Erlent

Elsta móðir heims er sjötug

Þau Rajo og Bala með frumburðinn.
Þau Rajo og Bala með frumburðinn. MYND/Afp
Sjötug indversk kona eignaðist sitt fyrsta barn, hrausta litla stúlku, þann 28. nóvember síðastliðinn. Barnið kom undir með tæknifrjóvgun, og er móðirin talin talin vera elsta frumbyrja heims. Þann titil bar áður 67 ára spænsk kona sem eignaðist tvíbura fyrir tveimur árum.

Rajo Devi og eiginmaður hennar Bala Ram hafa verið gift í fimmtíu ár án þess að verða barna auðið. Hjónin sögðu í samtali við fjölmiðla að þau væru í skýjunum yfir frumburðinum. Þau hefðu þráð barn öll þessi ár, en mikil skömm hefði fylgt því að hafa ekki enn getið af sér erfingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×