Innlent

Vissi ekki um úttekt KPMG fyrr en í gær

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, vissi ekki fyrr en í gær að ráðgjafafyrirtækið KPMG hefði verið fengið til þess að sinna verkefnum fyrir skilanefnd gamla Glitnis í kjölfar bankahrunsins. Þetta var fullyrt í fréttaskýringu í Kastljósi fyrr í kvöld.

Í þættinum kom fram að að það hafi komið Björgvini í opna skjöldu að heyra af rannsókn KPMG. Samkvæmt heimildum Kastljóss taldi hann ekki trúverðugt að fyrirtækið sem tengist viðskiptum Glitnis með margvísilegum hætti rannsaki viðskipti bankans.

Fjármáleftirlitið fól skilanefndum gömlu bankanna um miðjan október að ráða óháðan aðila til að kanna ákveðin skilgreind atriði í aðdraganda bankahrunsins.

Gagnrýnt hefur verið að KPMG hafi verið fengið til að vinna verkefnið fyrir Glitni en KPMG er endurskoðandi margra stærstu eiganda gamla Glitnis.

KPMG sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að fyrirtækið vill að fenginn verði sérstakur óháður aðili til að rannsaka störf þess fyrir Glitni.

 








Tengdar fréttir

KPMG vill fá óháðan aðila til að skoða störf sín fyrir Glitni

KPMG vill að fenginn verði sérstakur óháður aðili til að rannsaka störf sín fyrir Glitni. Fjármáleftirlitið fól skilanefndum gömlu bankanna að ráða óháðan aðila til að kanna ákveðin skilgreind atriði í aðdraganda bankahrunsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×