Innlent

Forsvarsmenn Samherja útiloka ekki ESB-aðild

Forsvarsmenn Samherja útiloka ekki lengur aðild að Evrópusambandinu. Þeir segja gengisflöktið erfitt nú um stundir og ætla að skila áliti um bandalagið í næsta mánuði.

,,Það er alveg ljóst að þessi umræða fer fram í Samherja og hjá dótturfélögum," segir Þorsteinn Már og bætir við að verið sé að móta afstöðu sem verður kynnt síðar.

Samherji er eitt öflugasta útgerðarfélag landsins. Bæði Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri og Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri segja óstöðugleika mikið vandamál í rekstrinum. Það sé ekki auðvelt að reka fyrirtæki í þeim gengisólgusjó sem nú sé.

Þorsteinn segir að núverandi ástands sé óviðunandi og óheppilegt sé að sjómenn viti ekki hvað laun þeir hafi.

Þeir Þorsteinn og Kristján þökkuðu Akureyringum samfylgdina á 25 ára afmæli félagsins um helgina með því að gefa Eyfirðingum 50 milljónir króna til íþrótta- og æskulýðsmála.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×