Fleiri fréttir

Allir mótmælendur lausir úr haldi

Allir mótmælendurnir sem voru handteknir í Alþingishúsinu í dag eru nú lausir úr haldi lögreglu. Sjö voru færðir til skýrslutöku en fólkið, sex karlar og ein kona, er flest á þrítugsaldri. Ekki fóru allir mótmælendurnir út úr Alþingishúsinu með góðu en einn þeirra hafði sig sýnu mest í frammi og beit tvo lögreglumenn og sparkaði í þann þriðja.

Ríkið kaupir hugsanlega fasteign RÚV

Hugmyndir eru uppi um að ríkissjóður kaupi fasteign Ríkisútvarpsins við Efstaleiti og að söluandvirðinu verði ráðstafað til þess að létta á lífeyrisskuldbindingum fyrirtækisins. Þetta er fullyrt á fréttavefnum AMX.

Færeyingar skoða Landspítalann

Sendinefnd skipuð helstu stjórnendum færeyska Landssjúkrahússins kom til Íslands í dag. Tilgangurinn með heimsókninni er að skoða aðstæður á Landspítala háskólasjúkrahúsi með það fyrir augum að auka til muna samstarf milli færeyska Landssjúkrahússins og Landspítala. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, tók á móti sendinefndinni í dag.

Þjónustu ekki þröngvað upp á fólk

,,Þjónustu er ekki þröngað upp á fólk heldur velur fólk það sjálft," segir Stella Víðisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Maður lést í bílslysi í Berufirði

Karlmaður á sjötugsaldri lést í umferðarslysi í ofanverðum Berufirði í gærkvöld eða nótt. Slysið uppgötvaðist á tíunda tímanum í morgun þegar sjúkraflutningamaður sem átti leið um kom auga á bifreið mannsins. Maðurinn var látinn þegar að var komið. Vegurinn þar sem slysið varð er fjölfarinn, samkvæmt lögreglunni á Eskifirði.

Ekki refsað þrátt fyrir grófar hótanir

Héraðsdómur Suðurlands tók fyrir í dag mál Barkar Birgissonar sem ákærður var fyrir 14 brot gegn valdsstjórninni. Hann var ákærður fyrir að hafa haft í alvarlegum hótunum við starfsfólk Litla-Hrauns og ættingja þeirra. Börkur var fundinn sekur fyrir nokkra liði ákærunnar en þrátt fyrir það var honum ekki gerð sérstök refsing.

Verðhækkun hjá Toyota gengur til baka

Toyota hefur ákveðið að draga þær verðhækkanir sem orðið hafa á bílum umboðsins til baka. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa bílar hækkað mikið í því efnahagsfárviðri skollið hefur á þjóðinni. Tekið var dæmi af Yaris smábílnum frá Toyota sem hækkaði um 30 prósent á innan við mánuði.

Lýsing svarar fyrir sig

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ásökunum viðskiptavina þeirra er svarað. Í morgun hittu forsvarsmenn Lýsingar nokkra vörubílstjóra á fundi sem vildu mótmæla innheimtuaðgerðum fyrirtækisins.

Ingibjörg vill lögbann á Club 101

„Við erum ekkert hræddir við Ingibjörgu Pálma,“ segir Anton Þórarinsson einn eigenda skemmtistaðarins Club 101. Lögmenn 101 hótels hafa sent aðstandendum staðarins bréf þar sem farið er fram á að þeir breyti merki sínu. Það segir Anton ekki koma til greina.

Sjö handteknir - átökum lokið

Lögregla hefur komið fólkinu út úr Alþingishúsinu sem efndi þar til mótmæla klukkan þrjú. Að minnsta kosti sjö hafa verið handteknir en öðrum sem höfðust við inni í anddyri hússins hefur verið sleppt. Einn mótmælendanna var borinn út af lögreglumönnum í hlekkjum og öskraði hann „fasistar!“ áður en hann var lokaður inni í lögreglubíl.

Átök í þinghúsinu: „Drullið ykkur út!“

Þingfundi sem hófst nú klukkan þrjú var frestað þegar skammt var liðið á fundinn þegar mótmælendur á þingpöllum upphófu háreysti. Þegar Siv Friðleifsdóttir alþingismaður var að bera upp fyrirspurn til fjármálaráðherra heyrðist kallað ofan af þingpöllum: „Út, út, drullið ykkur út!“ Síðan upphófust slagsmál á milli um 20 til 30 grímuklæddra manna og þingvarða.

Fyrrum sveitarstjóri dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Brynjólfur Árnason fyrrverandi sveitarstjóri í Grímseyjarhreppi var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik og fjárdrátt. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi hann einnig til að greiða Grímseyjarhreppi 13,7 milljónir króna í bætur auk 460 þúsund króna í sakarkostnað.

Hagkaup innkallar gölluð kerti

Hagkaup hefur innkallað, vegna galla, kertalínu sem fengist hefur í verslunum fyrirtækisins frá því í október 2008. Um er að ræða sex gerðir kerta í þremur litum; gyllt, silfruð og rauð. Yfirborð kertanna er eins og alsett litlum kúlum með glimmer-áferð.

Eldur í húsi á Reyðarfirði

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað að parhúsi við Stekkjargrund á Reyðarfirði um klukkan hálf fimm í nótt. Í tilkynningu frá slökkviliði segir að nágrannar hafi orðið varir við eld í íbúð og kallað til slökkvilið.

Hækkun efnisliða í byggingarvísitölu ekki meiri í 18 ár

Hækkun á efnisliðum í vísitölu byggingarkostnaðar hækkaði um 41,4 prósent og hefur hækkun á þeim liðum vísitölunnar ekki verið jafn mikil síðan á árunum 1989 til 1990. Þetta kemur fram í Hagtíðindum hagstofunnar.

Borgarfulltrúar VG kalla oftast inn varamenn

Borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa oftast kallað inn varamenn fyrir sig á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur það sem af er ári ef miðað er við fjölda þeirra í borgarstjórn.

Bretar með þúsund milljarða undir koddanum

Þúsundir breskra sparifjáreigenda treysta ekki bankanum sínum í kjölfar Icesave málsins. Tryggingafélagið Abbey telur að um 5,4 milljarðar punda, eða tæpir þúsund milljarðar íslenskra króna, séu því undir koddum víðsvegar um Bretland og varar fyrirtækið fólk eindregið við því að hafa þennan háttinn á þar sem heimilistryggingar tryggi ekki þessa peninga.

Slökkvilið kallað að húsi á Njálsgötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú að störfum á Njálsgötu þar sem tilkynnt var um reyk í íbúð. Enginn eldur er í húsinu og liggur ekki fyrir að svo stöddu hvort tekist hafi að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á staðinn eða hvort aðeins hafi verið um reyk að ræða.

Klukkan á Lækjartorgi snýr aftur

Klukkan á Lækjartorgi er eitt af þekktari kennileitum Reykjavíkur. Hún var tekin niður í byrjun nóvember og sett í viðgerð eftir að ekið var á klukkuna í sumar með þeim afleiðingum að hún stöðvaðist.

Helmingur telur mótmælafundi endurspegla afstöðu þjóðarinnar

Rúmlega helmingur þjóðarinnar telur að mótmæla- og borgarafundir endurspegli viðhorf hennar. Alls telja 55,4% svarenda í skoðanakönnun MMR að boðskapur mótmæla- og borgarafunda undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar.

Vilja aðskilja veiðar og vinnslu

Sjómannasamband Íslands krefst þess að sett verði lög um fjárhagslegan aðskilnað veiða og vinnslu svo útvegsfyrirtæki geti ekki í krafit einokunar, ráðið fiskverði til sjómanna.

Öll olíufélögin búin að lækka verð

Olíufélögin hafa öll lækkað verð hjá sér í dag. N-1 reið á vaðið og lækkaði bensínlítrann um tvær krónur og dísillítrann um þrjár krónur. Þetta er fjórða lækkunin hjá félaginu á einni viku og hefur bensínlítrinn lækkað um 41 krónu og dísillítrinn um 36 krónur frá því í byrjun október, þegar verðið var í hámarki.

Grunur um salmonellu í kjúklingum

Grunur leikur á að salmonellusmit sé komið upp í ferskum kjúklingum frá Matfugli ehf, og hefur dreifing á vörunni verið stöðvuð. Þá er innköllunn vörunar úr verslunum þegar hafin. Um er að ræða kjúklinga með rekjanleikanúmerinu 011-08-44-533.

Enn ein eldsneytislækkunin

Eldsneytisverð á Íslandi hefur farið hríðlækkandi síðustu vikur og í morgun lækkaði N1 verð hjá sér. Lítri af bensíni lækkar um 2 krónur og lítri af dísilolíu lækkar um 3 krónur.

Allir vilja keyra strætó

Tugir bílstjóra eru nú að biðlista eftir að fá að aka strætó, en ekki þarf að fara lengra aftur en til síðastliðins sumars, að það var með naumindum að hægt væri að halda uppi akstri á öllum leiðum vegna mannekklu.

Vörubílstjórar óánægðir með vinnubrögð Lýsingar

Nokkrir Vörubílstjórar sitja nú á fundi með forstjóra Lýsingar en þeir eru óánægðir með aðferðir fyrirtækisins þegar kemur að því að meta verð á bíl eða vinnutæki sem menn eru að gefast upp á að borga af.

Lá dáinn í margar vikur

Einstæður karlmaður á sextugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Gaukshólum í Breiðholti í síðustu viku. Maðurinn hafði þá legið dáinn í margar vikur. DV greinir frá málinu í dag.

Höfuðpaur Mumbai-árasa handtekinn

Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið mann sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar í Mumbai í síðasta mánuði.

Mótmælendur hittust á Arnarhóli í morgun

Hópur mótmælenda kom saman eldsnemma á Arnarhóli í morgun. Að sögn lögreglu var fylgst með hópnum en engin afskipti af honum höfð enda ekki ljóst hvað þeim gekk til. Lögregla segir að um 20 til 30 manns hafi verið að ræða og var hann á ferðinni um miðbæinn í einhvern tíma.

Enn mikil ólga í Grikklandi

Enn er allt í hers höndum í Grikklandi eftir að lögregla skaut 15 ára pilt til bana í Aþenu á laugardaginn. Óeirðir brutust út í kjölfarið og hafa gríðarlegar skemmdir verið unnar í mörgum hverfum Aþenu, Þessalóníku og fleiri borga, kveikt í bílum og rúður brotnar í verslunum og opinberum byggingum.

Olli banaslysi í umferðinni og flúði af sjúkrahúsi

Tvítugur félagi í samtökunum AK-81, sem er eins konar stuðningshópur við vélhjólasamtökin Vítisengla, var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Árósum í Danmörku vegna gruns um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana í umferðarslysi

Barnaði nemanda sinn sem fékk taugaáfall

Háskóli í Bretlandi hyggst endurskoða reglur um sambönd kennara og nemenda eftir að lagaprófessor við skólann barnaði nemanda sinn sem í kjölfarið gekkst undir fóstureyðingu og fékk taugáfall.

Sjóræningjar gerast æ bíræfnari

Hollenskt flutningaskip náði að forða sér undan sjóræningjum úti fyrir ströndum Tansaníu um helgina. Ræningjarnir voru langt frá landi þegar þeir réðust til atlögu og þykir það sýna svo ekki verður um villst að þeir seilast nú æ lengra í ránsferðum sínum.

Eldur í mannlausu raðhúsi á Reyðarfirði

Nýlegt raðhús á Reyðarfirði, sem ekki er búið í, skemmdist talsvert í eldi sem kviknaði þar um klukkan fjögur í nótt. Reykskynjari gerði nágrönnum viðvart, sem kölluðu á slökkvilið.

Ölvaður á göngugrind

Roskinn Akureyringur saknar sárt göngugrindar sinnar, sem hann týndi einhvers staðar í Lundahverfinu nýverið. Þegar lögregla kom honum til aðstoðar fannst grindin hvergi og hann rak ekki minni til hvar hann hafði glatað henni, enda vel við skál.

Sjá næstu 50 fréttir