Innlent

Þingpallar opnir almenningi þrátt fyrir átökin í gær

Þingpallar verða opnir almenningi í dag eins og endranær þrátt fyrir atökin sem brutust út við upphaf þingfundar í gær. Þingfundur hefst klukkan 13:30 og er fyrsta mál á dagskrá óundirbúnar fyrirspurnir. Siv Friðleifsdóttir, þingkona framsóknar, var einmitt að bera upp óundirbúna fyrirspurn til Árna Mathiesen fjármálaráðherra varðandi Icesave málið í gær þegar upp úr sauð þannig að hún fær annað tækifæri til að knýja Árna svara í dag.

Þó er ljóst að öryggisgæsla í þinghúsinu verður efld í ljósi atburðanna og það staðfesti Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis við Vísi í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×