ný þegar birtir. 3.3.2009 07:04 Búið að rýma húsin í Bolungarvík Búið er að rýma þau hús í Bolungarvík sem gætu verið í hættu vegna snjóflóðs, segir lögreglan á Vestfjörðum. 2.3.2009 21:32 Segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist „Heilbrigðiskerfið brást algerlega," sagði Telma Magnúsdóttir ekkja sem missti mann sinn, Björgvin Björgvinsson, úr húðkrabbameini fyrir tæpu ári síðan. Telma sagði sögu sína í Íslandi í dag í kvöld. 2.3.2009 21:17 Reykkafarar fóru inn í hús í Neskaupstað Reykkafarar úr slökkviliði Fjarðarbyggðar fóru inn í brennandi tvíbýlishús að Hlíðargötu í Neskaupstað í dag. 2.3.2009 19:24 Ásta baðst afsökunar „Þegar litið er um öxl getur engum dulist að Sjálfstæðisflokkurinn og þingmenn hans hefðu getað gert betur á síðustu árum. Ég á minn þátt í því andvaraleysi sem þingmenn þjóðarinnar hafa gert sig seka um á 2.3.2009 20:03 Tryggja heimilislausum stuðning Alls hefur 20 heimilislausum í Reykjavík verið tryggt húsnæði, þjónusta og félagslegur stuðningur samkvæmt samningi félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. 2.3.2009 20:24 Hættustigi lýst yfir í Bolungarvík Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir hættustigi í Bolungarík og er rýming í gangi vegna reits 4 (Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 22 og Tröð). Gert er ráð fyrir að umrædd hús verði mannlaus fyrir klukkan níu í kvöld. 2.3.2009 19:12 Kraftur hafsins sigraði í ljósmyndasamkeppni Stöðvar 2, Vísis og Iceland Express Alls bárust 10502 myndir í ljósmyndasamkeppni sem Stöð 2 og Vísir.is efndu til í samstarfi við Iceland Express. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Stöð 2 segir þetta vera gríðarlegan fjölda og að sennilega hafi aldrei verið flóknara fyrir dómnefnd að finna myndir til að setja til atkvæðagreiðslu á Vísi. Eftirtaldar myndir urðu hlutskarpastar í atkvæðagreiðslu lesenda Vísis 2.3.2009 18:31 Vegum um Súðavíkurhlíð og Óshlíð lokað Vegna snjóflóða eru lokaðir vegirnir um Súðavíkurhlíð og Óshlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 2.3.2009 17:44 Tíu stöðvaðir vegna ölvunaraksturs - fimm vegna fíkniefnaaksturs Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. 2.3.2009 16:55 Grafarholtsbúar beðnir um að svipast eftir Aldísi Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Aldísi Westergren, 37 ára, hefur enn engan árangur borið en síðast er vitað um ferðir hennar við Gvendargeisla í Grafarholti í Reykjavík þriðjudaginn 24. febrúar. Lögregla biður íbúa og verktaka í hverfinu að svipast vel um í skúrum og á byggingarsvæðum. 2.3.2009 16:36 Neitar að borga 4,6 milljarða fyrir styttur Kínverskur maður sem bauð hæsta verð í tvær styttur sem seldar voru úr dánarbúi tískukóngsins Yves Saint Lauren neitar nú að borga fyrir þær. 2.3.2009 16:23 Hnefaleikasambandið ræðir mál barnaboxarans „Við erum að ræða þetta innan nefndarinnar," segir Ágústa Hera Birgisdóttir, nefndarmaður í Hnefaleikanefnd ÍSÍ en málefni ungs boxara sem réðist á samnemanda sinn í Sandgerði er til skoðunar. 2.3.2009 16:00 Gott skíðafæri í Bláfjöllum Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið og þar verða lyftur í gangi til klukkan 21 kvöld. Að mati Ingimundar Sigfússonar, starfsmanns í Bláfjöllum, er skíðafærið mjög gott. 2.3.2009 15:51 Snjóflóðahætta í Súðavíkurhlíð Vegna snjóflóðahættu á Súðavíkurhlíð eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni og tekur lögreglan á Vestfjörðum undir þau varnaðarorð.. 2.3.2009 15:24 Barnaboxari ósakhæfur Boxarinn og félagi hans sem gengu í skrokk á samnemanda sínum, eru ósakhæfir sökum aldurs samkvæmt upplýsingum sem fengust frá lögreglunni á Suðurnesjum. Um er að ræða stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku í grunnskólanum á Sandgerði. Það var RÚV sem greindi fyrst frá málinu. 2.3.2009 15:22 Gísli undrast lýðræðið í Samfylkingunni ,,Er einhver sem telur að þá 20 mánuði sem Samfylkingin sat í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, hefði ekki verið hægt að grípa til ráðstafana sem hefði forðað algeru hruni eða lágmarkað skaðann fyrir venjulegt fólk? Auðvitað var tími til að gera það," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 2.3.2009 15:19 Jóhanna: Þingið þarf lengri tíma Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir alveg ljóst að þingið þarf lengri tíma en til 12. mars næstkomandi til þess að klára þau mál sem fyrir liggja. Hún sagði á þingi í dag í svari við fyrirspurn frá Geir Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins, að engin ákvörðun hafi verið tekin um þingrof og kjördag en að sú ákvörðun verði að liggja fyrir sem allra fyrst. 2.3.2009 15:15 Tvö hundruð prósent fleiri umsóknir um aðstoð Beiðnum um aðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar hefur fjölgað afar mikið fyrstu mánuðina á nýju ári. Umsóknum fjölgaði um 200% í febrúar. Í febrúar í fyrra bárust 139 beiðnir en í nýliðnum mánuði voru þær 410. Í janúar var fjölgunin 152% miðað við sama mánuð árið 2008. Haft er eftir Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, að mjög margir séu að sækja um í fyrsta sinn. 2.3.2009 15:05 Úthlutað úr Guðrúnarsjóði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, úthlutaði í föstudaginn átta námsstyrkjum úr Guðrúnarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður með samþykkt borgarráðs í mars 2005 í samstarfi við Eflingu- stéttarfélag. Sjóðurinn er nefndur eftir Guðrúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni Námsflokka Reykjavíkur, en hún vann mikið brautryðjendastarf við uppbyggingu námsflokkanna, þar sem boðið var upp á fjölbreytta fullorðinsfræðslu. 2.3.2009 14:48 Ólga meðal framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi Talsverðrar ólgu gætir meðal framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi vegna staðsetningar og fyrirkomulags kjördæmaþings þar sem frambjóðendur flokksins í komandi þingkosningum verða valdir. Flokksfélagi hefur dregið framboð sitt til baka og segir stjórn ráðsins reyna að tryggja stöðu Birkis Jóns Jónssonar og frambjóðanda á Austurlandi umfram aðra frambjóðendur. 2.3.2009 14:07 Á tvöhundruð með soninn á aftursætinu Breskur mótorhjólamaður var á dögunum dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að aka á 196 kílómetra hraða með 14 ára gamlan son sinn á aftursætinu. Maðurinn játaði brotið fyrir dómi enda náðist atvikið á hraðamyndavél. 2.3.2009 14:06 Sunnlendingar lemja konur Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á Selfossi síðustu helgi en í báðum tilvikum var um karlmenn að ræða sem réðust að konum. Annað tilvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi. Maðurinn sló konu hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. 2.3.2009 13:28 Japanskeisari heimsækir Pearl Harbour Japanskeisari mun að öllum líkindum heimsækja Pearl Harbour á Hawaii eyjum í sumar. Árás Japana á höfnina í desember árið 1941 kom Bandaríkjunum inn í síðari heimsstyrjöldina. 2.3.2009 12:25 Flótti úr Framsókn Pétur Gunnarsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Hann er þá þriðji framsóknarmaðurinn sem segir sig úr flokknum á stuttu tímabili, fyrir eru það þeir Þráinn Bertelsson rithöfundur og Sævar Cesielski. 2.3.2009 12:22 Ekki búið að ákveða laun seðlabankastjóra Laun nýrra yfirstjórnenda hjá Seðlabanka Íslands hafa enn ekki verið ákveðin. Svein Harald Öygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri voru settir í embættin á föstudaginn. Á blaðamannafundi við það tilefni vísaði Svein Harald á forsætisráðuneytið þegar hann var spurður út í launakjör sín. 2.3.2009 12:17 Ákvörðun Seðlabankans órökstudd og skaðleg Gjaldeyrishöft verða ekki afnumin næsta hálfa árið. Samtök atvinnulífsins segja ákvörðunina skaðlega og brýnt að losað verði um höftin hið fyrsta. 2.3.2009 12:08 Forseti Gíneu Bissau myrtur Forseti Afríkuríkisins Gíneu Bissau var myrtur í dag. Það voru hermenn úr stjórnarhernum sem myrtu Joao Bernardo Vieira þegar hann reyndi að flýja af heimili sínu. Skömmu áður var yfirmaður herafla landsins myrtur á skrifstofu sinni. Forsetinn og hershöfðinginn voru svarnir fjandmenn og höfðu lengi tekist á um völd í landinu. 2.3.2009 11:55 Úrslit í forvali VG tilkynnt annað kvöld Talning vegna forvals Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fer fram á morgun. Drífa Snædal, framkvæmdstýra flokksins, segir að kosningaþátttaka hafi verið einstaklega góð en tilkynnt verður um úrslitin annað kvöld. 21 flokksfélagi gáfu kost á sér í forvalinu. 2.3.2009 11:28 Leit ekki borið árangur Björgunarsveitir funda um áframhaldandi leit á Aldísi Westergren, en lýst var eftir henni um miðja síðustu viku. Leitin hefur ekki borið árangur og því er fundað um áframhaldið eftir að hafa leitað hafi verið að henni sleitulaust síðan á fimmtudaginn síðasta. 2.3.2009 11:25 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrsta löndun Íslendinga í Grimsby í tæp 9 ár Tæp níu ár voru liðin frá því íslenskt fiskiskip landaði síðast í Grimsby þegar Sturla GK 12 seldi afla sinn þar í gær. 3.3.2009 10:19
Tónlistarhúsið umfram Gæsluna Sjómannafélag Íslands lýsir furðu sinni á því að halda eigi áfram smíði tónlistarhúss fyrir fimmtán milljarða á sama tíma sé Landhelgisgæsla Íslands hálflömuð vegna fjárskorts. 3.3.2009 10:12
Atvinnusvæði rýmt á Ísafirði Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir hættustigi á Ísafirði vegna reits 9 (Grænigarður og Netagerðin) og er rýming í gangi. Á svæðinu er atvinnustarfsemi og hefur lögreglan þegar haft samband og er starfsfólk á leið úr vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýslumanninum á Ísafirði. 3.3.2009 09:58
Konum fjölgar meðal skólastjóra Haustið 2007 voru konur í fyrsta skipti í meirihluta meðal skólastjóra. Haustið 2008 hefur konum meðal skólastjóra fjölgað enn frekar og eru nú 54,8% skólastjóra. Eina starfsstéttin innan grunnskólans þar sem karlar eru í meirihluta eru húsverðir. Þetta kemur fram í gagnasöfnun Hagstofu Íslands sem safnar upplýsingum um starfsfólk í grunnskólum á Íslandi í október ár hvert. 3.3.2009 09:36
36 ný tilfelli af lifrarbólgu C 36 ný tilfelli af lifrarbólgu C fundust á Sjúkrahúsinu Vogi á síðasta ári sem er heldur minna en undanfarin ár. Lifrarbólga C er algengasti alvarlegi fylgikvilli sprautufíknar og smitast vegna þess að sprautufíklarnir sprauta sig með óhreinum áhöldum þó að tiltölulega auðvelt sé að verða sér út um hrein áhöld, að fram kemur á vefsíðu SÁÁ. Ekkert nýtt HIV tilfelli fannst á Vogi 2008. 3.3.2009 09:23
Japanar skera 100 ára bikar við nögl Svo margir Japanar eru nú 100 ára og eldri að silfurbikarinn, sem gefinn er þeim sem ná þessum aldri, hefur verið minnkaður í sparnaðarskyni. 3.3.2009 08:16
Bíll brann til kaldra kola Fólksbíll gjöreyðilagðist í eldi í nótt þar sem hann stóð í Tranavogi í Reykjavík. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og gat það slökkt í nálægum bíl, sem eldurinn hafði náð að teygja sig í. Bíllinn sem brann var mannlaus þegar eldurinn kom upp og eru eldsupptök ókunn. 3.3.2009 08:10
Blagojevich með bók í smíðum Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri Illinois, undirritaði í gær samning við bókaútgefandann Phoenix Books um að skrifa bók um feril sinn sem ríkisstjóra, brottreksturinn úr því embætti í janúar og skuggahliðar stjórnmálanna. 3.3.2009 08:08
Cromwell Crown er versta hótel Bretlands Það er sennilega frekar vafasamur heiður að lenda á lista Trip Advisor yfir tíu verstu hótel Bretlands og sennilega er það heldur ekki spennandi hlutskipti fyrir London að sjö af þessum 10 eru einmitt staðsett í miðborginni þar. 3.3.2009 07:24
Þriðjungur Bandaríkjamanna missir svefn vegna kreppu Næstum því þriðjungur Bandaríkjamanna verður fyrir svefntruflunum einu sinni eða oftar í viku vegna ótta um eigin fjárhag og stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum. 3.3.2009 07:22
Ákærður fyrir að selja ungmennum skotvopn Rúmlega fimmtugur verslunareigandi í Kaupmannahöfn hefur verið ákærður fyrir að selja ungmennum skotvopn undir borðið. Maðurinn var handtekinn í október og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en í verslun hans fundust yfir 20 byssur af ýmsum gerðum sem sýnt þykir að ætlaðar hafi verið til sölu. 3.3.2009 07:19
Fimm fallnir eftir árás á krikketlandslið Fimm öryggisverðir létu lífið og nokkrir særðust auk þess sem sex manns úr landsliði Sri Lanka í krikket hlutu sár eftir að allt að 12 vopnaðir menn réðust á bílalest sem flutti landslið Sri Lanka og Pakistans í borginni Lahore í Pakistan í morgun. 3.3.2009 07:17
Skotar vilja lögfesta áfengisverð Skoska þingið hyggst setja lög sem marka áfengisverði ákveðið lágmark auk þess sem áfengistilboð, á borð við eina ókeypis flösku séu tvær keyptar, verða bönnuð. Þetta er liður í baráttu Skota gegn áfengisbölinu en talið er að misnotkun áfengis kosti hið opinbera þar í landi um 25 milljarða punda ár hvert. Eins er til skoðunar að einstök sveitarfélög geti ákveðið að lágmarksaldur til áfengiskaupa verði hækkaður í allt að 21 ár en hann er nú 18 ár. 3.3.2009 07:14
Dvínandi líkur á loðnuvertíð Dvínandi líkur eru á að nokkur loðnuvertíð verði í ár en síðasta vertíð, sem þótti léleg, gaf þó af sér níu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Eina vonin nú er að torfur birtist óvænt vestur af landinu og gangi beint inn á Breiðafjörðinn til hrygningar en skip, sem eru þar að svipast um, hafa einskis orðið vör, enn sem komið er. Flest fjölveiðiskipin eru ýmist á kolmunnaveiðum vestur af Írlandi eða á gulldepluveiðum suður af landinu. 3.3.2009 07:11
Lögðu á flótta þegar öryggiskerfi glumdi Þjófar brutu rúðu í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík í nótt, en við það fór þjófavarnakerfi í gang. Kom þá styggð að þjófunum, sem lögðu á flótta og voru horfnir út í náttmyrkrið þegar lögregla kom á vettvang. Minna hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðustu sólarhringa en var um tíma í fyrri viku þegar fimm til sex innbrot voru framin tvær nætur í röð. 3.3.2009 07:10
Vegir um Óshlíð og Súðavíkurhlíð enn lokaðir Vegirnir um Óshlíð og Súðavíkurhlíð hafa verið lokaðir síðan í gærkvöldi vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Staðan verður metin á ný þegar birtir. 3.3.2009 07:04
Búið að rýma húsin í Bolungarvík Búið er að rýma þau hús í Bolungarvík sem gætu verið í hættu vegna snjóflóðs, segir lögreglan á Vestfjörðum. 2.3.2009 21:32
Segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist „Heilbrigðiskerfið brást algerlega," sagði Telma Magnúsdóttir ekkja sem missti mann sinn, Björgvin Björgvinsson, úr húðkrabbameini fyrir tæpu ári síðan. Telma sagði sögu sína í Íslandi í dag í kvöld. 2.3.2009 21:17
Reykkafarar fóru inn í hús í Neskaupstað Reykkafarar úr slökkviliði Fjarðarbyggðar fóru inn í brennandi tvíbýlishús að Hlíðargötu í Neskaupstað í dag. 2.3.2009 19:24
Ásta baðst afsökunar „Þegar litið er um öxl getur engum dulist að Sjálfstæðisflokkurinn og þingmenn hans hefðu getað gert betur á síðustu árum. Ég á minn þátt í því andvaraleysi sem þingmenn þjóðarinnar hafa gert sig seka um á 2.3.2009 20:03
Tryggja heimilislausum stuðning Alls hefur 20 heimilislausum í Reykjavík verið tryggt húsnæði, þjónusta og félagslegur stuðningur samkvæmt samningi félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. 2.3.2009 20:24
Hættustigi lýst yfir í Bolungarvík Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir hættustigi í Bolungarík og er rýming í gangi vegna reits 4 (Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 22 og Tröð). Gert er ráð fyrir að umrædd hús verði mannlaus fyrir klukkan níu í kvöld. 2.3.2009 19:12
Kraftur hafsins sigraði í ljósmyndasamkeppni Stöðvar 2, Vísis og Iceland Express Alls bárust 10502 myndir í ljósmyndasamkeppni sem Stöð 2 og Vísir.is efndu til í samstarfi við Iceland Express. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Stöð 2 segir þetta vera gríðarlegan fjölda og að sennilega hafi aldrei verið flóknara fyrir dómnefnd að finna myndir til að setja til atkvæðagreiðslu á Vísi. Eftirtaldar myndir urðu hlutskarpastar í atkvæðagreiðslu lesenda Vísis 2.3.2009 18:31
Vegum um Súðavíkurhlíð og Óshlíð lokað Vegna snjóflóða eru lokaðir vegirnir um Súðavíkurhlíð og Óshlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 2.3.2009 17:44
Tíu stöðvaðir vegna ölvunaraksturs - fimm vegna fíkniefnaaksturs Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. 2.3.2009 16:55
Grafarholtsbúar beðnir um að svipast eftir Aldísi Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Aldísi Westergren, 37 ára, hefur enn engan árangur borið en síðast er vitað um ferðir hennar við Gvendargeisla í Grafarholti í Reykjavík þriðjudaginn 24. febrúar. Lögregla biður íbúa og verktaka í hverfinu að svipast vel um í skúrum og á byggingarsvæðum. 2.3.2009 16:36
Neitar að borga 4,6 milljarða fyrir styttur Kínverskur maður sem bauð hæsta verð í tvær styttur sem seldar voru úr dánarbúi tískukóngsins Yves Saint Lauren neitar nú að borga fyrir þær. 2.3.2009 16:23
Hnefaleikasambandið ræðir mál barnaboxarans „Við erum að ræða þetta innan nefndarinnar," segir Ágústa Hera Birgisdóttir, nefndarmaður í Hnefaleikanefnd ÍSÍ en málefni ungs boxara sem réðist á samnemanda sinn í Sandgerði er til skoðunar. 2.3.2009 16:00
Gott skíðafæri í Bláfjöllum Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið og þar verða lyftur í gangi til klukkan 21 kvöld. Að mati Ingimundar Sigfússonar, starfsmanns í Bláfjöllum, er skíðafærið mjög gott. 2.3.2009 15:51
Snjóflóðahætta í Súðavíkurhlíð Vegna snjóflóðahættu á Súðavíkurhlíð eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni og tekur lögreglan á Vestfjörðum undir þau varnaðarorð.. 2.3.2009 15:24
Barnaboxari ósakhæfur Boxarinn og félagi hans sem gengu í skrokk á samnemanda sínum, eru ósakhæfir sökum aldurs samkvæmt upplýsingum sem fengust frá lögreglunni á Suðurnesjum. Um er að ræða stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku í grunnskólanum á Sandgerði. Það var RÚV sem greindi fyrst frá málinu. 2.3.2009 15:22
Gísli undrast lýðræðið í Samfylkingunni ,,Er einhver sem telur að þá 20 mánuði sem Samfylkingin sat í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, hefði ekki verið hægt að grípa til ráðstafana sem hefði forðað algeru hruni eða lágmarkað skaðann fyrir venjulegt fólk? Auðvitað var tími til að gera það," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 2.3.2009 15:19
Jóhanna: Þingið þarf lengri tíma Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir alveg ljóst að þingið þarf lengri tíma en til 12. mars næstkomandi til þess að klára þau mál sem fyrir liggja. Hún sagði á þingi í dag í svari við fyrirspurn frá Geir Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins, að engin ákvörðun hafi verið tekin um þingrof og kjördag en að sú ákvörðun verði að liggja fyrir sem allra fyrst. 2.3.2009 15:15
Tvö hundruð prósent fleiri umsóknir um aðstoð Beiðnum um aðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar hefur fjölgað afar mikið fyrstu mánuðina á nýju ári. Umsóknum fjölgaði um 200% í febrúar. Í febrúar í fyrra bárust 139 beiðnir en í nýliðnum mánuði voru þær 410. Í janúar var fjölgunin 152% miðað við sama mánuð árið 2008. Haft er eftir Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, að mjög margir séu að sækja um í fyrsta sinn. 2.3.2009 15:05
Úthlutað úr Guðrúnarsjóði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, úthlutaði í föstudaginn átta námsstyrkjum úr Guðrúnarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður með samþykkt borgarráðs í mars 2005 í samstarfi við Eflingu- stéttarfélag. Sjóðurinn er nefndur eftir Guðrúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni Námsflokka Reykjavíkur, en hún vann mikið brautryðjendastarf við uppbyggingu námsflokkanna, þar sem boðið var upp á fjölbreytta fullorðinsfræðslu. 2.3.2009 14:48
Ólga meðal framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi Talsverðrar ólgu gætir meðal framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi vegna staðsetningar og fyrirkomulags kjördæmaþings þar sem frambjóðendur flokksins í komandi þingkosningum verða valdir. Flokksfélagi hefur dregið framboð sitt til baka og segir stjórn ráðsins reyna að tryggja stöðu Birkis Jóns Jónssonar og frambjóðanda á Austurlandi umfram aðra frambjóðendur. 2.3.2009 14:07
Á tvöhundruð með soninn á aftursætinu Breskur mótorhjólamaður var á dögunum dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að aka á 196 kílómetra hraða með 14 ára gamlan son sinn á aftursætinu. Maðurinn játaði brotið fyrir dómi enda náðist atvikið á hraðamyndavél. 2.3.2009 14:06
Sunnlendingar lemja konur Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á Selfossi síðustu helgi en í báðum tilvikum var um karlmenn að ræða sem réðust að konum. Annað tilvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi. Maðurinn sló konu hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. 2.3.2009 13:28
Japanskeisari heimsækir Pearl Harbour Japanskeisari mun að öllum líkindum heimsækja Pearl Harbour á Hawaii eyjum í sumar. Árás Japana á höfnina í desember árið 1941 kom Bandaríkjunum inn í síðari heimsstyrjöldina. 2.3.2009 12:25
Flótti úr Framsókn Pétur Gunnarsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Hann er þá þriðji framsóknarmaðurinn sem segir sig úr flokknum á stuttu tímabili, fyrir eru það þeir Þráinn Bertelsson rithöfundur og Sævar Cesielski. 2.3.2009 12:22
Ekki búið að ákveða laun seðlabankastjóra Laun nýrra yfirstjórnenda hjá Seðlabanka Íslands hafa enn ekki verið ákveðin. Svein Harald Öygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri voru settir í embættin á föstudaginn. Á blaðamannafundi við það tilefni vísaði Svein Harald á forsætisráðuneytið þegar hann var spurður út í launakjör sín. 2.3.2009 12:17
Ákvörðun Seðlabankans órökstudd og skaðleg Gjaldeyrishöft verða ekki afnumin næsta hálfa árið. Samtök atvinnulífsins segja ákvörðunina skaðlega og brýnt að losað verði um höftin hið fyrsta. 2.3.2009 12:08
Forseti Gíneu Bissau myrtur Forseti Afríkuríkisins Gíneu Bissau var myrtur í dag. Það voru hermenn úr stjórnarhernum sem myrtu Joao Bernardo Vieira þegar hann reyndi að flýja af heimili sínu. Skömmu áður var yfirmaður herafla landsins myrtur á skrifstofu sinni. Forsetinn og hershöfðinginn voru svarnir fjandmenn og höfðu lengi tekist á um völd í landinu. 2.3.2009 11:55
Úrslit í forvali VG tilkynnt annað kvöld Talning vegna forvals Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fer fram á morgun. Drífa Snædal, framkvæmdstýra flokksins, segir að kosningaþátttaka hafi verið einstaklega góð en tilkynnt verður um úrslitin annað kvöld. 21 flokksfélagi gáfu kost á sér í forvalinu. 2.3.2009 11:28
Leit ekki borið árangur Björgunarsveitir funda um áframhaldandi leit á Aldísi Westergren, en lýst var eftir henni um miðja síðustu viku. Leitin hefur ekki borið árangur og því er fundað um áframhaldið eftir að hafa leitað hafi verið að henni sleitulaust síðan á fimmtudaginn síðasta. 2.3.2009 11:25