Fleiri fréttir Myrti tvö börn og fóstru á dagvist Íbúar í bænum Dendermonde í austurhluta Belgíu eru harmi slegnir eftir að ungur maður réðst inn á dagvist barna í borginni í gær vopnaður hnífi. Hann myrti þar tvö ungabörn og fóstru þeirra og særði tólf til viðbótar. 24.1.2009 12:33 Geir: Ekki rétt að mynda þjóðstjórn Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að mynda þrátt fyrir veikindi sín og formanns Samfylkingarinnar. Geir sagði í þættinum Vikulokin í morgun að engan annan kost betri en núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar. Hvort sem um er að ræða minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með hlutleysi Framsóknarflokks, utanþingsstjórn eða þjóðstjórn. 24.1.2009 12:28 Mótmælt á Austurvelli Safnast verður saman á Austurvelli í dag, 16. helgina i röð, á mótmælafundi Radda fólksins. ,,Þrátt fyrir áfangasigur með yfirlýsingu um kosningar 9. maí nk. má ekki slaka á. Þjóðin getur ekki búið við vanhæfa ríkisstjórn deginum lengur. Sömu stjórnirnar sitja sem fastast í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og útrásarvíkingarnir leika lausum hala. Sameinumst um að reka endahnút á siðleysi og spillingu – hefjum vorhreingerningar í íslenska stjórnkerfinu," segir á vef samtakanna. 24.1.2009 12:14 Ingibjörg og Geir funda á eftir Formenn stjórnarflokkanna hittast síðdegis til að ræða um stjórnarsamstarfið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins vonast til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi fram að kosningum í vor. 24.1.2009 12:07 Ríkisstjórnin hefur glatað trausti þjóðarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að ríkisstjórnin hafi glatað trausti sínu meðal þjóðarinnar. Hann viðurkennir að nýlegar skoðanakannanir séu flokknum áfall. ,,Okkur bíður mikil vinna við að endurvekja traust almennings ef við ætlum að halda áfram að starfa í núverandi ríkisstjórn." 24.1.2009 11:48 Samtök gegn fóstureyðingum fordæma ákvörðun Obama Barack Obama, Bandaríkjaforseti, aflétti í gærkvöldi takmörkunum á opinberum fjárstuðningin við bandarísk samtök sem veita fjölskylduráðgjöf utan Bandaríkjanna. Það tekur einnig til samtaka sem veita upplýsingar og ráðgjöf um fóstureyðingar. George Bush fyrrverandi forseti hafði komið þeim takmörkunum á. 24.1.2009 11:32 Ísland reist við í Mývatnssveit í dag Mótmælafundur verður haldin í annað sinn í Mývatnssveit í dag og beinast mótmælin að sömu atriðum og á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Austurvelli, að fram kemur i tilkynningu. Krafist er afsagnar ríkisstjórnar, bankastjóra Seðlabankans og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. ,,Fjöldi mótmælenda eða stærð byggðarlags skiptir hér ekki máli. Raddir fólksins þurfa að heyrast sem víðast." 24.1.2009 11:18 Frjálslyndir hafna aðildarviðræðum í póstkönnun Frjálslyndi flokkurinn vill ekki að Ísland leiti eftir aðild að Evrópusambandinu. Á miðstjórnarfundi flokksins sem hófst í morgun var kynnt niðurstaða úr skoðanakönnun sem gerð var meðal flokksmanna. 34,8% flokkamanna eru fylgjandi aðildarviðræður en 51,6 eru á móti. Tæplega 10% flokksmanna eru óákveðnir. 24.1.2009 11:00 Vilja leiðtoga uppreisnarmanna framseldan Ráðamenn í Kongó hafa óskað eftir því að Laurent Nkunda, leiðtogi uppreisnarmanna í landinu, verði framseldur. Ráðamenn í Rúanda tilkynntu í gærmorgun að herlið þeirra hefði tekið Nkunda höndum í búðum hands við landamærin að Úganda. 24.1.2009 10:51 Birkir Jón: Ætlum að standa undir væntingum fólks ,,Þetta eru viðbrögð almennings að Framsókn er að svara því kalli að breytinga er þörf í íslenskum stjórnmálum," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, um gott gengi flokksins í skoðanakönnunum. 24.1.2009 10:40 SÞ skóla á nýjan leik á Gaza Sameinuðu þjóðirnar opnuðu í morgun aftur skóla á Gaza svæðinu sem lokað var þegar árásir Ísraela á svæðið hófust rétt fyrir áramót. Búist er við að um tvö hundruð þúsund palestínsk börn setjist þar aftur á skólabekk. 24.1.2009 10:17 Fámennt við þinghúsið í gær Fámennur hópur mótmælenda kom saman við Alþingishúsið um kvöldmatarleytið í gær. Fólkið barði trommur og potta. Allt var með friði og spekt. Margir klæddust appelsínugulum flíkum til marks um að mótmælin væru friðsamleg. 24.1.2009 10:06 Hálka víða um land Vegagerðin varar ökumenn við hálku á þjóðvegum víða um land, einkum á fáfarnari leiðum og á fjallvegum. Þannig er flughált í kringum Þingvallavatn og á Bláfjalla- og Krýsuvíkurleið. Sömuleiðis er flughált á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vatnsskarði eystra. 24.1.2009 10:03 Fjögur dauðsföll á tveimur vikum vegna fuglaflensu Kínversk yfirvöld tilkynntu í morgun að kona um þrítugt hefði í gær látist af völdum fuglaflesnsu í norð vestur hluta landsins. Áður hafði verið tilkynnt um þrjú önnur dauðsföll af völdum sjúkdómsins síðasta hálfa mánuðinn. Fimmta manneskjan mun hafa veikst. 24.1.2009 09:59 Opið í Hlíðarfjalli og Siglufirði Skíðasvæðið á Siglufirði verðu opið í dag á milli klukkan 12 og 17. Að sögn Egils Rögnvaldssonar, umsjónarmanns svæðisins, er skíðafæri gott og nægur snjór. ,,Við höfum verið að fá 150 til 200 manns á góðum dögum. Aðkomufólk er mjög duglegt að heimsækja okkur sem er mjög ánægjulegt," segir Egill. 24.1.2009 09:53 Rólegt hjá lögreglu víðs vegar um landið Nóttin var víðast hvar tíðindalítil, að sögn lögreglu. Talsverður erill var þó hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru þrír teknir grunaðir um ölvunarakstur og aðrir þrír grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá hafði lögreglan í Borgarnesi afskipti af tveimur ökumönnum vegna fíkniefnaaksturs. 24.1.2009 09:38 Stakk af eftir að hafa ekið á vegfaranda Lögreglan leitar manns sem ók á ungan mann á mótum Laugavegar og Smiðjustígs um klukkan hálf fjögur í nótt. Maðurinn var fluttur með höfuðáverka á slysadeild og sögn lögreglu er hann lífshættulega slasaður. 24.1.2009 09:10 Fáir styðja núverandi stjórn Núverandi ríkisstjórn er mjög óvinsæl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Bæði er það að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eru að tapa fylgi hvort sem litið er til síðustu könnunar eða síðustu alþingiskosninga. Hins vegar segjast einungis 20,3 prósent styðja núverandi ríkisstjórn, en stuðningur við ríkisstjórnina var 71,9 prósent í febrúar fyrir tæpu ári. 24.1.2009 08:00 AGS styður stefnu en ekki flokka „Mörg ríki hafa farið í gegnum kosningar og sum hafa jafnvel skipt um ríkisstjórn á meðan unnið er eftir áætlun Sjóðsins, án þess að áætlunin truflist mikið,“ segir Mark Flanagan, yfirmaður áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi, í tölvupósti til Fréttablaðsins, aðspurður hvort kosningar eða breytt ríkisstjórn myndi hafa áhrif á samstarfið við sjóðinn. 24.1.2009 07:30 Samstarfið í óvissu Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kosningar í maí dugar ekki ein og sér til að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ótímabært að fullyrða nokkuð um samstarfið fyrr en hún hefur hitt Geir H. Haarde. Þau munu ræða saman í dag og fara yfir stöðuna. 24.1.2009 07:00 Pálína kann vel við sig á Gasasvæðinu „Yfirleitt líður mér óskaplega vel inni á Gasa og fólkið þar er gott,“ segir Pálína Ásgeirsdóttir, sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins í Palestínu. Mikil samkennd sé meðal Gasabúa, sem taki erlendum hjálparstarfsmönnum fagnandi. 24.1.2009 06:30 Fjögurra flokka stjórn erfið Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að í ljósi allra aðstæðna hafi frestun landsfundar og tillaga um kosningar 9. maí verið það eina rétta. 24.1.2009 06:00 Stjórnarslit voru tíð „Það var mun eðlilegra áður fyrr að stjórnir sætu ekki út kjörtímabilið. Fyrir 1988 er það eiginlega bara Viðreisnarstjórnin sem svo gerir," segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. 24.1.2009 05:30 Fylgi Samfylkingar hrynur Fylgi Samfylkingar hrynur í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Einungis 19,2 prósent segjast styðja flokkinn og hefur fylgið ekki verið minna í tvö ár. 24.1.2009 05:30 Þrjú hundruð verið tilnefnd Hátt í þrjú hundruð tilnefningar hafa borist vegna samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem veitt verða þann 5. mars. 24.1.2009 05:15 Ný slökkvistöð sé í Seljahverfi Hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er nú til skoðunar ný lóð fyrir slökkvistöð í stað umdeildrar staðsetningar við Stekkjarbakka í Elliðaárdal. Stekkjarbakki er talinn ákjósanlegur fyrir byggingu nýrrar slökkvistöðvar en þessari hugmynd mótmæla þó bæði íbúar í næsta nágrenni og aðrir unnendur útvistarsvæðisins í Elliðaárdal. 24.1.2009 05:00 Spyr um þinghald „Ég tel þörf á því að forystumenn allra flokka verði nú kallaðir saman hið fyrsta,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ákveða hvaða mál á að fara með í gegnum þingið áður en því verður slitið og menn hefja sína kosningabaráttu. 24.1.2009 04:00 Snýr sér að efnahagsmálum Barack Obama Bandaríkjaforseti átti í gær fundi með þingmönnum beggja flokka og hvatti þá til að styðja efnahagsaðgerðir sínar. Ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar krefjist þess að þingið taki til sinna ráða, jafnvel þótt sumum þingmönnum hugnist ekki sumir hlutar aðgerðanna. 24.1.2009 04:00 Kosningar geta lengt kreppuna um tvö ár Eins og öðrum var Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, brugðið eftir tíðindin sem Geir H. Haarde færði samflokksmönnum sínum í Valhöll í gær. „Ég er slegin yfir þessum tíðindum og get ekki hugsað um annað að svo stöddu,“ sagði Þorgerður við fréttamenn í Valhöll í gær. 24.1.2009 03:45 Systkini skölluðu og bitu varðstjóra Systkini voru dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa ráðist á varðstjóra lögreglu á lögreglustöð. Fólkið skallaði og beit lögregluþjóninn. 24.1.2009 03:30 Mörg mál eru enn ókláruð „Kosningar voru svo sem komnar á sjónarsviðið með einum eða öðrum hætti. Aðalatriðið er að út úr því ferli öllu komi einhver vilji og geta til að taka framtíðar-ákvarðanir, sem skila þjóðinni áfram en ekki aftur á bak,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 24.1.2009 03:30 Ingólfur köttur enn ófundinn „Við höfum ekki enn fundið Ingólf, en höfum fengið fjöldann allan af vísbendingum frá fólki sem telur sig hafa séð hann,“ segir Phillip Krah, eigandi kattarins Ingólfs sem týndist þegar íbúð sem Phillip bjó í ásamt unnustu sinni og vini varð eldi að bráð í byrjun mánaðarins. 24.1.2009 03:00 Þriðjungur að eyða fóstri á ný Þriðjungur þeirra kvenna á Íslandi sem fór í fóstureyðingu á árinu 2007 hafði áður látið eyða fóstri. Þetta kemur fram í tölum frá Landlæknisembættinu. 24.1.2009 03:00 Örfáir myndu framselja hann Ratko Mladic nýtur enn mikilla vinsælda og stuðnings í Serbíu, þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur stríðsglæpamaður í meira en áratug. 24.1.2009 03:00 Lögregluþjónn skaut unnustu Lögregluþjónn í Tromsö í Noregi skaut í gær fyrrverandi sambýliskonu sína til bana á bílastæði fyrir utan barnaskóla þar sem hún vann. Því næst gerði hann tilraun til að svipta sig lífi. 24.1.2009 02:45 Vilja fresta endurskoðun Formenn aðildarfélaga ASÍ ræddu á fundi í gær að fresta endurskoðun kjarasamninga fram á vor. Vinnuveitendur vilja segja upp samningnum eða fresta hækkunum fram undir lok samningstímabilsins. Ákvörðun verður tekin í febrúar. 24.1.2009 02:45 Stakk á annan tug ungbarna Geðbilaður maður vopnaður hnífi óð inn á barnadagheimili í flæmskum bæ í gær og stakk þar alla sem á vegi hans urðu. Tvö ungbörn dóu og ein fóstra. Tíu börn til viðbótar liggja mismikið særð á sjúkrahúsi. Meiðsli sumra þeirra kváðu vera alvarleg. 24.1.2009 02:00 Ljósastaurar skreyttir hvítum borðum Menn hafa í kvöld farið um götur miðborgarinnar og bundið hvíta borða á ljósastaura. Um nokkurskonar gjörning virðist vera um að ræða sem gengur út á að vekja athygli á heimasíðunni nyttlydveldi.is, en þar setur rithöfundurinn Njörður P. Njarðvík fram hugmyndir um breytta stjórnarhætti hér á landi. Ætlun þeirra sem standa að gjörningnum er sú að í fyrramálið verði allir ljósastaurar miðborgarinnar skreyttir hvítum borðum. 23.1.2009 23:53 Þyrla sækir slasaða konu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld til þess að sækja slasaða konu í sumarbústað austan við Gunnarsholt á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum mun konan hafa hrasað með þeim afleiðingum að hún brotnaði á öxl og handlegg. Útkallið barst um klukkan hálfníu og er búist við þyrlunni til baka fyrir klukkan hálfellefu. 23.1.2009 21:48 Enn mótmælt á Austurvelli en á friðsamlegum nótum Um 40 manns eru nú saman komin á Austurvelli þar sem trommur og pottar eru barðir taktfast og kallað er eftir því að ríkisstjórnin fari frá. Allt er með friði og spekt og lögregla er hvergi sjáanleg. Skilaboð forystumanna ríkisstjórnar um að boða skuli til kosninga hafa því ekki dregið tennurnar úr mótmælendum sem ætla ekki að láta deigann síga og tromma sem aldrei fyrr við Alþingishúsið. 23.1.2009 19:34 Aldrei fleiri á skólabekk í HÍ Aldrei hafa fleiri nemendur verið við nám í Háskóla Íslands en nú um áramótin settust 1,410 nýir nemendur á skólabekk í hinum ýmsu deildum Háskólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ þar en 650 nemendur hefja grunnám og 760 hefja framhaldsnám. Allir þessir nemendur hafa staðfest nám sitt með greiðslu skráningargjalds. 23.1.2009 19:52 Raddir fólksins þagna ekki Raddir fólksins, sem staðið hafa fyrir mótmælum undanfarna laugardaga á Austurvelli láta ekki deigan síga þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi boðað kosningar í vor. Sextándi mótmælafundur Radda fólksins verður haldinn á Austurvelli laugardaginn 24. janúar næstkomandi og hefst hann klukkan þrjú. 23.1.2009 19:26 Ferill Geirs H. Haarde Geir H. Haarde er tuttugasti og sjötti maðurinn sem gengt hefur embætti forsætisráðherra og hefur setið í embætti í þrjátíu og einn mánuð. 23.1.2009 19:11 Fjórir stjórnmálaforingjar með krabbamein Það má heita furðuleg tilviljun að þeir stjórnmálaforingjar, sem mynduðu og leiddu tvær síðustu ríkisstjórnir, hafa allir greinst með æxli, ýmist góðkynja eða illkynja. 23.1.2009 19:07 Fimmtán tilfelli á ári Um fimmtán tilfelli greinast árlega hérlendis af krabbameini í vélinda en Geir Haarde tilkynnti í dag að hann væri með mein af því tagi. 23.1.2009 18:53 Sjá næstu 50 fréttir
Myrti tvö börn og fóstru á dagvist Íbúar í bænum Dendermonde í austurhluta Belgíu eru harmi slegnir eftir að ungur maður réðst inn á dagvist barna í borginni í gær vopnaður hnífi. Hann myrti þar tvö ungabörn og fóstru þeirra og særði tólf til viðbótar. 24.1.2009 12:33
Geir: Ekki rétt að mynda þjóðstjórn Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að mynda þrátt fyrir veikindi sín og formanns Samfylkingarinnar. Geir sagði í þættinum Vikulokin í morgun að engan annan kost betri en núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar. Hvort sem um er að ræða minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með hlutleysi Framsóknarflokks, utanþingsstjórn eða þjóðstjórn. 24.1.2009 12:28
Mótmælt á Austurvelli Safnast verður saman á Austurvelli í dag, 16. helgina i röð, á mótmælafundi Radda fólksins. ,,Þrátt fyrir áfangasigur með yfirlýsingu um kosningar 9. maí nk. má ekki slaka á. Þjóðin getur ekki búið við vanhæfa ríkisstjórn deginum lengur. Sömu stjórnirnar sitja sem fastast í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og útrásarvíkingarnir leika lausum hala. Sameinumst um að reka endahnút á siðleysi og spillingu – hefjum vorhreingerningar í íslenska stjórnkerfinu," segir á vef samtakanna. 24.1.2009 12:14
Ingibjörg og Geir funda á eftir Formenn stjórnarflokkanna hittast síðdegis til að ræða um stjórnarsamstarfið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins vonast til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi fram að kosningum í vor. 24.1.2009 12:07
Ríkisstjórnin hefur glatað trausti þjóðarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að ríkisstjórnin hafi glatað trausti sínu meðal þjóðarinnar. Hann viðurkennir að nýlegar skoðanakannanir séu flokknum áfall. ,,Okkur bíður mikil vinna við að endurvekja traust almennings ef við ætlum að halda áfram að starfa í núverandi ríkisstjórn." 24.1.2009 11:48
Samtök gegn fóstureyðingum fordæma ákvörðun Obama Barack Obama, Bandaríkjaforseti, aflétti í gærkvöldi takmörkunum á opinberum fjárstuðningin við bandarísk samtök sem veita fjölskylduráðgjöf utan Bandaríkjanna. Það tekur einnig til samtaka sem veita upplýsingar og ráðgjöf um fóstureyðingar. George Bush fyrrverandi forseti hafði komið þeim takmörkunum á. 24.1.2009 11:32
Ísland reist við í Mývatnssveit í dag Mótmælafundur verður haldin í annað sinn í Mývatnssveit í dag og beinast mótmælin að sömu atriðum og á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Austurvelli, að fram kemur i tilkynningu. Krafist er afsagnar ríkisstjórnar, bankastjóra Seðlabankans og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. ,,Fjöldi mótmælenda eða stærð byggðarlags skiptir hér ekki máli. Raddir fólksins þurfa að heyrast sem víðast." 24.1.2009 11:18
Frjálslyndir hafna aðildarviðræðum í póstkönnun Frjálslyndi flokkurinn vill ekki að Ísland leiti eftir aðild að Evrópusambandinu. Á miðstjórnarfundi flokksins sem hófst í morgun var kynnt niðurstaða úr skoðanakönnun sem gerð var meðal flokksmanna. 34,8% flokkamanna eru fylgjandi aðildarviðræður en 51,6 eru á móti. Tæplega 10% flokksmanna eru óákveðnir. 24.1.2009 11:00
Vilja leiðtoga uppreisnarmanna framseldan Ráðamenn í Kongó hafa óskað eftir því að Laurent Nkunda, leiðtogi uppreisnarmanna í landinu, verði framseldur. Ráðamenn í Rúanda tilkynntu í gærmorgun að herlið þeirra hefði tekið Nkunda höndum í búðum hands við landamærin að Úganda. 24.1.2009 10:51
Birkir Jón: Ætlum að standa undir væntingum fólks ,,Þetta eru viðbrögð almennings að Framsókn er að svara því kalli að breytinga er þörf í íslenskum stjórnmálum," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, um gott gengi flokksins í skoðanakönnunum. 24.1.2009 10:40
SÞ skóla á nýjan leik á Gaza Sameinuðu þjóðirnar opnuðu í morgun aftur skóla á Gaza svæðinu sem lokað var þegar árásir Ísraela á svæðið hófust rétt fyrir áramót. Búist er við að um tvö hundruð þúsund palestínsk börn setjist þar aftur á skólabekk. 24.1.2009 10:17
Fámennt við þinghúsið í gær Fámennur hópur mótmælenda kom saman við Alþingishúsið um kvöldmatarleytið í gær. Fólkið barði trommur og potta. Allt var með friði og spekt. Margir klæddust appelsínugulum flíkum til marks um að mótmælin væru friðsamleg. 24.1.2009 10:06
Hálka víða um land Vegagerðin varar ökumenn við hálku á þjóðvegum víða um land, einkum á fáfarnari leiðum og á fjallvegum. Þannig er flughált í kringum Þingvallavatn og á Bláfjalla- og Krýsuvíkurleið. Sömuleiðis er flughált á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vatnsskarði eystra. 24.1.2009 10:03
Fjögur dauðsföll á tveimur vikum vegna fuglaflensu Kínversk yfirvöld tilkynntu í morgun að kona um þrítugt hefði í gær látist af völdum fuglaflesnsu í norð vestur hluta landsins. Áður hafði verið tilkynnt um þrjú önnur dauðsföll af völdum sjúkdómsins síðasta hálfa mánuðinn. Fimmta manneskjan mun hafa veikst. 24.1.2009 09:59
Opið í Hlíðarfjalli og Siglufirði Skíðasvæðið á Siglufirði verðu opið í dag á milli klukkan 12 og 17. Að sögn Egils Rögnvaldssonar, umsjónarmanns svæðisins, er skíðafæri gott og nægur snjór. ,,Við höfum verið að fá 150 til 200 manns á góðum dögum. Aðkomufólk er mjög duglegt að heimsækja okkur sem er mjög ánægjulegt," segir Egill. 24.1.2009 09:53
Rólegt hjá lögreglu víðs vegar um landið Nóttin var víðast hvar tíðindalítil, að sögn lögreglu. Talsverður erill var þó hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru þrír teknir grunaðir um ölvunarakstur og aðrir þrír grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá hafði lögreglan í Borgarnesi afskipti af tveimur ökumönnum vegna fíkniefnaaksturs. 24.1.2009 09:38
Stakk af eftir að hafa ekið á vegfaranda Lögreglan leitar manns sem ók á ungan mann á mótum Laugavegar og Smiðjustígs um klukkan hálf fjögur í nótt. Maðurinn var fluttur með höfuðáverka á slysadeild og sögn lögreglu er hann lífshættulega slasaður. 24.1.2009 09:10
Fáir styðja núverandi stjórn Núverandi ríkisstjórn er mjög óvinsæl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Bæði er það að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eru að tapa fylgi hvort sem litið er til síðustu könnunar eða síðustu alþingiskosninga. Hins vegar segjast einungis 20,3 prósent styðja núverandi ríkisstjórn, en stuðningur við ríkisstjórnina var 71,9 prósent í febrúar fyrir tæpu ári. 24.1.2009 08:00
AGS styður stefnu en ekki flokka „Mörg ríki hafa farið í gegnum kosningar og sum hafa jafnvel skipt um ríkisstjórn á meðan unnið er eftir áætlun Sjóðsins, án þess að áætlunin truflist mikið,“ segir Mark Flanagan, yfirmaður áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi, í tölvupósti til Fréttablaðsins, aðspurður hvort kosningar eða breytt ríkisstjórn myndi hafa áhrif á samstarfið við sjóðinn. 24.1.2009 07:30
Samstarfið í óvissu Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kosningar í maí dugar ekki ein og sér til að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ótímabært að fullyrða nokkuð um samstarfið fyrr en hún hefur hitt Geir H. Haarde. Þau munu ræða saman í dag og fara yfir stöðuna. 24.1.2009 07:00
Pálína kann vel við sig á Gasasvæðinu „Yfirleitt líður mér óskaplega vel inni á Gasa og fólkið þar er gott,“ segir Pálína Ásgeirsdóttir, sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins í Palestínu. Mikil samkennd sé meðal Gasabúa, sem taki erlendum hjálparstarfsmönnum fagnandi. 24.1.2009 06:30
Fjögurra flokka stjórn erfið Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að í ljósi allra aðstæðna hafi frestun landsfundar og tillaga um kosningar 9. maí verið það eina rétta. 24.1.2009 06:00
Stjórnarslit voru tíð „Það var mun eðlilegra áður fyrr að stjórnir sætu ekki út kjörtímabilið. Fyrir 1988 er það eiginlega bara Viðreisnarstjórnin sem svo gerir," segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. 24.1.2009 05:30
Fylgi Samfylkingar hrynur Fylgi Samfylkingar hrynur í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Einungis 19,2 prósent segjast styðja flokkinn og hefur fylgið ekki verið minna í tvö ár. 24.1.2009 05:30
Þrjú hundruð verið tilnefnd Hátt í þrjú hundruð tilnefningar hafa borist vegna samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem veitt verða þann 5. mars. 24.1.2009 05:15
Ný slökkvistöð sé í Seljahverfi Hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er nú til skoðunar ný lóð fyrir slökkvistöð í stað umdeildrar staðsetningar við Stekkjarbakka í Elliðaárdal. Stekkjarbakki er talinn ákjósanlegur fyrir byggingu nýrrar slökkvistöðvar en þessari hugmynd mótmæla þó bæði íbúar í næsta nágrenni og aðrir unnendur útvistarsvæðisins í Elliðaárdal. 24.1.2009 05:00
Spyr um þinghald „Ég tel þörf á því að forystumenn allra flokka verði nú kallaðir saman hið fyrsta,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ákveða hvaða mál á að fara með í gegnum þingið áður en því verður slitið og menn hefja sína kosningabaráttu. 24.1.2009 04:00
Snýr sér að efnahagsmálum Barack Obama Bandaríkjaforseti átti í gær fundi með þingmönnum beggja flokka og hvatti þá til að styðja efnahagsaðgerðir sínar. Ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar krefjist þess að þingið taki til sinna ráða, jafnvel þótt sumum þingmönnum hugnist ekki sumir hlutar aðgerðanna. 24.1.2009 04:00
Kosningar geta lengt kreppuna um tvö ár Eins og öðrum var Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, brugðið eftir tíðindin sem Geir H. Haarde færði samflokksmönnum sínum í Valhöll í gær. „Ég er slegin yfir þessum tíðindum og get ekki hugsað um annað að svo stöddu,“ sagði Þorgerður við fréttamenn í Valhöll í gær. 24.1.2009 03:45
Systkini skölluðu og bitu varðstjóra Systkini voru dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa ráðist á varðstjóra lögreglu á lögreglustöð. Fólkið skallaði og beit lögregluþjóninn. 24.1.2009 03:30
Mörg mál eru enn ókláruð „Kosningar voru svo sem komnar á sjónarsviðið með einum eða öðrum hætti. Aðalatriðið er að út úr því ferli öllu komi einhver vilji og geta til að taka framtíðar-ákvarðanir, sem skila þjóðinni áfram en ekki aftur á bak,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 24.1.2009 03:30
Ingólfur köttur enn ófundinn „Við höfum ekki enn fundið Ingólf, en höfum fengið fjöldann allan af vísbendingum frá fólki sem telur sig hafa séð hann,“ segir Phillip Krah, eigandi kattarins Ingólfs sem týndist þegar íbúð sem Phillip bjó í ásamt unnustu sinni og vini varð eldi að bráð í byrjun mánaðarins. 24.1.2009 03:00
Þriðjungur að eyða fóstri á ný Þriðjungur þeirra kvenna á Íslandi sem fór í fóstureyðingu á árinu 2007 hafði áður látið eyða fóstri. Þetta kemur fram í tölum frá Landlæknisembættinu. 24.1.2009 03:00
Örfáir myndu framselja hann Ratko Mladic nýtur enn mikilla vinsælda og stuðnings í Serbíu, þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur stríðsglæpamaður í meira en áratug. 24.1.2009 03:00
Lögregluþjónn skaut unnustu Lögregluþjónn í Tromsö í Noregi skaut í gær fyrrverandi sambýliskonu sína til bana á bílastæði fyrir utan barnaskóla þar sem hún vann. Því næst gerði hann tilraun til að svipta sig lífi. 24.1.2009 02:45
Vilja fresta endurskoðun Formenn aðildarfélaga ASÍ ræddu á fundi í gær að fresta endurskoðun kjarasamninga fram á vor. Vinnuveitendur vilja segja upp samningnum eða fresta hækkunum fram undir lok samningstímabilsins. Ákvörðun verður tekin í febrúar. 24.1.2009 02:45
Stakk á annan tug ungbarna Geðbilaður maður vopnaður hnífi óð inn á barnadagheimili í flæmskum bæ í gær og stakk þar alla sem á vegi hans urðu. Tvö ungbörn dóu og ein fóstra. Tíu börn til viðbótar liggja mismikið særð á sjúkrahúsi. Meiðsli sumra þeirra kváðu vera alvarleg. 24.1.2009 02:00
Ljósastaurar skreyttir hvítum borðum Menn hafa í kvöld farið um götur miðborgarinnar og bundið hvíta borða á ljósastaura. Um nokkurskonar gjörning virðist vera um að ræða sem gengur út á að vekja athygli á heimasíðunni nyttlydveldi.is, en þar setur rithöfundurinn Njörður P. Njarðvík fram hugmyndir um breytta stjórnarhætti hér á landi. Ætlun þeirra sem standa að gjörningnum er sú að í fyrramálið verði allir ljósastaurar miðborgarinnar skreyttir hvítum borðum. 23.1.2009 23:53
Þyrla sækir slasaða konu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld til þess að sækja slasaða konu í sumarbústað austan við Gunnarsholt á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum mun konan hafa hrasað með þeim afleiðingum að hún brotnaði á öxl og handlegg. Útkallið barst um klukkan hálfníu og er búist við þyrlunni til baka fyrir klukkan hálfellefu. 23.1.2009 21:48
Enn mótmælt á Austurvelli en á friðsamlegum nótum Um 40 manns eru nú saman komin á Austurvelli þar sem trommur og pottar eru barðir taktfast og kallað er eftir því að ríkisstjórnin fari frá. Allt er með friði og spekt og lögregla er hvergi sjáanleg. Skilaboð forystumanna ríkisstjórnar um að boða skuli til kosninga hafa því ekki dregið tennurnar úr mótmælendum sem ætla ekki að láta deigann síga og tromma sem aldrei fyrr við Alþingishúsið. 23.1.2009 19:34
Aldrei fleiri á skólabekk í HÍ Aldrei hafa fleiri nemendur verið við nám í Háskóla Íslands en nú um áramótin settust 1,410 nýir nemendur á skólabekk í hinum ýmsu deildum Háskólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ þar en 650 nemendur hefja grunnám og 760 hefja framhaldsnám. Allir þessir nemendur hafa staðfest nám sitt með greiðslu skráningargjalds. 23.1.2009 19:52
Raddir fólksins þagna ekki Raddir fólksins, sem staðið hafa fyrir mótmælum undanfarna laugardaga á Austurvelli láta ekki deigan síga þrátt fyrir að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi boðað kosningar í vor. Sextándi mótmælafundur Radda fólksins verður haldinn á Austurvelli laugardaginn 24. janúar næstkomandi og hefst hann klukkan þrjú. 23.1.2009 19:26
Ferill Geirs H. Haarde Geir H. Haarde er tuttugasti og sjötti maðurinn sem gengt hefur embætti forsætisráðherra og hefur setið í embætti í þrjátíu og einn mánuð. 23.1.2009 19:11
Fjórir stjórnmálaforingjar með krabbamein Það má heita furðuleg tilviljun að þeir stjórnmálaforingjar, sem mynduðu og leiddu tvær síðustu ríkisstjórnir, hafa allir greinst með æxli, ýmist góðkynja eða illkynja. 23.1.2009 19:07
Fimmtán tilfelli á ári Um fimmtán tilfelli greinast árlega hérlendis af krabbameini í vélinda en Geir Haarde tilkynnti í dag að hann væri með mein af því tagi. 23.1.2009 18:53