Innlent

Fjögurra flokka stjórn erfið

Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson

Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að í ljósi allra aðstæðna hafi frestun landsfundar og tillaga um kosningar 9. maí verið það eina rétta.

Yfirlýsingar Samfylkingarmanna upp á síðkastið hafi þrengt kostina enda virðist Samfylkingin þrír flokkar en ekki einn og erfitt sé að starfa í fjögurra flokka ríkisstjórn.

„Innan Samfylkingarinnar starfa græni armurinn, gamla Alþýðubandalagið og svo hægri kratarnir,“ segir Ármann.

Þinglið Sjálfstæðisflokksins sé hins vegar samhent. „Við stöndum þétt saman eins og ábyrgur flokkur þarf að gera á stundum sem þessari. Við hlaupum ekki frá erfiðum verkefnum og þess vegna er skynsamlegast að láta þennan tíma líða fram að kosningum. En það er háð því að hægt sé að ganga í þau verkefni sem fram undan eru og Sjálfstæðisflokkurinn setur á oddinn.“

Spurður hvað verði ef Samfylkingin gangist ekki inn á að kjósa 9. maí segir Ármann að þá sé hún að hlaupast undan ábyrgð. „Við gerum það hins vegar ekki.“ - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×