Innlent

Eftirlaunafrumvarp VG tekið til umræðu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.

Frumvarp þingflokks Vinstri grænna um að afnema sérréttindi æðstu embættismanna sem kveðið er á um í hinum umdeildu eftirlaunalögum verður tekið til umræðu á Alþingi í kvöld.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki enn lagt fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á eftirlaunalögunum þrátt fyrir að forystumenn stjórnarinnar hafi boðað að slíkt yrði gert.

Samkvæmt frumvarpi Vinstri grænna sem lagt var fram í byrjun nóvember er gert ráð fyrir að þessi hópur greiði iðgjöld til lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og njóti frá og með þeim degi réttinda samkvæmt reglum A-deildar LSR. Í frumvarpinu er einnig lagt til að allar launagreiðslur til þessa hóps umfram 450 þúsund krónur skerðist um 20 prósenta í átt til launajöfnunar í landinu á erfiðum tímum.

Eftirlaunalögin voru samþykkt á Alþingi í desember 2003 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Guðmundar Árna Stefánssonar þáverandi þingmanns Samfylkingar.

Alla tíð síðan hafa lögin þótt umdeild og er kveðið á um í núverandi stjórnarsáttmála að þau verði endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×