Fleiri fréttir Kannabisskógur á Álftanesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um mjög umfangsmikla kannabisræktun í húsi á Álftanesi í gær. Við húsleit fundust tæplega 200 kannabisplöntur, flestar á lokastigi ræktunar að því er lögregla segir. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. 29.1.2009 15:25 Michelle Obama í vax Barack Obama forseti er auðvitað löngu kominn upp í vaxmyndasöfnum víðsvegar í heiminum. Nú er röðin komin að eiginkonu hans Michelle. 29.1.2009 15:22 Flugmennirnir alltof uppteknir Rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugslys sem varð þegar tvær fréttastofuþyrlur rákust saman hafi orðið vegna þess að flugmennirnir voru alltof uppteknir. 29.1.2009 15:18 Erlendir ferðamenn í fyrsta sinn yfir hálfa milljón Fimm hundruð og tvö þúsund ferðamenn fóru frá landinu í fyrra og er það í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en hálf milljón. Árið áður voru þeir 485 þúsund, og hefur því fjölgað um 3,5 prósent. 29.1.2009 14:25 Yfir 16 þúsund hraðakstursbrot mynduð Árið 2008 voru 16.125 hraðakstursbrot skráð með stafrænum hraðamyndavélum samkvæmt málaskrá lögreglunnar. Með tilkomu stafrænna hraðamyndavéla hefur skráðum hraðakstursbrotum fjölgað til muna. Um 40% allra hraðakstursbrota sem skráð voru í málaskrá lögreglunnar árið 2008 voru vegna nýtilkominna hraðamyndavéla. Á síðasta ári voru skráð hraðaksturbrot á Íslandi rúmlega 39.000. 29.1.2009 14:14 Mótmælt í Moskvu Hópur fólks kom saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands í dag og mótmælti áformum yfirvalda um að reisa sorpbrennslustöðvar í borginni. Lögregla skarst í leikinn og handtók meðal annars mótmælanda sem hafði dulbúið sig sem endurvinnslutunnu. 29.1.2009 14:11 Lífvörður Baggers skotinn Lífvörður fjársvikamannsins Steins Bagger, Hells Angels liðinn Brian Sandberg, var skotinn skömmu eftir eitt í dag. Hann fékk tvö skot í bakið þar sem hann sat á kaffihúsi. Að sögn danska blaðsins Extrabladet er ekki vitað um líðan hans. 29.1.2009 13:36 Framsóknarmenn funduðu með Ragnari Árna og Jóni Daníelssyni Forystumenn Framsóknarflokksins funduðu með Ragnari Árnasyni prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Jóni Daníelssyni, dósent við London School of Economics, í hádeginu. 29.1.2009 13:34 Hestar fara illa út úr kreppunni Hestar hafa mjög fengið að finna fyrir efnahagskreppunni. Þeir eru stórir og dýrir í rekstri. Í Bretlandi og Bandaríkjunum sjá æ fleiri eigendur framá að þeir hafi ekki efni á að eiga þá lengur. 29.1.2009 13:33 Stefán Jón óskar eftir lengra leyfi frá borgarstjórn Stefán Jón Hafstein sem kjörinn var í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna í maí 2006 hefur óskað eftir framlengdu leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi um ótiltekinn tíma. 29.1.2009 13:31 Blackwater missir starfsleyfi í Írak Yfirvöld í Írak hafa tilkynnt að starfsleyfi Blackwater öryggisþjónustunnar verði ekki endurnýjað. 29.1.2009 13:30 Lögreglan minnir á bensínstöðvarnar Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að fylla bensíntankinn og taka ekki óþarfa áhættu með því að reyna að komast frá A til B á síðustu dropunum. Slíkt getur beinlínis verið hættulegt. 29.1.2009 13:29 Fordæma ákvörðun Einars um hvalveiðar Samtök ferðaþjónustunnar fordæma ákvörðun Einars K. Guðfinssonar, starfandi sjávarútvegsráðherra, að heimila hvalveiðar og telja með ólíkindum að slík ákvörðun skuli tekin af ráðherra sem er að hætta störfum. 29.1.2009 12:52 Veikindi orsökuðu tvö banaslys - reglur verði endurskoðaðar Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn tveggja banaslysa í umferðinni sem urðu á síðasta ári. Rannsóknarnefndin telur nauðsynlegt að reglur um mat á akstursfærni aldraðra og sjúkra ökumanna verði endurskoðaðar. 29.1.2009 12:42 Þíða í samskiptum Rússa og Bandaríkjamanna Útlit er fyrir þíðu í samskiptum Bandaríkjamanna og Rússa eftir forsetaskipti vestanhafs. Rússar eru sagðir ætla að fresta flugskeytavörnum sínum þar sem ný Bandaríkjastjórn hafi uppi breytta stefnu í eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. 29.1.2009 12:33 Þorgerður hreinsar út af skrifstofunni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi menntamálaráðherra, segir arftaka sinn taka við góðu búi. Ráðherrar sjálfstæðismanna eru nú í óða önn að pakka saman. 29.1.2009 12:25 Össur: Þeir hafa beðið í 18 ár Fundi forystumanna Samfylkingar og Vinstri grænna sem átti að hefjast klukkan ellefu í Alþingishúsinu seinkaði um rúmlega hálftíma. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að honum og Jóhönnu hafi seinkað vegna þess að þau sátu á fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, á heimili hennar í Vesturbænum. 29.1.2009 12:16 Borgarráð hættir við mislægu gatnamótin Borgarráð staðfesti á fundi sínum í dag að horfið hefur verið frá þriggja hæða mislægum gatnamótum við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. „Þessi gamla hugmynd hefur nú verið slegin út af borðinu,“ segir Dagur B. Eggertsson í tilkynningu. 29.1.2009 11:58 Fleiri matjurtagarðar í sumar Matjurtargörðum í Reykjavík verður fjölgað sumarið 2009. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að aukinn áhugi sé á görðunum, bæði vegna efnahagsástandsins og almenns áhuga á grænmetisræktun. 29.1.2009 11:55 Óttast stefnubreytingu VG í Evrópumálum Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að Vinstri grænir breyti stefnu sinni í Evrópumálum þegar flokkurinn myndar ríkisstjórn með Samfylkingunni. 29.1.2009 11:27 Ljónið át ekki páfa Rómverjar til forna höfðu þann leiða sið að fleygja kristnum mönnum fyrir ljón í hringleikahúsinu mikla. Og skemmtu sér óhóflega þegar ljónin tóku til matar síns. 29.1.2009 11:18 Geir kvaddi alþjóðlega samstarfsmenn sína Geir Haarde, fráfarandi forsætisráðherra, nýtti tækifærið á málþingi um öryggismál á norðurslóðum til að þakka fyrir það samstarf sem hann hefur átt á vettvangi Nato. 29.1.2009 10:30 Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram Núna klukkan ellefu hittast forsvarsmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á ný í Alþingishúsinu til þess að ræða myndun minnihlutastjórnar. Fundarhöldin hafa til þessa gengið vel og sagðist Jóhanna Sigurðardóttir, væntanlegur forsætisráðherra, vonast til þess að ný ríkisstjórn líti dagsins ljós um helgina. 29.1.2009 10:20 Fagna ákvörðun um aukinn kvóta Framsýn- stéttarfélag fagnar ákvörðun Einars K. Guðfinssonar, starfandi sjávarútvegsráðherra, um að auka fiskveiðikvótann um 30 þúsund tonn á núverandi fiskveiðiári. Aukningin mun hafa jákvæð áhrif á sjávarbyggðir landsins og þjóðarbúið í heild enda verði aflinn unninn af fiskvinnslufólki á Íslandi. 29.1.2009 10:18 Bridgehátíð 2009 hefst – Auðunn Blöndal dregur saman lið Stjörnutvímenningur í bridge verður leikinn á Hótel Loftleiðum í kvöld, miðvikudaginn 28. janúar og hefst klukkan 18:30. Þar munu landsþekktir Íslendingar mæta sumum af sterkustu keppendum Bridgehátíðar 2009. Auðunn Blöndal dregur saman lið. 29.1.2009 10:11 Samverukvöld fyrir ekkla og ekkjur Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins heldur í kvöld samverukvöld fyrir ekkla og ekkjur. Þetta er í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn, en sá fyrri var haldinn í desember. Þá mættu rúmlega áttatíu manns og því ljóst að mikil þörf er á slíkum samverustundum. Þær hafa fengið nafnið Maður er manns gaman og er ráðgert að halda þær reglulega í framhaldinu. Í kvöld mætir Sr. Bragi Skúla á fundinn og ræðir hinar ýmsu birtingarmyndir hugsana og tilfinninga.365 29.1.2009 10:02 Ríkið semur við SÁÁ Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafa gert samning um göngudeildarþjónustu fyrir þá sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. 29.1.2009 09:42 Óbreyttir stýrivextir Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýrivöxtum bankans nú. Þeir verða áfram 18%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir ennfremur að nánar verði greint frá stöðu og horfum í efnahagsmálum í Peningamálum sem birt verða á heimasíðu Seðlabankans klukkan ellefu. 29.1.2009 08:59 Ný aldursgreining tunglsins Leifar af sirkoni í grjóti sem geimfarar fluttu með sér frá tunglinu getur gefið veigamikla vísbendingu um aldur þessa fylgihnattar jarðarinnar. 29.1.2009 08:58 Læknar gagnrýna áttburafæðingu Vel heppnuð áttburafæðing í Kaliforníu á mánudagsmorguninn hefur farið sem eldur í sinu um heimsfréttirnar en þá komu í heiminn fyrstu áttburar sem allir lifðu. Hamingja og gleði umlukti móðurina og nýburahópinn en sínum augum lítur hver silfrið. 29.1.2009 08:54 Kim er við hestaheilsu Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er við hestaheilsu og fullfær um að stjórna landinu. Þetta fullyrðir sonur hans, Kim Jong-Nam en sögusagnir um alvarleg veikindi leiðtogans hafa verið lífseigar. 29.1.2009 08:53 Hestar lausir á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti tvisvar í nótt að eltast við hesta sem höfðu sloppið út og brugðið sér í bæinn. Annar var laus á Fífuhvammsvegi á móts við Smáralind og hinn á Selásvegi. Vörslumenn voru ræstir út og eftir nokkurn eltingaleik tókst að handsama þá báða. 29.1.2009 08:50 Mótmælendum sleppt úr haldi Mönnunum sex, sem lögregla handtók vegna mótmælanna við Hilton-Nordica hótelið í Reykjavík í gærkvöldi, þar sem fulltrúar NATO dvelja, var sleppt að yfirheyrslum loknum laust fyrir miðnætti. 29.1.2009 08:46 Gulldepluveiðar hafnar suður af Eyjum Mörg fjölveiðiskip, þar af nokkur þeirra stærstu, eru nú komin á gulldepluveiðar suður af Vestmannaeyjum og er afli nokkuð góður. 29.1.2009 08:43 Segir gagnrýni Össurar furðulega Björn Bjarnason fráfarandi dóms- og kirkjumálaráðherra undrast gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar fráfarandi sjávarútvegsráðherra. 28.1.2009 23:16 Víða hálka og éljagangur Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í kvöld segir að hálska sé á Sandskeiði og í Þrengslum. Einnig er hálka og éljagangur á hellisheiði en hálka eða snjóþekja er um mestalt Suðurland. Þæfingsfærð er ofan Galtalækjar. 28.1.2009 22:07 Settu hækkunarmiða á vörur í Krónunni Hópur sem kallar sig 12.7 lét til sín taka í verslunum Krónunnar í dag. Hópurinn segir að vöruverð í matvöruverslunum hafi hækkað mikið síðan bankarnir féllu og lágvöruverslunin Krónan hafi hækkað vöruverð hvað mest eða um 12,7%. Hópurinn fór í verslanir Krónunnar og setti límmiða með fyrrgreindri hækkun á vörur í versluninni. Í yfirlýsingu frá þeim nú í kvöld kemur fram að lögreglan hafi verið kölluð á vettvang. 28.1.2009 19:22 Fundað í vinnuhópum í kvöld Ljóst er að góður gangur í samningaviðræðum VG og Samfylkingar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Jóhanna Sigurðardóttir verðandi forsætisráðherra sagði við fjölmiðla að hún byggist við að ný ríkisstjórn yrði tilbúin um helgina, föstudag eða laugardag. Formlegar samningaviðræður halda áfram í fyrramálið. 28.1.2009 19:10 Erlendir miðlar fjalla um kynhneigð Jóhönnu Skipan Jóhönnu Sigurðardóttur í embætti forsætisráðherra vekur athygli víða um heim. Sér í lagi sú staðreynd að hún yrði fyrsti samkynhneigði forsætisráðaherrann sem væri það fyrir opnum tjöldum. 28.1.2009 18:57 Lögreglumaðurinn ekki enn kominn til fullrar heilsu Lögreglumaðurinn sem fékk stein í höfuðið í mótmælum við Alþingishúsið fyrir viku er enn ekki kominn til fullrar heilsu, að sögn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Maðurinn stóð vaktina við Alþingishúsið þegar hópur fólks lét kansteinum af Austurvelli rigna yfir lögregluþjóna. 28.1.2009 18:52 Brottvikning seðlabankastjóranna gæti kostað um 200 milljónir Yfirstjórn Seðlabanka Íslands verður endurskipulögð með hraði, verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar, en það gæti kostað um 200 milljónir að víkja seðlabankastjórum eða leggja störf þeirra niður. 28.1.2009 18:45 Órói innan Framsóknar Í dag bárust fregnir af óróa innan forystu Framsóknarflokksins, bæði vegna yfirlýsinga einstakra þingmanna hinna flokkanna og eins fóru þeir fram á meira samráð við gerð stjórnarsáttmála. 28.1.2009 18:45 Segir upplýsingum lekið til þess að koma á sig höggi Gunnar Páll Pálsson, formaður VR segir að upplýsingum hafi vísvitandi verið lekið úr gamla Kaupþingi til að koma á hann höggi. Gunnar Páll hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir störf sín fyrir bankann og átti meðal annars sæti í lánanefnd þegar breska auðkýfingnum Tchenguiz var veitt tugi ef ekki hundruð milljarða króna lán stuttu fyrir bankahrun. 28.1.2009 18:41 Eins hreyfils flugvél í vandræðum Í dag klukkan 15:35 barst Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur um eins hreyfils flugvél í vandræðum vegna ísingar. Flugvélin var á leið frá Grænlandi og átti eftir um 275 sjómílur til Reykjavíkurflugvallar. Áætlað var að lenda í Reykjavík kl. 17:05. 28.1.2009 17:52 Geit í gæsluvarðhaldi Lögreglan í Nígeríu hefur handtekið geit sem grunuð er um vopnað rán. Starfsmenn öryggisfyrirtækis sögðu lögreglunni frá því að þeir hefðu séð tvo vopnaða menn reyna að stela bíl á gæslusvæði sínu. 28.1.2009 16:58 Sjá næstu 50 fréttir
Kannabisskógur á Álftanesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um mjög umfangsmikla kannabisræktun í húsi á Álftanesi í gær. Við húsleit fundust tæplega 200 kannabisplöntur, flestar á lokastigi ræktunar að því er lögregla segir. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. 29.1.2009 15:25
Michelle Obama í vax Barack Obama forseti er auðvitað löngu kominn upp í vaxmyndasöfnum víðsvegar í heiminum. Nú er röðin komin að eiginkonu hans Michelle. 29.1.2009 15:22
Flugmennirnir alltof uppteknir Rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugslys sem varð þegar tvær fréttastofuþyrlur rákust saman hafi orðið vegna þess að flugmennirnir voru alltof uppteknir. 29.1.2009 15:18
Erlendir ferðamenn í fyrsta sinn yfir hálfa milljón Fimm hundruð og tvö þúsund ferðamenn fóru frá landinu í fyrra og er það í fyrsta skipti sem þeir eru fleiri en hálf milljón. Árið áður voru þeir 485 þúsund, og hefur því fjölgað um 3,5 prósent. 29.1.2009 14:25
Yfir 16 þúsund hraðakstursbrot mynduð Árið 2008 voru 16.125 hraðakstursbrot skráð með stafrænum hraðamyndavélum samkvæmt málaskrá lögreglunnar. Með tilkomu stafrænna hraðamyndavéla hefur skráðum hraðakstursbrotum fjölgað til muna. Um 40% allra hraðakstursbrota sem skráð voru í málaskrá lögreglunnar árið 2008 voru vegna nýtilkominna hraðamyndavéla. Á síðasta ári voru skráð hraðaksturbrot á Íslandi rúmlega 39.000. 29.1.2009 14:14
Mótmælt í Moskvu Hópur fólks kom saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands í dag og mótmælti áformum yfirvalda um að reisa sorpbrennslustöðvar í borginni. Lögregla skarst í leikinn og handtók meðal annars mótmælanda sem hafði dulbúið sig sem endurvinnslutunnu. 29.1.2009 14:11
Lífvörður Baggers skotinn Lífvörður fjársvikamannsins Steins Bagger, Hells Angels liðinn Brian Sandberg, var skotinn skömmu eftir eitt í dag. Hann fékk tvö skot í bakið þar sem hann sat á kaffihúsi. Að sögn danska blaðsins Extrabladet er ekki vitað um líðan hans. 29.1.2009 13:36
Framsóknarmenn funduðu með Ragnari Árna og Jóni Daníelssyni Forystumenn Framsóknarflokksins funduðu með Ragnari Árnasyni prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Jóni Daníelssyni, dósent við London School of Economics, í hádeginu. 29.1.2009 13:34
Hestar fara illa út úr kreppunni Hestar hafa mjög fengið að finna fyrir efnahagskreppunni. Þeir eru stórir og dýrir í rekstri. Í Bretlandi og Bandaríkjunum sjá æ fleiri eigendur framá að þeir hafi ekki efni á að eiga þá lengur. 29.1.2009 13:33
Stefán Jón óskar eftir lengra leyfi frá borgarstjórn Stefán Jón Hafstein sem kjörinn var í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna í maí 2006 hefur óskað eftir framlengdu leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi um ótiltekinn tíma. 29.1.2009 13:31
Blackwater missir starfsleyfi í Írak Yfirvöld í Írak hafa tilkynnt að starfsleyfi Blackwater öryggisþjónustunnar verði ekki endurnýjað. 29.1.2009 13:30
Lögreglan minnir á bensínstöðvarnar Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að fylla bensíntankinn og taka ekki óþarfa áhættu með því að reyna að komast frá A til B á síðustu dropunum. Slíkt getur beinlínis verið hættulegt. 29.1.2009 13:29
Fordæma ákvörðun Einars um hvalveiðar Samtök ferðaþjónustunnar fordæma ákvörðun Einars K. Guðfinssonar, starfandi sjávarútvegsráðherra, að heimila hvalveiðar og telja með ólíkindum að slík ákvörðun skuli tekin af ráðherra sem er að hætta störfum. 29.1.2009 12:52
Veikindi orsökuðu tvö banaslys - reglur verði endurskoðaðar Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn tveggja banaslysa í umferðinni sem urðu á síðasta ári. Rannsóknarnefndin telur nauðsynlegt að reglur um mat á akstursfærni aldraðra og sjúkra ökumanna verði endurskoðaðar. 29.1.2009 12:42
Þíða í samskiptum Rússa og Bandaríkjamanna Útlit er fyrir þíðu í samskiptum Bandaríkjamanna og Rússa eftir forsetaskipti vestanhafs. Rússar eru sagðir ætla að fresta flugskeytavörnum sínum þar sem ný Bandaríkjastjórn hafi uppi breytta stefnu í eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. 29.1.2009 12:33
Þorgerður hreinsar út af skrifstofunni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi menntamálaráðherra, segir arftaka sinn taka við góðu búi. Ráðherrar sjálfstæðismanna eru nú í óða önn að pakka saman. 29.1.2009 12:25
Össur: Þeir hafa beðið í 18 ár Fundi forystumanna Samfylkingar og Vinstri grænna sem átti að hefjast klukkan ellefu í Alþingishúsinu seinkaði um rúmlega hálftíma. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að honum og Jóhönnu hafi seinkað vegna þess að þau sátu á fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, á heimili hennar í Vesturbænum. 29.1.2009 12:16
Borgarráð hættir við mislægu gatnamótin Borgarráð staðfesti á fundi sínum í dag að horfið hefur verið frá þriggja hæða mislægum gatnamótum við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. „Þessi gamla hugmynd hefur nú verið slegin út af borðinu,“ segir Dagur B. Eggertsson í tilkynningu. 29.1.2009 11:58
Fleiri matjurtagarðar í sumar Matjurtargörðum í Reykjavík verður fjölgað sumarið 2009. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að aukinn áhugi sé á görðunum, bæði vegna efnahagsástandsins og almenns áhuga á grænmetisræktun. 29.1.2009 11:55
Óttast stefnubreytingu VG í Evrópumálum Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að Vinstri grænir breyti stefnu sinni í Evrópumálum þegar flokkurinn myndar ríkisstjórn með Samfylkingunni. 29.1.2009 11:27
Ljónið át ekki páfa Rómverjar til forna höfðu þann leiða sið að fleygja kristnum mönnum fyrir ljón í hringleikahúsinu mikla. Og skemmtu sér óhóflega þegar ljónin tóku til matar síns. 29.1.2009 11:18
Geir kvaddi alþjóðlega samstarfsmenn sína Geir Haarde, fráfarandi forsætisráðherra, nýtti tækifærið á málþingi um öryggismál á norðurslóðum til að þakka fyrir það samstarf sem hann hefur átt á vettvangi Nato. 29.1.2009 10:30
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram Núna klukkan ellefu hittast forsvarsmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á ný í Alþingishúsinu til þess að ræða myndun minnihlutastjórnar. Fundarhöldin hafa til þessa gengið vel og sagðist Jóhanna Sigurðardóttir, væntanlegur forsætisráðherra, vonast til þess að ný ríkisstjórn líti dagsins ljós um helgina. 29.1.2009 10:20
Fagna ákvörðun um aukinn kvóta Framsýn- stéttarfélag fagnar ákvörðun Einars K. Guðfinssonar, starfandi sjávarútvegsráðherra, um að auka fiskveiðikvótann um 30 þúsund tonn á núverandi fiskveiðiári. Aukningin mun hafa jákvæð áhrif á sjávarbyggðir landsins og þjóðarbúið í heild enda verði aflinn unninn af fiskvinnslufólki á Íslandi. 29.1.2009 10:18
Bridgehátíð 2009 hefst – Auðunn Blöndal dregur saman lið Stjörnutvímenningur í bridge verður leikinn á Hótel Loftleiðum í kvöld, miðvikudaginn 28. janúar og hefst klukkan 18:30. Þar munu landsþekktir Íslendingar mæta sumum af sterkustu keppendum Bridgehátíðar 2009. Auðunn Blöndal dregur saman lið. 29.1.2009 10:11
Samverukvöld fyrir ekkla og ekkjur Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins heldur í kvöld samverukvöld fyrir ekkla og ekkjur. Þetta er í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn, en sá fyrri var haldinn í desember. Þá mættu rúmlega áttatíu manns og því ljóst að mikil þörf er á slíkum samverustundum. Þær hafa fengið nafnið Maður er manns gaman og er ráðgert að halda þær reglulega í framhaldinu. Í kvöld mætir Sr. Bragi Skúla á fundinn og ræðir hinar ýmsu birtingarmyndir hugsana og tilfinninga.365 29.1.2009 10:02
Ríkið semur við SÁÁ Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafa gert samning um göngudeildarþjónustu fyrir þá sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. 29.1.2009 09:42
Óbreyttir stýrivextir Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýrivöxtum bankans nú. Þeir verða áfram 18%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir ennfremur að nánar verði greint frá stöðu og horfum í efnahagsmálum í Peningamálum sem birt verða á heimasíðu Seðlabankans klukkan ellefu. 29.1.2009 08:59
Ný aldursgreining tunglsins Leifar af sirkoni í grjóti sem geimfarar fluttu með sér frá tunglinu getur gefið veigamikla vísbendingu um aldur þessa fylgihnattar jarðarinnar. 29.1.2009 08:58
Læknar gagnrýna áttburafæðingu Vel heppnuð áttburafæðing í Kaliforníu á mánudagsmorguninn hefur farið sem eldur í sinu um heimsfréttirnar en þá komu í heiminn fyrstu áttburar sem allir lifðu. Hamingja og gleði umlukti móðurina og nýburahópinn en sínum augum lítur hver silfrið. 29.1.2009 08:54
Kim er við hestaheilsu Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er við hestaheilsu og fullfær um að stjórna landinu. Þetta fullyrðir sonur hans, Kim Jong-Nam en sögusagnir um alvarleg veikindi leiðtogans hafa verið lífseigar. 29.1.2009 08:53
Hestar lausir á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti tvisvar í nótt að eltast við hesta sem höfðu sloppið út og brugðið sér í bæinn. Annar var laus á Fífuhvammsvegi á móts við Smáralind og hinn á Selásvegi. Vörslumenn voru ræstir út og eftir nokkurn eltingaleik tókst að handsama þá báða. 29.1.2009 08:50
Mótmælendum sleppt úr haldi Mönnunum sex, sem lögregla handtók vegna mótmælanna við Hilton-Nordica hótelið í Reykjavík í gærkvöldi, þar sem fulltrúar NATO dvelja, var sleppt að yfirheyrslum loknum laust fyrir miðnætti. 29.1.2009 08:46
Gulldepluveiðar hafnar suður af Eyjum Mörg fjölveiðiskip, þar af nokkur þeirra stærstu, eru nú komin á gulldepluveiðar suður af Vestmannaeyjum og er afli nokkuð góður. 29.1.2009 08:43
Segir gagnrýni Össurar furðulega Björn Bjarnason fráfarandi dóms- og kirkjumálaráðherra undrast gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar vegna ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar fráfarandi sjávarútvegsráðherra. 28.1.2009 23:16
Víða hálka og éljagangur Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í kvöld segir að hálska sé á Sandskeiði og í Þrengslum. Einnig er hálka og éljagangur á hellisheiði en hálka eða snjóþekja er um mestalt Suðurland. Þæfingsfærð er ofan Galtalækjar. 28.1.2009 22:07
Settu hækkunarmiða á vörur í Krónunni Hópur sem kallar sig 12.7 lét til sín taka í verslunum Krónunnar í dag. Hópurinn segir að vöruverð í matvöruverslunum hafi hækkað mikið síðan bankarnir féllu og lágvöruverslunin Krónan hafi hækkað vöruverð hvað mest eða um 12,7%. Hópurinn fór í verslanir Krónunnar og setti límmiða með fyrrgreindri hækkun á vörur í versluninni. Í yfirlýsingu frá þeim nú í kvöld kemur fram að lögreglan hafi verið kölluð á vettvang. 28.1.2009 19:22
Fundað í vinnuhópum í kvöld Ljóst er að góður gangur í samningaviðræðum VG og Samfylkingar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Jóhanna Sigurðardóttir verðandi forsætisráðherra sagði við fjölmiðla að hún byggist við að ný ríkisstjórn yrði tilbúin um helgina, föstudag eða laugardag. Formlegar samningaviðræður halda áfram í fyrramálið. 28.1.2009 19:10
Erlendir miðlar fjalla um kynhneigð Jóhönnu Skipan Jóhönnu Sigurðardóttur í embætti forsætisráðherra vekur athygli víða um heim. Sér í lagi sú staðreynd að hún yrði fyrsti samkynhneigði forsætisráðaherrann sem væri það fyrir opnum tjöldum. 28.1.2009 18:57
Lögreglumaðurinn ekki enn kominn til fullrar heilsu Lögreglumaðurinn sem fékk stein í höfuðið í mótmælum við Alþingishúsið fyrir viku er enn ekki kominn til fullrar heilsu, að sögn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Maðurinn stóð vaktina við Alþingishúsið þegar hópur fólks lét kansteinum af Austurvelli rigna yfir lögregluþjóna. 28.1.2009 18:52
Brottvikning seðlabankastjóranna gæti kostað um 200 milljónir Yfirstjórn Seðlabanka Íslands verður endurskipulögð með hraði, verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar, en það gæti kostað um 200 milljónir að víkja seðlabankastjórum eða leggja störf þeirra niður. 28.1.2009 18:45
Órói innan Framsóknar Í dag bárust fregnir af óróa innan forystu Framsóknarflokksins, bæði vegna yfirlýsinga einstakra þingmanna hinna flokkanna og eins fóru þeir fram á meira samráð við gerð stjórnarsáttmála. 28.1.2009 18:45
Segir upplýsingum lekið til þess að koma á sig höggi Gunnar Páll Pálsson, formaður VR segir að upplýsingum hafi vísvitandi verið lekið úr gamla Kaupþingi til að koma á hann höggi. Gunnar Páll hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir störf sín fyrir bankann og átti meðal annars sæti í lánanefnd þegar breska auðkýfingnum Tchenguiz var veitt tugi ef ekki hundruð milljarða króna lán stuttu fyrir bankahrun. 28.1.2009 18:41
Eins hreyfils flugvél í vandræðum Í dag klukkan 15:35 barst Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur um eins hreyfils flugvél í vandræðum vegna ísingar. Flugvélin var á leið frá Grænlandi og átti eftir um 275 sjómílur til Reykjavíkurflugvallar. Áætlað var að lenda í Reykjavík kl. 17:05. 28.1.2009 17:52
Geit í gæsluvarðhaldi Lögreglan í Nígeríu hefur handtekið geit sem grunuð er um vopnað rán. Starfsmenn öryggisfyrirtækis sögðu lögreglunni frá því að þeir hefðu séð tvo vopnaða menn reyna að stela bíl á gæslusvæði sínu. 28.1.2009 16:58